Hvað eiga handklæði og skrásetningargjöld sameiginlegt? Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir skrifar 2. febrúar 2023 12:00 Það er okkur Íslendingum mikilvægt að varðveita íslenska tungu. Við erum iðin við að búa til nýyrði, iðin við að leiðrétta þágufallssýki þó þörfin á því sé ekki endilega mikil. Við erum líka iðin við að nota orð sem lýsa nákvæmlega því sem fólk myndi einmitt halda að þau þýði. Þar má nefna orð eins og ostaskeri, rúðupiss og svitalyktareyðir. Svo eigum við líka orð sem gefa þeim sem ekki eru íslenskumælandi litla vísbendingu um hvað þau þýða eins og til dæmis orðin lampi, rúntur eða bolli. En svo er líka flokkur orða sem við myndum eflaust halda að merki eitt en þýða í raun annað. Þar má nefna orð eins og til dæmis handklæði sem er svo sannarlega ekki orð með svipaða merkingu og orðið hanski eða vettlingur. En svo er það mitt uppáhalds orð: skrásetningargjald. Skrásetningargjald er orð sem ég gerði ráð fyrir að merkti að ef ég myndi, sem dæmi, skrá mig á námskeið sem kostar að þá þyrfti ég hugsanleg að borga einskonar staðfestingargjald. Skrásetningargjaldið færi þá í að greiða fyrir vinnuna sem það kostar að skrá mig á námskeiðið og væri eitthvað smotterí. Hljómar einfalt, en er því miður ekki merking orðsins þegar nemendur skrá sig í nám við Háskóla Íslands. Skrásetningargjaldið siglir nefnilega undir fölsku flaggi í opinberum háskólum hér á landi, það er notað í hitt og þetta sem á alls ekkert skylt við skrásetningu. Röskvuliðar í Stúdentaráði og háskólaráði hafa margbent á þetta og telja að með þessu sé verið að rukka stúdenta meira en það sem lög um opinbera háskóla heimila að skrásetningargjaldið sé notað í. Skrásetningargjöld Háskóla Íslands fela í sér leynd skólagjöld sem ekki er heimild í lögum til að innheimta og þau skerða jafnrétti til náms. Það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum á Norðurlöndunum. Helsta undantekningin er Noregur þar sem nemendur greiða gjöld á bilinu 4.100 – 22.000 krónur, samkvæmt landssamtökum stúdenta í Noregi. Stúdentar við Háskóla Íslands greiða 75.000 krónur á ári sem er rúmlega þrefalt meira en í sambærilegum opinberum háskólum í Noregi, eða 340% meira. Þessi háu skrásetningargjöld hér á landi eru ein birtingarmynd undirfjármagnaðs háskólastigs. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil og þarf því að hluta til að reiða sig á fjármagn úr vösum stúdenta. Á dögunum bárust fréttir af því að allt að milljarð vanti upp á til þess Háskóli Íslands nái endum saman fyrir komandi ár. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða sem leiða til lakari gæða náms og hefta aðgengi til þess hreinlega að stunda nám. Ein af aðgerðunum sem lögð hefur verið til er nefnilega að hækka þetta svokalla skrásetningargjald úr 75.000 krónum upp í 95.000 krónur. Hér er um að ræða örvæntingarfulla tilraun háskólayfirvalda til þess að loka þessu risa gati í fjárhagsáætluninni sem þau standa frammi fyrir. Það er sorglegt að þetta sé staðan á sama tíma og ráðherra háskólamála boðar stórsókn í menntun. Röskva leggst alfarið gegn hækkun skrásetningargjaldanna og munu Röskvuliðar halda áfram að beita sér markvisst fyrir lækkun eða afnámi gjaldsins líkt og undanfarin ár. Skrásetningargjöldin skerða aðgengi að námi og það er ótækt að jafn íþyngjandi gjöld og þessi eigi að hækka alltaf þegar að upp á vantar í rekstur háskólans. Orðið handklæði mun aldrei verða að vettling, en skrásetningargjald í Háskóla Íslands á að þýða það sem orðið gefur til kynna. Við krefjumst þess að brugðist sé tafarlaust við, fallið verði frá niðurskurðarkröfu og fjárframlög stóraukin til Háskóla Íslands. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er varaforseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er okkur Íslendingum mikilvægt að varðveita íslenska tungu. Við erum iðin við að búa til nýyrði, iðin við að leiðrétta þágufallssýki þó þörfin á því sé ekki endilega mikil. Við erum líka iðin við að nota orð sem lýsa nákvæmlega því sem fólk myndi einmitt halda að þau þýði. Þar má nefna orð eins og ostaskeri, rúðupiss og svitalyktareyðir. Svo eigum við líka orð sem gefa þeim sem ekki eru íslenskumælandi litla vísbendingu um hvað þau þýða eins og til dæmis orðin lampi, rúntur eða bolli. En svo er líka flokkur orða sem við myndum eflaust halda að merki eitt en þýða í raun annað. Þar má nefna orð eins og til dæmis handklæði sem er svo sannarlega ekki orð með svipaða merkingu og orðið hanski eða vettlingur. En svo er það mitt uppáhalds orð: skrásetningargjald. Skrásetningargjald er orð sem ég gerði ráð fyrir að merkti að ef ég myndi, sem dæmi, skrá mig á námskeið sem kostar að þá þyrfti ég hugsanleg að borga einskonar staðfestingargjald. Skrásetningargjaldið færi þá í að greiða fyrir vinnuna sem það kostar að skrá mig á námskeiðið og væri eitthvað smotterí. Hljómar einfalt, en er því miður ekki merking orðsins þegar nemendur skrá sig í nám við Háskóla Íslands. Skrásetningargjaldið siglir nefnilega undir fölsku flaggi í opinberum háskólum hér á landi, það er notað í hitt og þetta sem á alls ekkert skylt við skrásetningu. Röskvuliðar í Stúdentaráði og háskólaráði hafa margbent á þetta og telja að með þessu sé verið að rukka stúdenta meira en það sem lög um opinbera háskóla heimila að skrásetningargjaldið sé notað í. Skrásetningargjöld Háskóla Íslands fela í sér leynd skólagjöld sem ekki er heimild í lögum til að innheimta og þau skerða jafnrétti til náms. Það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum á Norðurlöndunum. Helsta undantekningin er Noregur þar sem nemendur greiða gjöld á bilinu 4.100 – 22.000 krónur, samkvæmt landssamtökum stúdenta í Noregi. Stúdentar við Háskóla Íslands greiða 75.000 krónur á ári sem er rúmlega þrefalt meira en í sambærilegum opinberum háskólum í Noregi, eða 340% meira. Þessi háu skrásetningargjöld hér á landi eru ein birtingarmynd undirfjármagnaðs háskólastigs. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil og þarf því að hluta til að reiða sig á fjármagn úr vösum stúdenta. Á dögunum bárust fréttir af því að allt að milljarð vanti upp á til þess Háskóli Íslands nái endum saman fyrir komandi ár. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða sem leiða til lakari gæða náms og hefta aðgengi til þess hreinlega að stunda nám. Ein af aðgerðunum sem lögð hefur verið til er nefnilega að hækka þetta svokalla skrásetningargjald úr 75.000 krónum upp í 95.000 krónur. Hér er um að ræða örvæntingarfulla tilraun háskólayfirvalda til þess að loka þessu risa gati í fjárhagsáætluninni sem þau standa frammi fyrir. Það er sorglegt að þetta sé staðan á sama tíma og ráðherra háskólamála boðar stórsókn í menntun. Röskva leggst alfarið gegn hækkun skrásetningargjaldanna og munu Röskvuliðar halda áfram að beita sér markvisst fyrir lækkun eða afnámi gjaldsins líkt og undanfarin ár. Skrásetningargjöldin skerða aðgengi að námi og það er ótækt að jafn íþyngjandi gjöld og þessi eigi að hækka alltaf þegar að upp á vantar í rekstur háskólans. Orðið handklæði mun aldrei verða að vettling, en skrásetningargjald í Háskóla Íslands á að þýða það sem orðið gefur til kynna. Við krefjumst þess að brugðist sé tafarlaust við, fallið verði frá niðurskurðarkröfu og fjárframlög stóraukin til Háskóla Íslands. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er varaforseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun