Skjóti skökku við að tefla fram „karlastétt með frekar há laun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. febrúar 2023 22:00 Konráð Guðjónsson er efnahagsráðgjafi SA. Vísir/Ívar Fannar Tíðinda er að vænta í vikunni í kjaradeilu Eflingar en að óbreyttu hefjast verkföll á þriðjudag. Sömuleiðis hefur verkfall verið boðað meðal flutningabílstjóra, sem Samtök atvinnulífsins hafa kallað hálaunastétt. Efnahagsráðgjafi SA stendur við það og segir það skjóta skökku við að hálaunaðri karlastétt sé teflt fram í baráttunni. Héraðsdómur tók í síðustu viku fyrir kröfu ríkissáttasemjara um að fá afhent félagatal Eflingar til að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu gæti farið fram. Félagsdómi var þá falið að athuga hvort að boðuð verkföll Eflingar væru ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir. Mögulget er að niðurstðaa liggi fyrir á morgun. Það gæti haft áhrif á framhaldið en eins og staðan er í dag hefst ótímabundið verkfall um 300 félagsmanna hjá Íslandshótelum á hádegi á þriðjudag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um boðuð verkföll um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 bílstjóra hjá olíufyrirtækjunum um kvöldið sama dag. Segja ekki hægt að véfengja gögnin Trúnaðarmaður Eflingar hjá Olíudreifingu segir fullyrðingar SA um há laun þeirra stéttari ekki standast skoðun. Á launaseðlum sem hann sendi fréttastofu kemur fram að mánaðarlaun séu ríflega 400 þúsund en vaktarálag og yfirvinna komi helst til hækkunar. Dæmi voru um að heildarlaun væru rétt rúm 600 þúsund með álagi. Efnahagsráðgjafi SA segir fullyrðingar þeirra byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum sem ekki sé hægt að véfengja með nokkrum launaseðlum. „Hæstu launin sem að við höfum upplýsingar um eru ein og hálf milljón á mánuði, þar vissulega er mikið um yfirvinnu bak við, en þetta er eitthvað um 900 þúsund sem er algengast að fólk sé,“ segir Konráð Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA. Furðar sig á útspilinu Laun séu þá mismunandi eftir árstíma. Vaktir séu að mestu leiti í dagvinnu og ekki þannig að bílstjórar vinni meira. „Hjá einu fyrirtæki til dæmis þá eru þetta að meðaltali sjö yfirvinnutímar á mánuði sem er innan við fimm prósent af heildarvinnutímanum. Þannig að nei, það virðist ekki vera þannig.“ Það veki þá ákveðna furðu að Efling hafi teflt þessum hópi fram. „Þegar það er verið að tala um það að það sé verið að berjast fyrir launum láglauna kvenna þá er karlastétt teflt fram sem er með frekar há laun í þessum hópi og það sé verið að berja sérstaklega fyrir hækkunum á launum hennar. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Konráð. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Héraðsdómur tók í síðustu viku fyrir kröfu ríkissáttasemjara um að fá afhent félagatal Eflingar til að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu gæti farið fram. Félagsdómi var þá falið að athuga hvort að boðuð verkföll Eflingar væru ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir. Mögulget er að niðurstðaa liggi fyrir á morgun. Það gæti haft áhrif á framhaldið en eins og staðan er í dag hefst ótímabundið verkfall um 300 félagsmanna hjá Íslandshótelum á hádegi á þriðjudag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um boðuð verkföll um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 bílstjóra hjá olíufyrirtækjunum um kvöldið sama dag. Segja ekki hægt að véfengja gögnin Trúnaðarmaður Eflingar hjá Olíudreifingu segir fullyrðingar SA um há laun þeirra stéttari ekki standast skoðun. Á launaseðlum sem hann sendi fréttastofu kemur fram að mánaðarlaun séu ríflega 400 þúsund en vaktarálag og yfirvinna komi helst til hækkunar. Dæmi voru um að heildarlaun væru rétt rúm 600 þúsund með álagi. Efnahagsráðgjafi SA segir fullyrðingar þeirra byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum sem ekki sé hægt að véfengja með nokkrum launaseðlum. „Hæstu launin sem að við höfum upplýsingar um eru ein og hálf milljón á mánuði, þar vissulega er mikið um yfirvinnu bak við, en þetta er eitthvað um 900 þúsund sem er algengast að fólk sé,“ segir Konráð Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA. Furðar sig á útspilinu Laun séu þá mismunandi eftir árstíma. Vaktir séu að mestu leiti í dagvinnu og ekki þannig að bílstjórar vinni meira. „Hjá einu fyrirtæki til dæmis þá eru þetta að meðaltali sjö yfirvinnutímar á mánuði sem er innan við fimm prósent af heildarvinnutímanum. Þannig að nei, það virðist ekki vera þannig.“ Það veki þá ákveðna furðu að Efling hafi teflt þessum hópi fram. „Þegar það er verið að tala um það að það sé verið að berjast fyrir launum láglauna kvenna þá er karlastétt teflt fram sem er með frekar há laun í þessum hópi og það sé verið að berja sérstaklega fyrir hækkunum á launum hennar. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Konráð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira