Fataherbergi sem Kardashian systur væru sáttar með Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 14:33 Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason alla leið til New Jersey. Þar býr Þorbjörn Jónsson í ekta amerísku húsi. Stöð 2/samsett Í nýjasta þætti af Heimsókn fór Sindri Sindrason alla leið til New Jersey þar sem hann heimsótti verkfræðinginn Þorbjörn Jónsson. Þorbjörn og eiginkona hans búa í ekta amerísku húsi eins og maður sér í bandarískum bíómyndum á borð við Home Alone eða Father of The Bride. Húsið er rúmlega 400 fermetrar og stendur á 32.500 fermetra jörð, hvorki meira né minna. Húsið var byggt um 1950 en tekið í gegn af fyrri eigendum árið 2019. Húsið er snyrtilega innréttað í amerískum stíl en Þorbjörn segir tengdamóður sína eiga heiðurinn af því. „Hún hefur auga fyrir þessu og við leyfðum henni bara að hjálpa okkur,“ segir Þorbjörn sem segist sjálfur hafa litlar skoðanir þegar kemur að innanhússhönnun. Nánast allt innbúið er úr amerísku húsgagnaversluninni Pottery Barn. Heimilið er snyrtilega innréttað í amerískum stíl.Stöð 2 „Þetta er bara Kaninn og maður tekur þátt í þessu“ Í húsinu er allt til alls. Innan af öllum herbergjum eru sér baðherbergi og fataherbergi, eins og gjarnan tíðkast í amerískum húsum. Þegar Sindri gekk inn í fataherbergið innan af hjónasvítunni stóðu viðbrögðin ekki á sér. „Ég held í alvöru að Kardashian systur væru bara sáttar og þær eiga fullt,“ sagði hann. Þetta risastóra fataherbergi hafði áður verið svefnherbergi, en fyrri eigendur ákváðu að breyta því í fataherbergi. Innan af hjónasvítunni er einnig baðherbergi. Þar eru að sjálfsögðu tveir vaskar, eins og algengt er í Ameríku. Sindri veltir því fyrir sér hvort það sé ekki lægri tíðni af hjónaskilnuðum í Bandaríkjunum, sökum þess hve mikið pláss hver og einn hefur út af fyrir sig inni á heimilinu. Þorbjörn hefur búið í Bandaríkjunum í þó nokkur ár og kann vel að meta þennan ameríska lífsstíl. „Mér finnst þetta geggjað hérna en ég er alltaf jafn ánægður að fara heim í litlu góðu Hverafoldina til mömmu og pabba. Þetta er bara Kaninn og maður tekur þátt í þessu hérna úti.“ Klippa: Fataherbergi sem Kardashian systur væru stoltar af Heimsókn Bandaríkin Hús og heimili Tengdar fréttir Högnuhúsið í Brekkugerði fékk ótrúlega yfirhalningu Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn til Birgis Arnar Brynjólfssonar sem keypti hið stórbrotna og sögufræga Högnuhús í Brekkugerði og hefur eytt síðustu tveimur árum í að gera það upp. 27. janúar 2023 10:31 Hönnunarparadís Nadiu: „Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili“ Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason heim til Nadiu Katrínar Banine, fasteignasala og innanhússhönnuðar. Nadia býr í sannkallaðri hönnunarparadís í Kópavoginum, ásamt eiginmanni sínum og dætrum. 19. janúar 2023 14:21 „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. 12. janúar 2023 12:58 „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Húsið er rúmlega 400 fermetrar og stendur á 32.500 fermetra jörð, hvorki meira né minna. Húsið var byggt um 1950 en tekið í gegn af fyrri eigendum árið 2019. Húsið er snyrtilega innréttað í amerískum stíl en Þorbjörn segir tengdamóður sína eiga heiðurinn af því. „Hún hefur auga fyrir þessu og við leyfðum henni bara að hjálpa okkur,“ segir Þorbjörn sem segist sjálfur hafa litlar skoðanir þegar kemur að innanhússhönnun. Nánast allt innbúið er úr amerísku húsgagnaversluninni Pottery Barn. Heimilið er snyrtilega innréttað í amerískum stíl.Stöð 2 „Þetta er bara Kaninn og maður tekur þátt í þessu“ Í húsinu er allt til alls. Innan af öllum herbergjum eru sér baðherbergi og fataherbergi, eins og gjarnan tíðkast í amerískum húsum. Þegar Sindri gekk inn í fataherbergið innan af hjónasvítunni stóðu viðbrögðin ekki á sér. „Ég held í alvöru að Kardashian systur væru bara sáttar og þær eiga fullt,“ sagði hann. Þetta risastóra fataherbergi hafði áður verið svefnherbergi, en fyrri eigendur ákváðu að breyta því í fataherbergi. Innan af hjónasvítunni er einnig baðherbergi. Þar eru að sjálfsögðu tveir vaskar, eins og algengt er í Ameríku. Sindri veltir því fyrir sér hvort það sé ekki lægri tíðni af hjónaskilnuðum í Bandaríkjunum, sökum þess hve mikið pláss hver og einn hefur út af fyrir sig inni á heimilinu. Þorbjörn hefur búið í Bandaríkjunum í þó nokkur ár og kann vel að meta þennan ameríska lífsstíl. „Mér finnst þetta geggjað hérna en ég er alltaf jafn ánægður að fara heim í litlu góðu Hverafoldina til mömmu og pabba. Þetta er bara Kaninn og maður tekur þátt í þessu hérna úti.“ Klippa: Fataherbergi sem Kardashian systur væru stoltar af
Heimsókn Bandaríkin Hús og heimili Tengdar fréttir Högnuhúsið í Brekkugerði fékk ótrúlega yfirhalningu Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn til Birgis Arnar Brynjólfssonar sem keypti hið stórbrotna og sögufræga Högnuhús í Brekkugerði og hefur eytt síðustu tveimur árum í að gera það upp. 27. janúar 2023 10:31 Hönnunarparadís Nadiu: „Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili“ Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason heim til Nadiu Katrínar Banine, fasteignasala og innanhússhönnuðar. Nadia býr í sannkallaðri hönnunarparadís í Kópavoginum, ásamt eiginmanni sínum og dætrum. 19. janúar 2023 14:21 „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. 12. janúar 2023 12:58 „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Högnuhúsið í Brekkugerði fékk ótrúlega yfirhalningu Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn til Birgis Arnar Brynjólfssonar sem keypti hið stórbrotna og sögufræga Högnuhús í Brekkugerði og hefur eytt síðustu tveimur árum í að gera það upp. 27. janúar 2023 10:31
Hönnunarparadís Nadiu: „Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili“ Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason heim til Nadiu Katrínar Banine, fasteignasala og innanhússhönnuðar. Nadia býr í sannkallaðri hönnunarparadís í Kópavoginum, ásamt eiginmanni sínum og dætrum. 19. janúar 2023 14:21
„Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. 12. janúar 2023 12:58
„Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31