Skjóti skökku við að tefla fram „karlastétt með frekar há laun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. febrúar 2023 22:00 Konráð Guðjónsson er efnahagsráðgjafi SA. Vísir/Ívar Fannar Tíðinda er að vænta í vikunni í kjaradeilu Eflingar en að óbreyttu hefjast verkföll á þriðjudag. Sömuleiðis hefur verkfall verið boðað meðal flutningabílstjóra, sem Samtök atvinnulífsins hafa kallað hálaunastétt. Efnahagsráðgjafi SA stendur við það og segir það skjóta skökku við að hálaunaðri karlastétt sé teflt fram í baráttunni. Héraðsdómur tók í síðustu viku fyrir kröfu ríkissáttasemjara um að fá afhent félagatal Eflingar til að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu gæti farið fram. Félagsdómi var þá falið að athuga hvort að boðuð verkföll Eflingar væru ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir. Mögulget er að niðurstðaa liggi fyrir á morgun. Það gæti haft áhrif á framhaldið en eins og staðan er í dag hefst ótímabundið verkfall um 300 félagsmanna hjá Íslandshótelum á hádegi á þriðjudag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um boðuð verkföll um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 bílstjóra hjá olíufyrirtækjunum um kvöldið sama dag. Segja ekki hægt að véfengja gögnin Trúnaðarmaður Eflingar hjá Olíudreifingu segir fullyrðingar SA um há laun þeirra stéttari ekki standast skoðun. Á launaseðlum sem hann sendi fréttastofu kemur fram að mánaðarlaun séu ríflega 400 þúsund en vaktarálag og yfirvinna komi helst til hækkunar. Dæmi voru um að heildarlaun væru rétt rúm 600 þúsund með álagi. Efnahagsráðgjafi SA segir fullyrðingar þeirra byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum sem ekki sé hægt að véfengja með nokkrum launaseðlum. „Hæstu launin sem að við höfum upplýsingar um eru ein og hálf milljón á mánuði, þar vissulega er mikið um yfirvinnu bak við, en þetta er eitthvað um 900 þúsund sem er algengast að fólk sé,“ segir Konráð Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA. Furðar sig á útspilinu Laun séu þá mismunandi eftir árstíma. Vaktir séu að mestu leiti í dagvinnu og ekki þannig að bílstjórar vinni meira. „Hjá einu fyrirtæki til dæmis þá eru þetta að meðaltali sjö yfirvinnutímar á mánuði sem er innan við fimm prósent af heildarvinnutímanum. Þannig að nei, það virðist ekki vera þannig.“ Það veki þá ákveðna furðu að Efling hafi teflt þessum hópi fram. „Þegar það er verið að tala um það að það sé verið að berjast fyrir launum láglauna kvenna þá er karlastétt teflt fram sem er með frekar há laun í þessum hópi og það sé verið að berja sérstaklega fyrir hækkunum á launum hennar. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Konráð. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Héraðsdómur tók í síðustu viku fyrir kröfu ríkissáttasemjara um að fá afhent félagatal Eflingar til að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu gæti farið fram. Félagsdómi var þá falið að athuga hvort að boðuð verkföll Eflingar væru ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir. Mögulget er að niðurstðaa liggi fyrir á morgun. Það gæti haft áhrif á framhaldið en eins og staðan er í dag hefst ótímabundið verkfall um 300 félagsmanna hjá Íslandshótelum á hádegi á þriðjudag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um boðuð verkföll um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 bílstjóra hjá olíufyrirtækjunum um kvöldið sama dag. Segja ekki hægt að véfengja gögnin Trúnaðarmaður Eflingar hjá Olíudreifingu segir fullyrðingar SA um há laun þeirra stéttari ekki standast skoðun. Á launaseðlum sem hann sendi fréttastofu kemur fram að mánaðarlaun séu ríflega 400 þúsund en vaktarálag og yfirvinna komi helst til hækkunar. Dæmi voru um að heildarlaun væru rétt rúm 600 þúsund með álagi. Efnahagsráðgjafi SA segir fullyrðingar þeirra byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum sem ekki sé hægt að véfengja með nokkrum launaseðlum. „Hæstu launin sem að við höfum upplýsingar um eru ein og hálf milljón á mánuði, þar vissulega er mikið um yfirvinnu bak við, en þetta er eitthvað um 900 þúsund sem er algengast að fólk sé,“ segir Konráð Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA. Furðar sig á útspilinu Laun séu þá mismunandi eftir árstíma. Vaktir séu að mestu leiti í dagvinnu og ekki þannig að bílstjórar vinni meira. „Hjá einu fyrirtæki til dæmis þá eru þetta að meðaltali sjö yfirvinnutímar á mánuði sem er innan við fimm prósent af heildarvinnutímanum. Þannig að nei, það virðist ekki vera þannig.“ Það veki þá ákveðna furðu að Efling hafi teflt þessum hópi fram. „Þegar það er verið að tala um það að það sé verið að berjast fyrir launum láglauna kvenna þá er karlastétt teflt fram sem er með frekar há laun í þessum hópi og það sé verið að berja sérstaklega fyrir hækkunum á launum hennar. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Konráð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira