„Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2023 20:15 Jóhann Már Helgason, sérfræðingur í fjármálum knattspyrnufélaga. Vísir/Sigurjón Enska úrvalsdeildin ákvað í dag að kæra Manchester City fyrir yfir eitt hundrað brot á fjárhagsreglum deildarinnar. Sú ákvörðun gæti haft alvarlega afleiðingar. „Það má segja að þetta sé framhald af málinu sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, höfðaði gegn Manchester City á sínum tíma. Það sneri að gagnaleka sem átti sér stað árið 2017 eftir að þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti ítarlega grein. Hún fjallaði um það að Man City er búið að oftelja tekjur frá styrktaraðilum, þá aðallega samninginn við Etihad þar sem þeir eru að þiggja greiðslur frá þriðja aðila og Etihad er að borga þeim töluvert lægri fjárhæðir fyrir vikið,“ segir Jóhann Már. „Þetta er ólöglegt og nú er enska úrvalsdeildin búin að höfða mál gegn Man City og ef illa fer gæti félagið verið í slæmum málum.“ „Einnig er vert að taka fram að þjálfarinn Roberto Mancini, fyrrverandi þjálfari liðsins, var talinn hafa þegið greiðslur frá þriðja aðila líka. Aðeins hluti af greiðslunum kom frá Man City, þá ertu farinn að vantelja gjöld og þá er þetta allt hálfgert bókhalds-fiff.“ Hversu langan tíma gæti tekið að fá niðurstöðu í málið? „Erfitt að segja til um það því ég held að þessi niðurstaða frá þessum félagsdómi sem nú tekur til starfa þarf ekki að vera of löng en Man City mun væntanlega áfrýja ef þeir tapa og þá mun það mál vera rekið fyrir breskum dómstólum. Það gæti tekið býsna langan tíma.“ Hverjar gætu orðið afleiðingarnar? „Gætu verið sviptir titlunum sem þeir unnu frá frá 2009 til 2018. Það eru þrír úrvalsdeildartitlar ásamt einum bikartitli og þremur deildarbikartitlum. Einnig gætu þeir verið felldir niður um deild, fengið stórar fjársektir, æðstu stjórnendur dæmdir í löng bönn eða þá misst stig á yfirstandandi tímabili.“ „Það er í raun allt upp á borðinu þar sem það eru engin fordæmi fyrir þessu. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi á þessu stigi,“ sagði Jóhann Már að lokum. Fótbolti Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira
„Það má segja að þetta sé framhald af málinu sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, höfðaði gegn Manchester City á sínum tíma. Það sneri að gagnaleka sem átti sér stað árið 2017 eftir að þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti ítarlega grein. Hún fjallaði um það að Man City er búið að oftelja tekjur frá styrktaraðilum, þá aðallega samninginn við Etihad þar sem þeir eru að þiggja greiðslur frá þriðja aðila og Etihad er að borga þeim töluvert lægri fjárhæðir fyrir vikið,“ segir Jóhann Már. „Þetta er ólöglegt og nú er enska úrvalsdeildin búin að höfða mál gegn Man City og ef illa fer gæti félagið verið í slæmum málum.“ „Einnig er vert að taka fram að þjálfarinn Roberto Mancini, fyrrverandi þjálfari liðsins, var talinn hafa þegið greiðslur frá þriðja aðila líka. Aðeins hluti af greiðslunum kom frá Man City, þá ertu farinn að vantelja gjöld og þá er þetta allt hálfgert bókhalds-fiff.“ Hversu langan tíma gæti tekið að fá niðurstöðu í málið? „Erfitt að segja til um það því ég held að þessi niðurstaða frá þessum félagsdómi sem nú tekur til starfa þarf ekki að vera of löng en Man City mun væntanlega áfrýja ef þeir tapa og þá mun það mál vera rekið fyrir breskum dómstólum. Það gæti tekið býsna langan tíma.“ Hverjar gætu orðið afleiðingarnar? „Gætu verið sviptir titlunum sem þeir unnu frá frá 2009 til 2018. Það eru þrír úrvalsdeildartitlar ásamt einum bikartitli og þremur deildarbikartitlum. Einnig gætu þeir verið felldir niður um deild, fengið stórar fjársektir, æðstu stjórnendur dæmdir í löng bönn eða þá misst stig á yfirstandandi tímabili.“ „Það er í raun allt upp á borðinu þar sem það eru engin fordæmi fyrir þessu. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi á þessu stigi,“ sagði Jóhann Már að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira