Hvað eiga handklæði og skrásetningargjöld sameiginlegt? Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir skrifar 2. febrúar 2023 12:00 Það er okkur Íslendingum mikilvægt að varðveita íslenska tungu. Við erum iðin við að búa til nýyrði, iðin við að leiðrétta þágufallssýki þó þörfin á því sé ekki endilega mikil. Við erum líka iðin við að nota orð sem lýsa nákvæmlega því sem fólk myndi einmitt halda að þau þýði. Þar má nefna orð eins og ostaskeri, rúðupiss og svitalyktareyðir. Svo eigum við líka orð sem gefa þeim sem ekki eru íslenskumælandi litla vísbendingu um hvað þau þýða eins og til dæmis orðin lampi, rúntur eða bolli. En svo er líka flokkur orða sem við myndum eflaust halda að merki eitt en þýða í raun annað. Þar má nefna orð eins og til dæmis handklæði sem er svo sannarlega ekki orð með svipaða merkingu og orðið hanski eða vettlingur. En svo er það mitt uppáhalds orð: skrásetningargjald. Skrásetningargjald er orð sem ég gerði ráð fyrir að merkti að ef ég myndi, sem dæmi, skrá mig á námskeið sem kostar að þá þyrfti ég hugsanleg að borga einskonar staðfestingargjald. Skrásetningargjaldið færi þá í að greiða fyrir vinnuna sem það kostar að skrá mig á námskeiðið og væri eitthvað smotterí. Hljómar einfalt, en er því miður ekki merking orðsins þegar nemendur skrá sig í nám við Háskóla Íslands. Skrásetningargjaldið siglir nefnilega undir fölsku flaggi í opinberum háskólum hér á landi, það er notað í hitt og þetta sem á alls ekkert skylt við skrásetningu. Röskvuliðar í Stúdentaráði og háskólaráði hafa margbent á þetta og telja að með þessu sé verið að rukka stúdenta meira en það sem lög um opinbera háskóla heimila að skrásetningargjaldið sé notað í. Skrásetningargjöld Háskóla Íslands fela í sér leynd skólagjöld sem ekki er heimild í lögum til að innheimta og þau skerða jafnrétti til náms. Það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum á Norðurlöndunum. Helsta undantekningin er Noregur þar sem nemendur greiða gjöld á bilinu 4.100 – 22.000 krónur, samkvæmt landssamtökum stúdenta í Noregi. Stúdentar við Háskóla Íslands greiða 75.000 krónur á ári sem er rúmlega þrefalt meira en í sambærilegum opinberum háskólum í Noregi, eða 340% meira. Þessi háu skrásetningargjöld hér á landi eru ein birtingarmynd undirfjármagnaðs háskólastigs. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil og þarf því að hluta til að reiða sig á fjármagn úr vösum stúdenta. Á dögunum bárust fréttir af því að allt að milljarð vanti upp á til þess Háskóli Íslands nái endum saman fyrir komandi ár. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða sem leiða til lakari gæða náms og hefta aðgengi til þess hreinlega að stunda nám. Ein af aðgerðunum sem lögð hefur verið til er nefnilega að hækka þetta svokalla skrásetningargjald úr 75.000 krónum upp í 95.000 krónur. Hér er um að ræða örvæntingarfulla tilraun háskólayfirvalda til þess að loka þessu risa gati í fjárhagsáætluninni sem þau standa frammi fyrir. Það er sorglegt að þetta sé staðan á sama tíma og ráðherra háskólamála boðar stórsókn í menntun. Röskva leggst alfarið gegn hækkun skrásetningargjaldanna og munu Röskvuliðar halda áfram að beita sér markvisst fyrir lækkun eða afnámi gjaldsins líkt og undanfarin ár. Skrásetningargjöldin skerða aðgengi að námi og það er ótækt að jafn íþyngjandi gjöld og þessi eigi að hækka alltaf þegar að upp á vantar í rekstur háskólans. Orðið handklæði mun aldrei verða að vettling, en skrásetningargjald í Háskóla Íslands á að þýða það sem orðið gefur til kynna. Við krefjumst þess að brugðist sé tafarlaust við, fallið verði frá niðurskurðarkröfu og fjárframlög stóraukin til Háskóla Íslands. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er varaforseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Það er okkur Íslendingum mikilvægt að varðveita íslenska tungu. Við erum iðin við að búa til nýyrði, iðin við að leiðrétta þágufallssýki þó þörfin á því sé ekki endilega mikil. Við erum líka iðin við að nota orð sem lýsa nákvæmlega því sem fólk myndi einmitt halda að þau þýði. Þar má nefna orð eins og ostaskeri, rúðupiss og svitalyktareyðir. Svo eigum við líka orð sem gefa þeim sem ekki eru íslenskumælandi litla vísbendingu um hvað þau þýða eins og til dæmis orðin lampi, rúntur eða bolli. En svo er líka flokkur orða sem við myndum eflaust halda að merki eitt en þýða í raun annað. Þar má nefna orð eins og til dæmis handklæði sem er svo sannarlega ekki orð með svipaða merkingu og orðið hanski eða vettlingur. En svo er það mitt uppáhalds orð: skrásetningargjald. Skrásetningargjald er orð sem ég gerði ráð fyrir að merkti að ef ég myndi, sem dæmi, skrá mig á námskeið sem kostar að þá þyrfti ég hugsanleg að borga einskonar staðfestingargjald. Skrásetningargjaldið færi þá í að greiða fyrir vinnuna sem það kostar að skrá mig á námskeiðið og væri eitthvað smotterí. Hljómar einfalt, en er því miður ekki merking orðsins þegar nemendur skrá sig í nám við Háskóla Íslands. Skrásetningargjaldið siglir nefnilega undir fölsku flaggi í opinberum háskólum hér á landi, það er notað í hitt og þetta sem á alls ekkert skylt við skrásetningu. Röskvuliðar í Stúdentaráði og háskólaráði hafa margbent á þetta og telja að með þessu sé verið að rukka stúdenta meira en það sem lög um opinbera háskóla heimila að skrásetningargjaldið sé notað í. Skrásetningargjöld Háskóla Íslands fela í sér leynd skólagjöld sem ekki er heimild í lögum til að innheimta og þau skerða jafnrétti til náms. Það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum á Norðurlöndunum. Helsta undantekningin er Noregur þar sem nemendur greiða gjöld á bilinu 4.100 – 22.000 krónur, samkvæmt landssamtökum stúdenta í Noregi. Stúdentar við Háskóla Íslands greiða 75.000 krónur á ári sem er rúmlega þrefalt meira en í sambærilegum opinberum háskólum í Noregi, eða 340% meira. Þessi háu skrásetningargjöld hér á landi eru ein birtingarmynd undirfjármagnaðs háskólastigs. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil og þarf því að hluta til að reiða sig á fjármagn úr vösum stúdenta. Á dögunum bárust fréttir af því að allt að milljarð vanti upp á til þess Háskóli Íslands nái endum saman fyrir komandi ár. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða sem leiða til lakari gæða náms og hefta aðgengi til þess hreinlega að stunda nám. Ein af aðgerðunum sem lögð hefur verið til er nefnilega að hækka þetta svokalla skrásetningargjald úr 75.000 krónum upp í 95.000 krónur. Hér er um að ræða örvæntingarfulla tilraun háskólayfirvalda til þess að loka þessu risa gati í fjárhagsáætluninni sem þau standa frammi fyrir. Það er sorglegt að þetta sé staðan á sama tíma og ráðherra háskólamála boðar stórsókn í menntun. Röskva leggst alfarið gegn hækkun skrásetningargjaldanna og munu Röskvuliðar halda áfram að beita sér markvisst fyrir lækkun eða afnámi gjaldsins líkt og undanfarin ár. Skrásetningargjöldin skerða aðgengi að námi og það er ótækt að jafn íþyngjandi gjöld og þessi eigi að hækka alltaf þegar að upp á vantar í rekstur háskólans. Orðið handklæði mun aldrei verða að vettling, en skrásetningargjald í Háskóla Íslands á að þýða það sem orðið gefur til kynna. Við krefjumst þess að brugðist sé tafarlaust við, fallið verði frá niðurskurðarkröfu og fjárframlög stóraukin til Háskóla Íslands. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er varaforseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun