Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Heimir Már Pétursson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. febrúar 2023 18:07 Þórhildur Sunna segir mál dómsmálaráðherra vont og illa unnið. Vísir/Vilhelm Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga er vægast sagt umdeilt. Ekki tókst að ljúka umræðunni fyrir áramót þegar það var rætt í 41 klukkustund á Alþingi. Frumvarpið hefur síðan verið nánast eina málið á dagskrá þingsins eftir áramót. Að loknum þingfundi rétt fyrir miðnætti í gær hafði málið verið rætt í 31 klukkustund í janúar, eða samanlagt í 72 klukkustundir frá því umræður hófust fyrir áramót eða í þrjá sólarhringa. Stjórnarliðar séu hvattir til að hlusta ekki Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær umræðunni gæti lokið. En þingmenn Pírata voru einir í rúmlega níu klukkustunda umræðum í gær. „Það liggja fyrir mjög neikvæðar og alvarlegar umsagnir frá helstu mannréttindasamtökum á Íslandi. Við erum að tala um Amnesty International, Rauða krossinn, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og svo mætti lengi, lengi telja,“ segir Þórhildur Sunna. Góðar ástæður væru til að ætla að lög af þessu tagi myndu brjóta á réttindum flóttafólks, sér í lagi á réttindum barna á flótta. Því væri mikilvægt að fara í gegnum öll ákvæði frumvarpsins. Stjórnarflokkarnir setja nánast engin önnur mál á dagskrá þingsins og ætla greiniega með því að koma málinu í gegn. „Dómsmálaráðherra Íslands liggur mikið á að koma þessu máli í gegn, áður en hann fer að gera eitthvað annað en það sem hann er að gera. Þannig að mögulega er verið að setja mikinn þrýsting á stjórnarliða að hlusta ekki. Ekki bara á okkur Pírata, sem ég átta mig á að getur stundum verið erfitt, en að hlusta ekki á öll þau samtök í samfélaginu og allt það ákall sem hefur verið í samfélaginu, eftir því að þetta vonda mál. Þetta er illa unnið,“ segir Þórhildur Sunna. Í boði að laga það sem þurfi að laga Stjórnarmeirihlutinn hefði dagskrárvaldið á Alþingi. Píratar og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi kallað eftir því að málið yrði kallað aftur til nefndar til lagfæringa. Enda hafi stjórnarliðar sjálfir viðurkennt að gera þyrfti breytingar á frumvarpinu og komið með óljósar yfirlýsingar um að það stæði til. „Það væri hægt að stoppa þetta strax með því að kalla inn í nefnd og laga það sem stjórnarliðar segjast þurfa að laga. Þá gætum við tekið umræðuna um þetta mál á réttum forsendum. Þetta er eitthvað sem stendur til boða að gera núna. Kalla bara málið aftur inn í nefnd, laga það sem þarf að laga,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Hælisleitendur Flóttamenn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga er vægast sagt umdeilt. Ekki tókst að ljúka umræðunni fyrir áramót þegar það var rætt í 41 klukkustund á Alþingi. Frumvarpið hefur síðan verið nánast eina málið á dagskrá þingsins eftir áramót. Að loknum þingfundi rétt fyrir miðnætti í gær hafði málið verið rætt í 31 klukkustund í janúar, eða samanlagt í 72 klukkustundir frá því umræður hófust fyrir áramót eða í þrjá sólarhringa. Stjórnarliðar séu hvattir til að hlusta ekki Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær umræðunni gæti lokið. En þingmenn Pírata voru einir í rúmlega níu klukkustunda umræðum í gær. „Það liggja fyrir mjög neikvæðar og alvarlegar umsagnir frá helstu mannréttindasamtökum á Íslandi. Við erum að tala um Amnesty International, Rauða krossinn, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og svo mætti lengi, lengi telja,“ segir Þórhildur Sunna. Góðar ástæður væru til að ætla að lög af þessu tagi myndu brjóta á réttindum flóttafólks, sér í lagi á réttindum barna á flótta. Því væri mikilvægt að fara í gegnum öll ákvæði frumvarpsins. Stjórnarflokkarnir setja nánast engin önnur mál á dagskrá þingsins og ætla greiniega með því að koma málinu í gegn. „Dómsmálaráðherra Íslands liggur mikið á að koma þessu máli í gegn, áður en hann fer að gera eitthvað annað en það sem hann er að gera. Þannig að mögulega er verið að setja mikinn þrýsting á stjórnarliða að hlusta ekki. Ekki bara á okkur Pírata, sem ég átta mig á að getur stundum verið erfitt, en að hlusta ekki á öll þau samtök í samfélaginu og allt það ákall sem hefur verið í samfélaginu, eftir því að þetta vonda mál. Þetta er illa unnið,“ segir Þórhildur Sunna. Í boði að laga það sem þurfi að laga Stjórnarmeirihlutinn hefði dagskrárvaldið á Alþingi. Píratar og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi kallað eftir því að málið yrði kallað aftur til nefndar til lagfæringa. Enda hafi stjórnarliðar sjálfir viðurkennt að gera þyrfti breytingar á frumvarpinu og komið með óljósar yfirlýsingar um að það stæði til. „Það væri hægt að stoppa þetta strax með því að kalla inn í nefnd og laga það sem stjórnarliðar segjast þurfa að laga. Þá gætum við tekið umræðuna um þetta mál á réttum forsendum. Þetta er eitthvað sem stendur til boða að gera núna. Kalla bara málið aftur inn í nefnd, laga það sem þarf að laga,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Hælisleitendur Flóttamenn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira