Lárus Ingi: Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik Jakob Snævar Ólafsson skrifar 1. febrúar 2023 21:31 Lárus Ingi Magnússon faðmar hér Rúnar Inga Erlingsson en sá síðarnefndi var fjarverandi í kvöld. Bára Dröfn Lárus Ingi Magnússon aðstoðarþjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar, var ekki beinlínis skælbrosandi eftir stórsigur á liði Breiðabliks 85-45 fyrr í kvöld. Samt sem áður var Lárus Ingi ánægður með sigurinn. Njarðvíkingar áttu í nokkru basli með gestina í fyrri hálfleik og voru níu stigum yfir 31-22 en tóku leikinn algjörlega yfir í seinni hálfleik. Í viðtali við fréttamann Vísis neitaði Lárus því þó að hafa haldið harðorða hálfleiksræðu yfir sínu liði. „Langt í frá. Við fórum aðeins yfir það að við vorum ekki í beint slæmum en ekki bestu ákvarðanatökuna í fyrri hálfleik. Vorum ekki að taka þessi skot okkar út úr sóknarflæði. Okkur vantaði að lengja sóknirnar og vera þolinmóðari. Varnaleikurinn sérstaklega í þriðja leikhluta var stórkostlegur. Við erum búin að gera þetta nokkrum sinnum í vetur. Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik en þetta er eitthvað sem við þurfum að fara að breyta.“ Þótt Breiðablik sé nokkuð neðar í deildinni og þrátt fyrir stórsigurinn var Lárus á því að þessi leikur gæti nýst liðinu í komandi átökum við efstu lið deildarinnar. „Blikarnir eru með hörkulið og þær kenndu okkur svolítið það að við getum náð langt í körfubolta með því einu að berjast. Við vitum að við erum betra körfuboltalið en Breiðablik en þær voru sérstaklega í fyrri hálfleik að berjast miklu meira en við. Það er eitthvað sem við þurfum að fara að gera í fjörtíu mínútur en ekki bara í tíu eða tuttugu eins og við höfum stundum verið að gera á móti þessum liðum.“ Stigahæsti leikmaður Njarðvíkinga í vetur og stigahæsti leikmaður deildarinnar, Aliyah Collier, náði ekki sömu hæðum í leik sínum og hún er vön en hún skoraði aðeins sex stig í leiknum en hún náði þó ellefu fráköstum. Lárus var spurður hvort að hann óttaðist að slíkt gæti gerst í leikjum gegn toppliðum deildarinnar þegar líklegra er að Njarðvíkingar þurfi meira á henni að halda. „Aliyah Collier er topp atvinnumaður og ég veit það að ef ég hefði verið með leik hérna sem hefði verið jafn í fjórða leikhluta þá hefði hún tekið liðið á sínar herðar og klárað þennan leik. Hún var frábær liðsmaður í dag, var meira að leiðbeina, var meira að hjálpa til. Ég hef aldrei og mun aldrei hafa áhyggjur af Aliyah Collier.“ Þessi stóri sigur Njarðvíkinga gaf fleiri leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Lárus tók undir að ástæða væri til bjartsýni um að Njarðvíkingar gætu nýtt betur breiddina í liðinu það sem eftir væri tímabilsins. „Við Rúni vorum einmitt að tala um það fyrir tveimur dögum síðan að þessir yngri leikmenn okkar þurfa að taka meira til sín þegar þær koma inn á. Hafa meiri trú á sjálfum sér. Þær gerðu það virkilega vel í dag. Krista var að spila sinn besta leik og svo Dzana hérna með sýningu. Við vitum hvað við eigum mikið af ungum stelpum. Þetta eru nákvæmlega leikirnir sem þær þurfa að nýta og þær gerðu það í dag. Ég er hrikalegur stoltur af þessum ungu stelpum hérna í dag,“ sagði Lárus Ingi Magnússon að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Kópavogsbúar sáu aldrei til sólar Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. 1. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Samt sem áður var Lárus Ingi ánægður með sigurinn. Njarðvíkingar áttu í nokkru basli með gestina í fyrri hálfleik og voru níu stigum yfir 31-22 en tóku leikinn algjörlega yfir í seinni hálfleik. Í viðtali við fréttamann Vísis neitaði Lárus því þó að hafa haldið harðorða hálfleiksræðu yfir sínu liði. „Langt í frá. Við fórum aðeins yfir það að við vorum ekki í beint slæmum en ekki bestu ákvarðanatökuna í fyrri hálfleik. Vorum ekki að taka þessi skot okkar út úr sóknarflæði. Okkur vantaði að lengja sóknirnar og vera þolinmóðari. Varnaleikurinn sérstaklega í þriðja leikhluta var stórkostlegur. Við erum búin að gera þetta nokkrum sinnum í vetur. Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik en þetta er eitthvað sem við þurfum að fara að breyta.“ Þótt Breiðablik sé nokkuð neðar í deildinni og þrátt fyrir stórsigurinn var Lárus á því að þessi leikur gæti nýst liðinu í komandi átökum við efstu lið deildarinnar. „Blikarnir eru með hörkulið og þær kenndu okkur svolítið það að við getum náð langt í körfubolta með því einu að berjast. Við vitum að við erum betra körfuboltalið en Breiðablik en þær voru sérstaklega í fyrri hálfleik að berjast miklu meira en við. Það er eitthvað sem við þurfum að fara að gera í fjörtíu mínútur en ekki bara í tíu eða tuttugu eins og við höfum stundum verið að gera á móti þessum liðum.“ Stigahæsti leikmaður Njarðvíkinga í vetur og stigahæsti leikmaður deildarinnar, Aliyah Collier, náði ekki sömu hæðum í leik sínum og hún er vön en hún skoraði aðeins sex stig í leiknum en hún náði þó ellefu fráköstum. Lárus var spurður hvort að hann óttaðist að slíkt gæti gerst í leikjum gegn toppliðum deildarinnar þegar líklegra er að Njarðvíkingar þurfi meira á henni að halda. „Aliyah Collier er topp atvinnumaður og ég veit það að ef ég hefði verið með leik hérna sem hefði verið jafn í fjórða leikhluta þá hefði hún tekið liðið á sínar herðar og klárað þennan leik. Hún var frábær liðsmaður í dag, var meira að leiðbeina, var meira að hjálpa til. Ég hef aldrei og mun aldrei hafa áhyggjur af Aliyah Collier.“ Þessi stóri sigur Njarðvíkinga gaf fleiri leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Lárus tók undir að ástæða væri til bjartsýni um að Njarðvíkingar gætu nýtt betur breiddina í liðinu það sem eftir væri tímabilsins. „Við Rúni vorum einmitt að tala um það fyrir tveimur dögum síðan að þessir yngri leikmenn okkar þurfa að taka meira til sín þegar þær koma inn á. Hafa meiri trú á sjálfum sér. Þær gerðu það virkilega vel í dag. Krista var að spila sinn besta leik og svo Dzana hérna með sýningu. Við vitum hvað við eigum mikið af ungum stelpum. Þetta eru nákvæmlega leikirnir sem þær þurfa að nýta og þær gerðu það í dag. Ég er hrikalegur stoltur af þessum ungu stelpum hérna í dag,“ sagði Lárus Ingi Magnússon að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Kópavogsbúar sáu aldrei til sólar Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. 1. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Kópavogsbúar sáu aldrei til sólar Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. 1. febrúar 2023 20:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti