Martröð Jóns Guðna ætlar engan enda að taka Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2023 15:00 Jón Guðni Fjóluson missir af tveimur heilum leiktíðum vegna meiðsla. @Hammarbyfotboll Frá því skömmu eftir að Jón Guðni Fjóluson stóð í miðri vörn Íslands í leik gegn Þýskalandi, í undankeppni HM haustið 2021, hefur hann nánast ekkert getað spilað fótbolta og biðin hefur enn lengst. Jón Guðni sleit krossband í hné þetta sama haust en hafði í hyggju að snúa aftur til keppni á komandi leiktíð með liði sínu Hammarby í Svíþjóð. Ekkert verður hins vegar af því þar sem að Jón Guðni lenti í bakslagi og neyðist til að fara í nýja aðgerð. Eftir að hafa misst af öllu keppnistímabilinu í fyrra missir Jón Guðni því einnig af tímabilinu í ár, og samningur hans við Hammarby rennur út í lok ársins. „Þetta eru leiðinlegar fréttir. Við styðjum hann. Hann er stórkostlegur leiðtogi og manneskja,“ segir Marti Cifuentes, þjálfari Hammarby, við Fotbollskanalen. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021 en þá var hann orðinn byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu.Getty/Alex Grimm „Þó að síðasta ár hafi verið virkilega erfitt fyrir hann þá var hann alltaf til staðar. Nú verðum við að styðja við hann og vona það besta. Því þetta er virkilega erfitt bakslag,“ segir Cifuentes. Hann segir þó ekki mikinn bilbug að finna á hinum 33 ára Jóni Guðna, sem verið hefur atvinnumaður síðustu tólf ár en var áður hjá Fram. Leikurinn gegn Þýskalandi haustið 2021 var hans átjándi A-landsleikur. „Hann er ótrúlega sterkur andlega. Það var næstum því eins og að við værum í meira áfalli og leiðari en hann, þegar við ræddum við hann. Ég hef verið í sambandi við hann og hann er mjög jákvæður. Hann er tilbúinn að berjast,“ segir þjálfarinn sem segir að Jóni Guðna standi til boða að taka að sér annað hlutverk en að vera leikmaður. Hann geti stutt við yngri leikmenn og sé mjög áhugasamur um þjálfarahlutverkið. Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Jón Guðni sleit krossband í hné þetta sama haust en hafði í hyggju að snúa aftur til keppni á komandi leiktíð með liði sínu Hammarby í Svíþjóð. Ekkert verður hins vegar af því þar sem að Jón Guðni lenti í bakslagi og neyðist til að fara í nýja aðgerð. Eftir að hafa misst af öllu keppnistímabilinu í fyrra missir Jón Guðni því einnig af tímabilinu í ár, og samningur hans við Hammarby rennur út í lok ársins. „Þetta eru leiðinlegar fréttir. Við styðjum hann. Hann er stórkostlegur leiðtogi og manneskja,“ segir Marti Cifuentes, þjálfari Hammarby, við Fotbollskanalen. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021 en þá var hann orðinn byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu.Getty/Alex Grimm „Þó að síðasta ár hafi verið virkilega erfitt fyrir hann þá var hann alltaf til staðar. Nú verðum við að styðja við hann og vona það besta. Því þetta er virkilega erfitt bakslag,“ segir Cifuentes. Hann segir þó ekki mikinn bilbug að finna á hinum 33 ára Jóni Guðna, sem verið hefur atvinnumaður síðustu tólf ár en var áður hjá Fram. Leikurinn gegn Þýskalandi haustið 2021 var hans átjándi A-landsleikur. „Hann er ótrúlega sterkur andlega. Það var næstum því eins og að við værum í meira áfalli og leiðari en hann, þegar við ræddum við hann. Ég hef verið í sambandi við hann og hann er mjög jákvæður. Hann er tilbúinn að berjast,“ segir þjálfarinn sem segir að Jóni Guðna standi til boða að taka að sér annað hlutverk en að vera leikmaður. Hann geti stutt við yngri leikmenn og sé mjög áhugasamur um þjálfarahlutverkið.
Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira