Telur fjárhagsvandræði stórliðs Kielce alvarlegri en áður Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2023 08:01 Þórir lék á sínum tíma með pólska stórliðinu Kielce. Handball-planet Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss í Olís-deild karla í handbolta og fyrrum leikmaður pólska stórveldisins Kielce, var á línunni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þar fór hann meðal annars yfir ástandið hjá sínu fyrrum félagi, en framtíð Kielce er í mikilli óvissu eftir að stærsti styrktaraðili félagsins hætti að styrkja félagið í byrjun þessa árs. „Þetta hefur komið upp af og til að þeir hafi átt í einhverjum fjárhagsvandræðum, en stundum hefur þetta bara verið til að setja pressu á sveitarfélagið eða einhverja sponsa,“ sagði Þórir um stöðu síns gamla félags. „Ég hef svo sem síðustu ár verið í sambandi við Hollendinginn sem stýrir þessu og það er svona ástæðan fyrir því að þeir eru í þessum vandræðum að hann þurfti að draga út sinn styrk því 80 prósent af hans fyrirtæki var með markað í Úkraínu. Þannig að hann þarf að draga verulega til baka það sem hann er að setja í þetta og fleiri styrktaraðilar.“ „Í þessum austantjaldslöndum þá heita liðin eftir styrktaraðilunum og þetta eru oft bara tveir til þrír styrktaraðilar sem eru með kannski 80 prósent fjármagn í þessum liðum. Það má svo lítið út af bregða. Ef einn styrktaraðilinn fer frá borði þá er þetta mikið fjármagn sem dettur frá í staðinn fyrir að ég veit að hjá Magdeburg þá má enginn vera stærri en 20 prósent. Þá er verið að dreifa svolítið álaginu og með marga styrktaraðila þannig að það hefur ekki eins mikil áhrif ef einhver dettur út. Það er kannski stærsta vandamálið þarna.“ Staðan alvarlegri en áður Eins og Þórir segir er þetta ekki í fyrsta skipti sem stórlið á borð við Kielce lendir í fjárhagsvandræðum. En hvernig er staðan hjá félaginu nú samanborið við fyrri dæmi? „Ég held að það sé aðeins meiri alvara í þessu heldur en hefur oft verið. Einhvern tíman fyrir einhverjum þrem eða fjórum árum þá talaði ég við þá varðandi þetta og þá voru þeir bara að setja pressu á að fá fleiri styrktaraðila inn og það var kannski lítið á bak við það. En mér sýnist núna miðað við þær fréttir sem maður er að fá að þetta sé bara grafalvarlegt mál. Þeim vantar styrktaraðila og það virðist vera mjög erfitt að fá þá.“ „Margir af þessum styrktaraðilum eru líka með markað fyrir austan sig í Úkraínu og Rússlandi og það hefur væntanlega allt dottið niður síðasta árið.“ Slapp sjálfur við fjárhagsvandræðin Þórir lék sjálfur hjá Kielce í þrjú ár frá árinu 2011. Þá hét félagið Vive Targi Kielce, en Þórir segir að ekki hafi komið upp fjárhagsvandamál hjá félaginu á hans tíma í Póllandi. „Nei það var í rauninni aldrei, en bara stuttu eftir að ég fór þá kom upp eitthvað svona mál þar sem var verið að setja einhverja pressu. En þeir hafa verið að skipta um styrktaraðila reglulega og liðið heitir eftir styrktaraðilanum. Bara eins og hérna væri Olís Nettó Valur eða eitthvað svoleiðis. Þú í rauninni bara kaupir liðið og átt sponsinn. Þess vegna eru nöfnin að breytast svolítið á þessum liðum eins og í Póllandi, Ungverjalandi og á fleiri stöðum.“ Telur ekki að félagið fari á hausinn en leikmenn gætu stokkið frá borði Í vikunni sendi Kielce frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að félagið myndi klára yfirstandandi tímabil, bæði í pólsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. „Eins og ég skil þetta ætla þeir að klára tímabilið og eru búnir að ná að tryggja það fjármagn. En einhvern tíman í mars kemur í ljós með framhaldið segja þeir.“ „Ég svosem átta mig ekki alveg á því hvernig það er,“ sagði Þórir aðspurður að því hvort hætta sé á því að Kielce fari einfaldlega á hausinn. „Ég myndi nú telja líkur á því að það fari ekki alveg á hausinn, en geti ekki verið að standa straum af háum launakostnaði fyrir þá leikmenn sem félagið er með. Þá mun væntanlega vera einhver flótti og liðið mun veikjast. En það er spurning hvað það verður mikið. Það er búið að vera að bendla leikmenn og þjálfara við hin og þessi lið, en hvort að það sé eitthvað til í því veit ég ekki.“ Slæmt fyrir handboltann að missa Kielce Þá segir Þórir að félagið Kielce sé risastór klúbbur í alþjóðlegum handbolta og að það yrði virkilega slæmt að missa liðið í gjaldþrot. „Hann er mjög stór. Og bara fyrir pólskan handbolta væri það mjög slæmt að missa þetta lið því þetta er búið að vera dómínerandi lið í þessari pólsku deild síðustu tólf, þrettán ár eða eitthvað svoleiðis og vinna allt og spila í Meistaradeild. Svo hafa þeir fengið mikið af pólskum leikmönnum og stjörnum í liðið. Það er mikið áhorf og mikið fylgst með þessu liði þannig það væri helvíti slæmt fyrir deildina og bara handboltann. Þeir eru búnir að vera í Meistaradeildinni síðustu rúmlega tíu ár og vinna hana. Þetta yrði mjög slæmt ef þetta myndi gerast,“ sagði Þórir að lokum. Hægt er að hlusta á seinasta þátt af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir neðan, en vangaveltur Þóris um Kielce hefjast eftir rúmar 16 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Stórleikurinn á Hlíðarenda og ástandið hjá Kielce Seinni bylgjan Pólski handboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Þetta hefur komið upp af og til að þeir hafi átt í einhverjum fjárhagsvandræðum, en stundum hefur þetta bara verið til að setja pressu á sveitarfélagið eða einhverja sponsa,“ sagði Þórir um stöðu síns gamla félags. „Ég hef svo sem síðustu ár verið í sambandi við Hollendinginn sem stýrir þessu og það er svona ástæðan fyrir því að þeir eru í þessum vandræðum að hann þurfti að draga út sinn styrk því 80 prósent af hans fyrirtæki var með markað í Úkraínu. Þannig að hann þarf að draga verulega til baka það sem hann er að setja í þetta og fleiri styrktaraðilar.“ „Í þessum austantjaldslöndum þá heita liðin eftir styrktaraðilunum og þetta eru oft bara tveir til þrír styrktaraðilar sem eru með kannski 80 prósent fjármagn í þessum liðum. Það má svo lítið út af bregða. Ef einn styrktaraðilinn fer frá borði þá er þetta mikið fjármagn sem dettur frá í staðinn fyrir að ég veit að hjá Magdeburg þá má enginn vera stærri en 20 prósent. Þá er verið að dreifa svolítið álaginu og með marga styrktaraðila þannig að það hefur ekki eins mikil áhrif ef einhver dettur út. Það er kannski stærsta vandamálið þarna.“ Staðan alvarlegri en áður Eins og Þórir segir er þetta ekki í fyrsta skipti sem stórlið á borð við Kielce lendir í fjárhagsvandræðum. En hvernig er staðan hjá félaginu nú samanborið við fyrri dæmi? „Ég held að það sé aðeins meiri alvara í þessu heldur en hefur oft verið. Einhvern tíman fyrir einhverjum þrem eða fjórum árum þá talaði ég við þá varðandi þetta og þá voru þeir bara að setja pressu á að fá fleiri styrktaraðila inn og það var kannski lítið á bak við það. En mér sýnist núna miðað við þær fréttir sem maður er að fá að þetta sé bara grafalvarlegt mál. Þeim vantar styrktaraðila og það virðist vera mjög erfitt að fá þá.“ „Margir af þessum styrktaraðilum eru líka með markað fyrir austan sig í Úkraínu og Rússlandi og það hefur væntanlega allt dottið niður síðasta árið.“ Slapp sjálfur við fjárhagsvandræðin Þórir lék sjálfur hjá Kielce í þrjú ár frá árinu 2011. Þá hét félagið Vive Targi Kielce, en Þórir segir að ekki hafi komið upp fjárhagsvandamál hjá félaginu á hans tíma í Póllandi. „Nei það var í rauninni aldrei, en bara stuttu eftir að ég fór þá kom upp eitthvað svona mál þar sem var verið að setja einhverja pressu. En þeir hafa verið að skipta um styrktaraðila reglulega og liðið heitir eftir styrktaraðilanum. Bara eins og hérna væri Olís Nettó Valur eða eitthvað svoleiðis. Þú í rauninni bara kaupir liðið og átt sponsinn. Þess vegna eru nöfnin að breytast svolítið á þessum liðum eins og í Póllandi, Ungverjalandi og á fleiri stöðum.“ Telur ekki að félagið fari á hausinn en leikmenn gætu stokkið frá borði Í vikunni sendi Kielce frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að félagið myndi klára yfirstandandi tímabil, bæði í pólsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. „Eins og ég skil þetta ætla þeir að klára tímabilið og eru búnir að ná að tryggja það fjármagn. En einhvern tíman í mars kemur í ljós með framhaldið segja þeir.“ „Ég svosem átta mig ekki alveg á því hvernig það er,“ sagði Þórir aðspurður að því hvort hætta sé á því að Kielce fari einfaldlega á hausinn. „Ég myndi nú telja líkur á því að það fari ekki alveg á hausinn, en geti ekki verið að standa straum af háum launakostnaði fyrir þá leikmenn sem félagið er með. Þá mun væntanlega vera einhver flótti og liðið mun veikjast. En það er spurning hvað það verður mikið. Það er búið að vera að bendla leikmenn og þjálfara við hin og þessi lið, en hvort að það sé eitthvað til í því veit ég ekki.“ Slæmt fyrir handboltann að missa Kielce Þá segir Þórir að félagið Kielce sé risastór klúbbur í alþjóðlegum handbolta og að það yrði virkilega slæmt að missa liðið í gjaldþrot. „Hann er mjög stór. Og bara fyrir pólskan handbolta væri það mjög slæmt að missa þetta lið því þetta er búið að vera dómínerandi lið í þessari pólsku deild síðustu tólf, þrettán ár eða eitthvað svoleiðis og vinna allt og spila í Meistaradeild. Svo hafa þeir fengið mikið af pólskum leikmönnum og stjörnum í liðið. Það er mikið áhorf og mikið fylgst með þessu liði þannig það væri helvíti slæmt fyrir deildina og bara handboltann. Þeir eru búnir að vera í Meistaradeildinni síðustu rúmlega tíu ár og vinna hana. Þetta yrði mjög slæmt ef þetta myndi gerast,“ sagði Þórir að lokum. Hægt er að hlusta á seinasta þátt af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir neðan, en vangaveltur Þóris um Kielce hefjast eftir rúmar 16 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Stórleikurinn á Hlíðarenda og ástandið hjá Kielce
Seinni bylgjan Pólski handboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira