Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 06:22 Dagurinn í dag verður örlagaríkur í deilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins og ríkissáttasemjara. Vísir Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. Boðar fleiri og fleiri verkföll þar til samningar nást Klukkan tólf á hádegi í dag hefst atkvæðagreiðsla meðal Eflingarfélaga sem starfa hjá Berjaya hótelum, Edition hótelinu, Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi um verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 18 næstkomandi þriðjudag. Efling tilkynnti boðunina á þriðjudag, eftir að verkfallsboð hjá starfsmönnum Íslandshótela var samþykkt. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn Íslandshótela munu að óbreyttu leggja niður störf klukkan 12 á hádegi næstkomandi þriðjudag, þann 7. febrúar, og er vinnustöðvunin ótímabundin. Samþykki félagsmenn Eflingar hjá Berjaya, Edition, Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi verkfall munu á fimmta hundrað leggja niður störf á hótelunum og um það bil sjötíu hjá Olíudreifingu, Skeljungi og Samskipum. Sú vinnustöðvun hefst klukkan tólf á hádegi miðvikudaginn 15. febrúar verði hún samþykkt. Vísir/Sara Fari svo að allt þetta fólk leggi niður störf munu minnst níu hundruð taka þátt í þessum verkföllum sem nú hafa verið boðuð. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur þó sagt að áætlun samninganefndar Eflingar sé á þann veg að ný verkföll verði boðuð reglulega þar til samningar nást. Sáttasemjari sætir gagnrýni úr mörgum áttum Fleira er í kortunum í þessum málum í dag. Klukkan 13:15 fer fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ríkissáttasemjara og Eflingar. Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem Efling hefur hafnað. Ríkissáttasemjari vill leggja tillöguna í atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna Eflingar og aðila SA. Sá vandi er sáttasemjara fyrir höndum að Efling hefur neitað að afhenda kjörskrá sína. Útspil ríkissáttasemjara hefur verið harðlega gagnrýnt af forsvarsmönnum ASÍ, Starfsgreinasambandsins og VR. Samtök atvinnulífsins hafa sagt tillöguna hættulegt fordæmi til framtíðar. Mikil óeining hefur verið innan verkalýðshreyfingarinnar undanfarin misseri og verkalýðsleiðtogar til dæmis gagnrýnt Sólveigu Önnu harðlega fyrir að krefjast betri kjara fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu. Eftir útspil ríkissáttasemjara hefur hreyfingin hins vegar tekið höndum saman. Gera má ráð fyrir því að héraðsdómari muni leggja sig fram um að afgreiða málið fljótt og örugglega. Telur líklegt að SA hafi betur fyrir Félagsdómi Enn fleira er á dagskrá í dag. Samtök atvinnulífsins stefndu Eflingu fyrir Félagsdóm á þriðjudag en SA telur að verkfallsaðgerðir séu ólögmætar á meðan miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara liggur á borðinu. Félagsdómur tekur málið fyrir síðdegis og því líklegt að Eflingarliðar fari beint í Félagsdóm eftir málflutning fyrir héraðsdómi. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að hún telji líklegt að Félagsdómur fallist á málflutning SA í þessari deilu. „Mér finnst sennilegra að Félagsdómur líti svo á að þetta sé ólögmæt vinnustöðvun sem búið er að boða,“ sagði Lára. Fallist Félagsdómur á sjónarmið SA getur verkfall því ekki hafist fyrr en miðlunartillaga ríkissáttasemjara hefur farið í atkvæðagreiðslu. Það getur ekki gerst fyrr en Efling afhendir sáttasemjara kjörskrána. Vilja úrskurð um lögmæti miðlunartillögu Bæði málin, mál SA og Eflingar fyrir Félagsdómi og mál ríkissáttasemjara og Eflingar fyrir héraðsdómi, stóla á þriðja málið: Kæru Eflingar til héraðsdóms um lögmæti miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling kærði miðlunartillögu ríkissáttasemjara til vinnumarkaðsráðuneytisins á mánudag, 30. janúar. Efling vill að ráðuneytið skeri úr um það hvort miðlunartillagan sé lögmæt eða ekki. Efling vill meina að tillagan sé ólögmæt vegna þess að búið var að boða verkfall. Með tillögunni sé ríkissáttasemjari að slá verkfallsvopnið úr hendi stéttarfélaga og setji hættulegt fordæmi. Vinnumarkaðsráðuneytið hefur ekki afgreitt kæruna en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ráðuneytið lagt mikið kapp í að afgreiða hana. Efling hefur hins vegar litið svo á að vinnumarkaðsráðuneytið hafi ekki unnið nógu hratt en félagið tilkynnti það stuttu eftir hádegi í dag að það ætli að skjóta kærunni til héraðsdóms vegna þess hvað ráðuneytið er lengi að afgreiða kæruna. Vill fundi með ráðherrum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur óskað eftir fundum með tveimur ráðherrum. Á laugardag, 28. janúar, óskaði hún eftir fundi með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, vinnumarkaðsráðherra, vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Í bréfi sem hún sendi honum hvatti hún ráðherra til að beita sér fyrir því að miðlunartillagan yrði dregin til baka. Guðmundur boðaði Eflingu til fundar á mánudag en ekkert varð af fundinum. Guðmundur útskýrði að sökum veðurs hefði hann þurft að flýta ferð sinni til Kaupmannahafnar á annan fund. Guðmundur lýsti því yfir í kjölfarið að hann myndi ekki beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari drægi miðlunartillöguna til baka. Guðmundur kom heim eftir Kaupmannahafnarferðina í nótt en ekki hafa fengist svör við því hvort hann hafi boðað Eflingu á sinn fund eða hvort hann hyggist gera það. Ekki hefur náðst í Guðmund í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sjá einnig: Ætlar ekki að beita sér gegn miðlunartillögunni Þá óskaði Sólveig eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í fyrradag, 31. janúar. Var það vegna ummæla Katrínar um að miðlunartillagan standist að hennar mati. Víðtæk áhrif Verði af verkföllum munu áhrif þeirra verða víðtæk, ekki síst vegna verkfalla starfsmanna Olíudreifingar og Skeljungs. Engu eldsneyti verður þá dreift á höfuðborgarsvæðinu á meðan á verkföllum stendur. Líklegt er að önnur flutningafyrirtæki, svo sem Eimskip og heildsölur eins og Innnes geti haldið úti starfsemi í nokkra daga með því að reiða sig á eldsneytisbirgðir. Vandinn mun svo koma í ljós þegar eldsneyti klárast á bensínstöðvunum. Þá mun allur vöruflutningur leggjast niður bæði á höfuðborgarsvæðinu og að hluta til á landsbyggðinni. Verktakar sem keyra fyrir stóru flutningsfyrirtækin tvö, Eimskip og Samskip, munu geta tekið eldsneyti utan borgarmarkanna en líklegt er að vöruhúsin verði hálf tóm vegna áhrifa frá verkföllunum. Sú staða gæti því komið upp að litla eða enga ferskvöru verði að finna í verslunum, bæði í höfuðborginni og úti á landi. Þá munu verkföllin einnig hafa áhrif á innanlandsflugið. Icelandair á Reykjavíkurflugvelli reiðir sig á að Skeljungur keyri eldsneyti þangað. Olíudreifingin á flugvellinum er hins vegar í höndum Icelandair sjálfs og telja starfsmenn Icelandair að innanlandsflugið geti haldist óskert í viku og jafnvel lengur ef eldsneytisbirgðir verða með bestu móti á öllum flugvöllum landsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fréttaskýringar Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50 Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. 2. febrúar 2023 13:42 Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Boðar fleiri og fleiri verkföll þar til samningar nást Klukkan tólf á hádegi í dag hefst atkvæðagreiðsla meðal Eflingarfélaga sem starfa hjá Berjaya hótelum, Edition hótelinu, Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi um verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 18 næstkomandi þriðjudag. Efling tilkynnti boðunina á þriðjudag, eftir að verkfallsboð hjá starfsmönnum Íslandshótela var samþykkt. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn Íslandshótela munu að óbreyttu leggja niður störf klukkan 12 á hádegi næstkomandi þriðjudag, þann 7. febrúar, og er vinnustöðvunin ótímabundin. Samþykki félagsmenn Eflingar hjá Berjaya, Edition, Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi verkfall munu á fimmta hundrað leggja niður störf á hótelunum og um það bil sjötíu hjá Olíudreifingu, Skeljungi og Samskipum. Sú vinnustöðvun hefst klukkan tólf á hádegi miðvikudaginn 15. febrúar verði hún samþykkt. Vísir/Sara Fari svo að allt þetta fólk leggi niður störf munu minnst níu hundruð taka þátt í þessum verkföllum sem nú hafa verið boðuð. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur þó sagt að áætlun samninganefndar Eflingar sé á þann veg að ný verkföll verði boðuð reglulega þar til samningar nást. Sáttasemjari sætir gagnrýni úr mörgum áttum Fleira er í kortunum í þessum málum í dag. Klukkan 13:15 fer fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ríkissáttasemjara og Eflingar. Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem Efling hefur hafnað. Ríkissáttasemjari vill leggja tillöguna í atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna Eflingar og aðila SA. Sá vandi er sáttasemjara fyrir höndum að Efling hefur neitað að afhenda kjörskrá sína. Útspil ríkissáttasemjara hefur verið harðlega gagnrýnt af forsvarsmönnum ASÍ, Starfsgreinasambandsins og VR. Samtök atvinnulífsins hafa sagt tillöguna hættulegt fordæmi til framtíðar. Mikil óeining hefur verið innan verkalýðshreyfingarinnar undanfarin misseri og verkalýðsleiðtogar til dæmis gagnrýnt Sólveigu Önnu harðlega fyrir að krefjast betri kjara fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu. Eftir útspil ríkissáttasemjara hefur hreyfingin hins vegar tekið höndum saman. Gera má ráð fyrir því að héraðsdómari muni leggja sig fram um að afgreiða málið fljótt og örugglega. Telur líklegt að SA hafi betur fyrir Félagsdómi Enn fleira er á dagskrá í dag. Samtök atvinnulífsins stefndu Eflingu fyrir Félagsdóm á þriðjudag en SA telur að verkfallsaðgerðir séu ólögmætar á meðan miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara liggur á borðinu. Félagsdómur tekur málið fyrir síðdegis og því líklegt að Eflingarliðar fari beint í Félagsdóm eftir málflutning fyrir héraðsdómi. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að hún telji líklegt að Félagsdómur fallist á málflutning SA í þessari deilu. „Mér finnst sennilegra að Félagsdómur líti svo á að þetta sé ólögmæt vinnustöðvun sem búið er að boða,“ sagði Lára. Fallist Félagsdómur á sjónarmið SA getur verkfall því ekki hafist fyrr en miðlunartillaga ríkissáttasemjara hefur farið í atkvæðagreiðslu. Það getur ekki gerst fyrr en Efling afhendir sáttasemjara kjörskrána. Vilja úrskurð um lögmæti miðlunartillögu Bæði málin, mál SA og Eflingar fyrir Félagsdómi og mál ríkissáttasemjara og Eflingar fyrir héraðsdómi, stóla á þriðja málið: Kæru Eflingar til héraðsdóms um lögmæti miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling kærði miðlunartillögu ríkissáttasemjara til vinnumarkaðsráðuneytisins á mánudag, 30. janúar. Efling vill að ráðuneytið skeri úr um það hvort miðlunartillagan sé lögmæt eða ekki. Efling vill meina að tillagan sé ólögmæt vegna þess að búið var að boða verkfall. Með tillögunni sé ríkissáttasemjari að slá verkfallsvopnið úr hendi stéttarfélaga og setji hættulegt fordæmi. Vinnumarkaðsráðuneytið hefur ekki afgreitt kæruna en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ráðuneytið lagt mikið kapp í að afgreiða hana. Efling hefur hins vegar litið svo á að vinnumarkaðsráðuneytið hafi ekki unnið nógu hratt en félagið tilkynnti það stuttu eftir hádegi í dag að það ætli að skjóta kærunni til héraðsdóms vegna þess hvað ráðuneytið er lengi að afgreiða kæruna. Vill fundi með ráðherrum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur óskað eftir fundum með tveimur ráðherrum. Á laugardag, 28. janúar, óskaði hún eftir fundi með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, vinnumarkaðsráðherra, vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Í bréfi sem hún sendi honum hvatti hún ráðherra til að beita sér fyrir því að miðlunartillagan yrði dregin til baka. Guðmundur boðaði Eflingu til fundar á mánudag en ekkert varð af fundinum. Guðmundur útskýrði að sökum veðurs hefði hann þurft að flýta ferð sinni til Kaupmannahafnar á annan fund. Guðmundur lýsti því yfir í kjölfarið að hann myndi ekki beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari drægi miðlunartillöguna til baka. Guðmundur kom heim eftir Kaupmannahafnarferðina í nótt en ekki hafa fengist svör við því hvort hann hafi boðað Eflingu á sinn fund eða hvort hann hyggist gera það. Ekki hefur náðst í Guðmund í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sjá einnig: Ætlar ekki að beita sér gegn miðlunartillögunni Þá óskaði Sólveig eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í fyrradag, 31. janúar. Var það vegna ummæla Katrínar um að miðlunartillagan standist að hennar mati. Víðtæk áhrif Verði af verkföllum munu áhrif þeirra verða víðtæk, ekki síst vegna verkfalla starfsmanna Olíudreifingar og Skeljungs. Engu eldsneyti verður þá dreift á höfuðborgarsvæðinu á meðan á verkföllum stendur. Líklegt er að önnur flutningafyrirtæki, svo sem Eimskip og heildsölur eins og Innnes geti haldið úti starfsemi í nokkra daga með því að reiða sig á eldsneytisbirgðir. Vandinn mun svo koma í ljós þegar eldsneyti klárast á bensínstöðvunum. Þá mun allur vöruflutningur leggjast niður bæði á höfuðborgarsvæðinu og að hluta til á landsbyggðinni. Verktakar sem keyra fyrir stóru flutningsfyrirtækin tvö, Eimskip og Samskip, munu geta tekið eldsneyti utan borgarmarkanna en líklegt er að vöruhúsin verði hálf tóm vegna áhrifa frá verkföllunum. Sú staða gæti því komið upp að litla eða enga ferskvöru verði að finna í verslunum, bæði í höfuðborginni og úti á landi. Þá munu verkföllin einnig hafa áhrif á innanlandsflugið. Icelandair á Reykjavíkurflugvelli reiðir sig á að Skeljungur keyri eldsneyti þangað. Olíudreifingin á flugvellinum er hins vegar í höndum Icelandair sjálfs og telja starfsmenn Icelandair að innanlandsflugið geti haldist óskert í viku og jafnvel lengur ef eldsneytisbirgðir verða með bestu móti á öllum flugvöllum landsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fréttaskýringar Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50 Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. 2. febrúar 2023 13:42 Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50
Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. 2. febrúar 2023 13:42
Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24