Von er á dómi í héraði hvað félagatalið varðar upp úr klukkan 13:15. Þá er von á dómi í Félagsdómi varðandi lögmæti boðaðs verkfalls á morgun klukkan 14:30. Fréttastofa verður á svæðinu og greinir jafnóðum frá því sem fram fer.
Þá ræðir fréttamaður okkar við fulltrúa málsaðila á staðnum hverju sinni.
Hægt er að fylgjast með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Smellið á F5 ef hún birtist ekki strax.
Uppfært klukkan 15:15
Þá hafa bæði héraðsdómur og Félagsdómur komist að niðurstöðu. Efling á að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Verkfall Eflingar sem hefst að óbreyttu á hádegi á morgun er lögmætt.