Það var Hollendingurinn Branco van den Boomen sem kom gestunum í Toulouse í forystu eftir tuttugu mínútna leik áður en Achraf Hakimi jafnaði metin fyrir heimamenn stuttu fyrir hálfleikshléið.
Hakimi var svo aftur á ferðinni þegar hann lagði upp annað mark PSG fyrir Lionel Messi á 58. mínútu leiksins og þar við sat. Niðurstaðan því 2-1 sigur PSG sem nú er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar eftir 22 leiki.