Tom Brady tilkynnir að hann sé hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 13:37 Tom Brady segist nú hafa spilað sinn síðasta NFL-leik á ferlinum. AP/Mark LoMoglio Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar og að flestra mati besti leikmaður sögunnar, tilkynnti í dag að hann sé hættur að spila. Vangaveltur voru uppi um framtíð Brady sem heldur upp á 46 ára afmælið sitt í haust. Hann tók af allan vafa með því að segja frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann sé hættur. Brady varð alls sjö sinnum NFL-meistari á ferlinum, oftar en allir aðrir, og spilað alls tíu Super Bowl leiki, ofar en allir aðrir. Hann á líka fjölmörg önnur NFL-met. Alls spilaði Brady 335 deildarleiki í NFL og kastaði í þeim fyrir 649 snertimörkum. Í viðbót spilaði hann 48 leiki í úrslitakeppninni og kastaði þar fyrir 88 snertimörkum til viðbótar. Brady spilaði sitt 23. og síðasta tímabil með Tampa Bay Buccaneers liðinu í vetur en liðið var slegið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrstu tuttugu tímabilin spilaði hann aftur á móti með New England Patriots liðinu þar sem hann varð sex sinnum NFL-meistari, fyrst 2002 og síðast 2019. Kannski taka einhverjir því með fyrirvara þegar að hann segist vera hættur því hann hætti við að hætta eftir síðasta tímabil og sú ákvörðun átti mikinn þátt í enda hjónaband hans. Brady segist í stuttri yfirlýsingu sinni á samfélagsmiðlum hafa tekið þá ákvörðun núna að segja frá þessu sjálfur eftir allt sem gekk á í fyrra. Hann sagði líka að núna væri hann endanlega hættur. Truly grateful on this day. Thank you pic.twitter.com/j2s2sezvSS— Tom Brady (@TomBrady) February 1, 2023 NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Vangaveltur voru uppi um framtíð Brady sem heldur upp á 46 ára afmælið sitt í haust. Hann tók af allan vafa með því að segja frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann sé hættur. Brady varð alls sjö sinnum NFL-meistari á ferlinum, oftar en allir aðrir, og spilað alls tíu Super Bowl leiki, ofar en allir aðrir. Hann á líka fjölmörg önnur NFL-met. Alls spilaði Brady 335 deildarleiki í NFL og kastaði í þeim fyrir 649 snertimörkum. Í viðbót spilaði hann 48 leiki í úrslitakeppninni og kastaði þar fyrir 88 snertimörkum til viðbótar. Brady spilaði sitt 23. og síðasta tímabil með Tampa Bay Buccaneers liðinu í vetur en liðið var slegið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrstu tuttugu tímabilin spilaði hann aftur á móti með New England Patriots liðinu þar sem hann varð sex sinnum NFL-meistari, fyrst 2002 og síðast 2019. Kannski taka einhverjir því með fyrirvara þegar að hann segist vera hættur því hann hætti við að hætta eftir síðasta tímabil og sú ákvörðun átti mikinn þátt í enda hjónaband hans. Brady segist í stuttri yfirlýsingu sinni á samfélagsmiðlum hafa tekið þá ákvörðun núna að segja frá þessu sjálfur eftir allt sem gekk á í fyrra. Hann sagði líka að núna væri hann endanlega hættur. Truly grateful on this day. Thank you pic.twitter.com/j2s2sezvSS— Tom Brady (@TomBrady) February 1, 2023
NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira