„Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. febrúar 2023 20:30 Ísak Wíum á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Eftir sex tapleiki í röð komst ÍR aftur á sigurbraut eftir dramatískan sigur á Grindavík 91-90. Ísak Wíum, þjálfari ÍR, var afar ánægður með sigur kvöldsins. „Þetta var fáránlega stór sigur. Maður sá það á hópnum að þetta skiptir miklu máli, maður sá það á stúkunni að þetta skiptir miklu máli. Það var vel mætt í kvöld og þessi sigur skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Ísak Wíum afar ánægður með fyrsta sigur ÍR á árinu. ÍR var undir allan leikinn en hélt haus og náði að koma til baka og landa sigri með minnsta mun. „Ég var ekki ánægður með einbeitinguna í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Ólíkt hinum leikjunum tókum við slæma kaflann okkar í fyrri hálfleik en ekki seinni og okkur tókst að koma til baka.“ Ísak viðurkenndi að það var vendipunktur í leiknum þegar Gkay Gaios Skordilis fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi. „Það var stórt augnablik þegar Skordilis var hent út. Ekkert endilega út af því að þeir misstu hann heldur stemmningin var með okkur. Mér fannst líka breyta leiknum hvað við vorum grimmir og í góðu standi undir lokin.“ Þrátt fyrir sigur er ÍR enn þá í fallsæti en er ekki langt frá öðrum liðum og Ísak var bjartsýnn á framhaldið. „Það þekkja allir það sem ÍR vill standa fyrir og á að vera til staðar í þessu félagi. Það eru þessir litlu hlutir eins og talandi og barátta. Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið,“ sagði Ísak Wíum að lokum. Subway-deild karla ÍR Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Sjá meira
„Þetta var fáránlega stór sigur. Maður sá það á hópnum að þetta skiptir miklu máli, maður sá það á stúkunni að þetta skiptir miklu máli. Það var vel mætt í kvöld og þessi sigur skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Ísak Wíum afar ánægður með fyrsta sigur ÍR á árinu. ÍR var undir allan leikinn en hélt haus og náði að koma til baka og landa sigri með minnsta mun. „Ég var ekki ánægður með einbeitinguna í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Ólíkt hinum leikjunum tókum við slæma kaflann okkar í fyrri hálfleik en ekki seinni og okkur tókst að koma til baka.“ Ísak viðurkenndi að það var vendipunktur í leiknum þegar Gkay Gaios Skordilis fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi. „Það var stórt augnablik þegar Skordilis var hent út. Ekkert endilega út af því að þeir misstu hann heldur stemmningin var með okkur. Mér fannst líka breyta leiknum hvað við vorum grimmir og í góðu standi undir lokin.“ Þrátt fyrir sigur er ÍR enn þá í fallsæti en er ekki langt frá öðrum liðum og Ísak var bjartsýnn á framhaldið. „Það þekkja allir það sem ÍR vill standa fyrir og á að vera til staðar í þessu félagi. Það eru þessir litlu hlutir eins og talandi og barátta. Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið,“ sagði Ísak Wíum að lokum.
Subway-deild karla ÍR Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Sjá meira