Börn mega og geta tilkynnt sjálf um ofbeldi á neti Þóra Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 07:31 Öll viljum við hjálpa börnum sem beitt eru ofbeldi og áreiti og helst af öllu koma í veg fyrir það með öllu. En ef og þá þegar börn verða fyrir ofbeldi og áreiti verða þau að hafa greiða leið til að segja frá því, kalla eftir aðstoð og fá hjálp. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og þau eiga rétt á að fá aðstoð við að vinna sig frá þeirri erfiðu reynslu. Oft reyna börn að segja frá ofbeldinu og kalla eftir aðstoð frá fullorðnum og sínum nánustu. Börn fá ekki alltaf þá aðstoð sem þau þurfa á að halda því það er allur gangur á því hvort hlustað sé á það sem þau reyna að segja. Ef ekki er brugðist við, þurfa börn líka að hafa leiðir til að bregðast við sjálf. Börn eiga rétt á því að kalla á aðstoð sjálf ef aðstandendur eða fólk í þeirra næsta umhverfi hjálpar ekki, og láta vita af ofbeldi gegn sér, á neti og annars staðar. Ábendingalína Barnaheilla tekur við tilkynningum um ofbeldi og áreiti gagnvart börnum á neti og þangað geta börn líka tilkynnt sjálf, með beinum hætti. Ábendingalínan er aðgengileg öllum börnum og er aldursskipt; fyrir yngri en 15 ára, 15-17 ára og 18 ára og eldri. Í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins, sem er í dag 7. febrúar, gefa Barnaheill – Save the Children á Íslandi út nýtt veggspjald sem dreift er í grunn- og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar og ungmennahús, íþróttahús og sundlaugar og hvarvetna þar sem börn sækja sér þjónustu og halda til. Veggspjaldið er hannað með það í huga að einfalt sé fyrir börn að nýta sér það og komast með einu skanni í gegnum síma inn á Ábendingalínuna. Barnaheill auðvelda þannig börnum að leita sér aðstoðar lendi þau í vanda á neti eða verða fyrir ofbeldi, kynferðislegri áreitni eða tælingu. Til Ábendingalínunnar er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu, svo sem kynferðisofbeldi, tælingu, áreitni, hatursorðræðu, annars konar ofbeldi, einelti og fleira. Ábendingalína Barnaheilla sem rekin er í samstarfi við Ríkislögreglustjóra, er hluti af Netöryggismiðstöð SAFT, ásamt Heimili og skóla og Rauða krossinum sem rekur hjálparsímann 1717. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu neti ábendingalína um allan heim í gegnum regnhlífasamtökin INHOPE. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum. Samtökin hvetja öll til að hjálpast að við að vinna gegn ofbeldi á börnum og koma börnum til aðstoðar þegar þau segja frá. Höfundur er verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Öll viljum við hjálpa börnum sem beitt eru ofbeldi og áreiti og helst af öllu koma í veg fyrir það með öllu. En ef og þá þegar börn verða fyrir ofbeldi og áreiti verða þau að hafa greiða leið til að segja frá því, kalla eftir aðstoð og fá hjálp. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og þau eiga rétt á að fá aðstoð við að vinna sig frá þeirri erfiðu reynslu. Oft reyna börn að segja frá ofbeldinu og kalla eftir aðstoð frá fullorðnum og sínum nánustu. Börn fá ekki alltaf þá aðstoð sem þau þurfa á að halda því það er allur gangur á því hvort hlustað sé á það sem þau reyna að segja. Ef ekki er brugðist við, þurfa börn líka að hafa leiðir til að bregðast við sjálf. Börn eiga rétt á því að kalla á aðstoð sjálf ef aðstandendur eða fólk í þeirra næsta umhverfi hjálpar ekki, og láta vita af ofbeldi gegn sér, á neti og annars staðar. Ábendingalína Barnaheilla tekur við tilkynningum um ofbeldi og áreiti gagnvart börnum á neti og þangað geta börn líka tilkynnt sjálf, með beinum hætti. Ábendingalínan er aðgengileg öllum börnum og er aldursskipt; fyrir yngri en 15 ára, 15-17 ára og 18 ára og eldri. Í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins, sem er í dag 7. febrúar, gefa Barnaheill – Save the Children á Íslandi út nýtt veggspjald sem dreift er í grunn- og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar og ungmennahús, íþróttahús og sundlaugar og hvarvetna þar sem börn sækja sér þjónustu og halda til. Veggspjaldið er hannað með það í huga að einfalt sé fyrir börn að nýta sér það og komast með einu skanni í gegnum síma inn á Ábendingalínuna. Barnaheill auðvelda þannig börnum að leita sér aðstoðar lendi þau í vanda á neti eða verða fyrir ofbeldi, kynferðislegri áreitni eða tælingu. Til Ábendingalínunnar er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu, svo sem kynferðisofbeldi, tælingu, áreitni, hatursorðræðu, annars konar ofbeldi, einelti og fleira. Ábendingalína Barnaheilla sem rekin er í samstarfi við Ríkislögreglustjóra, er hluti af Netöryggismiðstöð SAFT, ásamt Heimili og skóla og Rauða krossinum sem rekur hjálparsímann 1717. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu neti ábendingalína um allan heim í gegnum regnhlífasamtökin INHOPE. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum. Samtökin hvetja öll til að hjálpast að við að vinna gegn ofbeldi á börnum og koma börnum til aðstoðar þegar þau segja frá. Höfundur er verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun