Húsið við Fremristekk 13 var byggt 1971 en hefur verið endurhannað og endurbætt frá A-Ö samkvæmt Fasteignavef Vísis. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og Rut sjálf hannaði allt innandyra. Logi Einarsson arkitekt teiknaði viðbygginguna og Þráinn Haukson landslagsarkitekt hannaði lóðina.
Útsýni er yfir Elliðaárdal, borgina, Esjuna og allt út á Snæfellsnes. Húsið er skráð 242 fermetrar og þar af er bílskúr 26,9 fermetrar. Í húsinu eru tveir arnar, annar í sérstöku spa rými en í húsinu er vatnsgufa og heitur pottur. Fasteignamatið á þessu sex herbergja einbýli er 98.650.000 milljónir og óskað er eftir tilboðum.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af þessari einstöku eign.











