Segir kjörskrána ekki vera til Máni Snær Þorláksson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 11:27 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir/Arnar Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir næstu skref Eflingarliða á skrifstofu stéttarfélagsins í dag. „Klukkan 12 á hádegi leggja Eflingarfélagar á þessum hótelum niður störf. Við hittumst í Iðnó, komum þar saman, förum yfir stöðuna, fólk skráir sig þar vegna verkfallsstyrks og fólk getur jafnframt skráð sig til að taka þátt í verkfallsvörslu. Svo auðvitað notum við tækifærið til þess að ræða málin, heyra skoðanir hvers annars og svo framvegis,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Til viðbótar við verkföll dagsins mun atkvæðagreiðslu starfsmanna Samskipa, Olíudreifingar, Skeljungs, Berjaya hótela og Edition hótelsins um verkfallsboðun ljúka klukkan sex síðdegis. Verði hún samþykkt leggja þessir 600 félagsmenn Eflingar niður störf klukkan tólf á hádegi á miðvikudaginn eftir viku, 15. febrúar. Í gær féll dómur í héraðsdómi sem gerir Eflingu skylt að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína svo atkvæðagreiðsla geti farið fram um miðlunartillögu. Sólveig segir að Efling ætli sér að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms. „Ég get svo sem ekki sagt meira til um það akkúrat núna annað en að það er það sem við munum gera.“ Klippa: Sólveig afar vel stemmd fyrir verkfallsdegi Kjörskráin ekki til Aðspurð um það hvort það skjóti ekki skökku við að fara í verkfallsaðgerðir þar sem ekki hefur verið greitt atkvæði um miðlunartillöguna svarar Sólveig neitandi. Hún vísar í úrskurðinn sem féll í Félagsdómi í gær en hann kvað um að verkfallsaðgerðir Eflingar væru lögmætar. „Afstaða Eflingar er sú að miðlunartillagan er ólögleg og við munum áfrýja niðurstöðu héraðsdóms um að við eigum að afhenda þessa kjörskrá. Þangað til niðurstaða liggur þar fyrir ætlum við okkur ekki að afhenda kjörskránna. Það er staðan eins og hún er akkúrat núna.“ Þá segir Sólveig að kjörskráin sé ekki til: „Okkur ber ekki skylda til þess að útbúa gögn sem ekki eru til, þessi kjörskrá er ekki til. Við auðvitað hljótum að fá að njóta sömu réttinda og aðrir í þessu samfélagi. Í héraðsdómi og í Félagsdómi var farið fram á flýtimeðferð af hálfu þeirra sem þar lögðu fram annars vegar þessa aðferðarbeiðni og svo stefnuna. Þær flýtimeðferðir voru samþykktar, þetta tók allt í allt einhverja fjóra sólarhringa. Ég bara trúi ekki öðru en að fallist verði á kröfu Eflingar um flýtimeðferð í áfrýjunarmáli okkar. Ef það verður ekki gert þá er það að mínu viti stórkostlega furðulegt og til marks um að það sé sannarlega mjög misjafnt gefið hér í þessu kerfi okkar. Ef að við fáum niðurstöðu um að það verði sannarlega flýtimeðferð þá liggur úrskurður fyrir mjög fljótlega ef við bara horfum á það hvað þetta tók stuttan tíma bæði í héraðsdómi og félagsdómi. Ég meina, fjórir sólarhringar, það er ekki lengi að bíða. Þannig þá ætti nú að vera komin endanleg niðurstaða í þetta mál og þangað til að hún liggur fyrir þá er það afstaða Eflingar að ekki eigi að útbúa og afhenda kjörskrána.“ Vill fá staðgengil í stað Aðalsteins Sólveig segist gera ráð fyrir því að ríkissáttasemjari muni ganga „mjög hart“ á eftir því að fá kjörskrána afhenta. „Það er þá kannski mikilvægt að það komi fram núna að Efling hefur farið fram á það að ríkissáttasemjari víki úr sæti í þessari deilu og að staðgengill hans verði skipaður,“ segir hún. „Vegna þess að það er náttúrulega augljóst að ríkissáttasemjari hefur af einhverjum ástæðum stillt sér upp sem andstæðing samninganefndar Eflingar. Það hlýtur að vera öllum ljóst á þessum tímapunkti að hann getur ekki haldið áfram að vera með þetta mál hjá sér. Það þarf annar að koma til svo það sé einhver möguleiki á því að þetta að þetta mál leysist.“ Sólveig telur ekki að málið sé orðið persónulegt. Hún vonar að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari taki kröfu Eflingar til sín. „Nú höfum við bara sent inn þessa kröfu, mjög ítarlega rökstudda. Ég vona bara að hann átti sig á því að eigi einhver von að vera til þess að við komumst upp úr þessum hræðilega stað sem hann hefur komið okkur á og getum haldið áfram að gera það sem við auðvitað viljum gera, finna leið til þess að ganga frá kjarasamningi á milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, þá einfaldlega verður að skipa staðgengil í hans stað.“ „Ég bókstaflega skil ekkert hvað menn eru að fara“ Samtök Atvinnulífsins hafa gefið út að þau ætli að sækjast eftir því að fá allt tjón bætt sem fyrirtæki á þeirra vegum verða fyrir út af verkfallsaðgerðum. Sólveig svarar því og ítrekar að um löglegar verkfallsaðgerðir er að ræða. „Þetta eru löglegar verkfallsaðgerðir þannig ég bókstaflega skil ekkert hvað menn eru að fara.“ Sólveig reiknar með að hún eigi sjálf eftir að sinna verkfallsvörslu í dag. „Já ég reikna fastlega með því að ég muni, ásamt félögum mínum úr samninganefnd og ásamt því fólki sem mun innan skamms leggja niður störf, taka þátt í því að fara á milli vinnustaða og gæta að því að ekki sé verið að fremja verkfallsbrot.“ Hefur ekki fengið boð á sáttafund Sólveig segir svo að það sé ekki rétt að boðaður hafi verið sáttafundur hjá ríkissáttasemjara klukkan 15:30 í dag. „Það hefur enginn slíkur fundur verið boðaður. Það kom póstur í gær um að mögulega yrði af slíkum fundi en ekkert formlegt fundarboð hefur borist.“ Klukkan sex lýkur atkvæðagreiðslu um næstu skref aðgerða, hvernig skynjarðu þann hóp sem er að greiða atkvæði? „Ég tel að þær verkfallsboðanir verði samþykktar.“ Hvernig er stemningin í fólki í dag? „Stemningin er áfram góð hjá okkur í samninganefnd Eflingar. Við vorum hér með góðan fund í gær þar sem við fórum yfir þá atburðarrás sem þá hafði átt sér stað og hvað fram undan væri. Við bara auðvitað erum full af eldmóði og baráttuvilja og stöndum þétt saman áfram eins og við höfum gert í gegnum alla þessa ótrúlega atburðarrás sem við höfum verið neydd til þess að taka þátt í.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir næstu skref Eflingarliða á skrifstofu stéttarfélagsins í dag. „Klukkan 12 á hádegi leggja Eflingarfélagar á þessum hótelum niður störf. Við hittumst í Iðnó, komum þar saman, förum yfir stöðuna, fólk skráir sig þar vegna verkfallsstyrks og fólk getur jafnframt skráð sig til að taka þátt í verkfallsvörslu. Svo auðvitað notum við tækifærið til þess að ræða málin, heyra skoðanir hvers annars og svo framvegis,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Til viðbótar við verkföll dagsins mun atkvæðagreiðslu starfsmanna Samskipa, Olíudreifingar, Skeljungs, Berjaya hótela og Edition hótelsins um verkfallsboðun ljúka klukkan sex síðdegis. Verði hún samþykkt leggja þessir 600 félagsmenn Eflingar niður störf klukkan tólf á hádegi á miðvikudaginn eftir viku, 15. febrúar. Í gær féll dómur í héraðsdómi sem gerir Eflingu skylt að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína svo atkvæðagreiðsla geti farið fram um miðlunartillögu. Sólveig segir að Efling ætli sér að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms. „Ég get svo sem ekki sagt meira til um það akkúrat núna annað en að það er það sem við munum gera.“ Klippa: Sólveig afar vel stemmd fyrir verkfallsdegi Kjörskráin ekki til Aðspurð um það hvort það skjóti ekki skökku við að fara í verkfallsaðgerðir þar sem ekki hefur verið greitt atkvæði um miðlunartillöguna svarar Sólveig neitandi. Hún vísar í úrskurðinn sem féll í Félagsdómi í gær en hann kvað um að verkfallsaðgerðir Eflingar væru lögmætar. „Afstaða Eflingar er sú að miðlunartillagan er ólögleg og við munum áfrýja niðurstöðu héraðsdóms um að við eigum að afhenda þessa kjörskrá. Þangað til niðurstaða liggur þar fyrir ætlum við okkur ekki að afhenda kjörskránna. Það er staðan eins og hún er akkúrat núna.“ Þá segir Sólveig að kjörskráin sé ekki til: „Okkur ber ekki skylda til þess að útbúa gögn sem ekki eru til, þessi kjörskrá er ekki til. Við auðvitað hljótum að fá að njóta sömu réttinda og aðrir í þessu samfélagi. Í héraðsdómi og í Félagsdómi var farið fram á flýtimeðferð af hálfu þeirra sem þar lögðu fram annars vegar þessa aðferðarbeiðni og svo stefnuna. Þær flýtimeðferðir voru samþykktar, þetta tók allt í allt einhverja fjóra sólarhringa. Ég bara trúi ekki öðru en að fallist verði á kröfu Eflingar um flýtimeðferð í áfrýjunarmáli okkar. Ef það verður ekki gert þá er það að mínu viti stórkostlega furðulegt og til marks um að það sé sannarlega mjög misjafnt gefið hér í þessu kerfi okkar. Ef að við fáum niðurstöðu um að það verði sannarlega flýtimeðferð þá liggur úrskurður fyrir mjög fljótlega ef við bara horfum á það hvað þetta tók stuttan tíma bæði í héraðsdómi og félagsdómi. Ég meina, fjórir sólarhringar, það er ekki lengi að bíða. Þannig þá ætti nú að vera komin endanleg niðurstaða í þetta mál og þangað til að hún liggur fyrir þá er það afstaða Eflingar að ekki eigi að útbúa og afhenda kjörskrána.“ Vill fá staðgengil í stað Aðalsteins Sólveig segist gera ráð fyrir því að ríkissáttasemjari muni ganga „mjög hart“ á eftir því að fá kjörskrána afhenta. „Það er þá kannski mikilvægt að það komi fram núna að Efling hefur farið fram á það að ríkissáttasemjari víki úr sæti í þessari deilu og að staðgengill hans verði skipaður,“ segir hún. „Vegna þess að það er náttúrulega augljóst að ríkissáttasemjari hefur af einhverjum ástæðum stillt sér upp sem andstæðing samninganefndar Eflingar. Það hlýtur að vera öllum ljóst á þessum tímapunkti að hann getur ekki haldið áfram að vera með þetta mál hjá sér. Það þarf annar að koma til svo það sé einhver möguleiki á því að þetta að þetta mál leysist.“ Sólveig telur ekki að málið sé orðið persónulegt. Hún vonar að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari taki kröfu Eflingar til sín. „Nú höfum við bara sent inn þessa kröfu, mjög ítarlega rökstudda. Ég vona bara að hann átti sig á því að eigi einhver von að vera til þess að við komumst upp úr þessum hræðilega stað sem hann hefur komið okkur á og getum haldið áfram að gera það sem við auðvitað viljum gera, finna leið til þess að ganga frá kjarasamningi á milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, þá einfaldlega verður að skipa staðgengil í hans stað.“ „Ég bókstaflega skil ekkert hvað menn eru að fara“ Samtök Atvinnulífsins hafa gefið út að þau ætli að sækjast eftir því að fá allt tjón bætt sem fyrirtæki á þeirra vegum verða fyrir út af verkfallsaðgerðum. Sólveig svarar því og ítrekar að um löglegar verkfallsaðgerðir er að ræða. „Þetta eru löglegar verkfallsaðgerðir þannig ég bókstaflega skil ekkert hvað menn eru að fara.“ Sólveig reiknar með að hún eigi sjálf eftir að sinna verkfallsvörslu í dag. „Já ég reikna fastlega með því að ég muni, ásamt félögum mínum úr samninganefnd og ásamt því fólki sem mun innan skamms leggja niður störf, taka þátt í því að fara á milli vinnustaða og gæta að því að ekki sé verið að fremja verkfallsbrot.“ Hefur ekki fengið boð á sáttafund Sólveig segir svo að það sé ekki rétt að boðaður hafi verið sáttafundur hjá ríkissáttasemjara klukkan 15:30 í dag. „Það hefur enginn slíkur fundur verið boðaður. Það kom póstur í gær um að mögulega yrði af slíkum fundi en ekkert formlegt fundarboð hefur borist.“ Klukkan sex lýkur atkvæðagreiðslu um næstu skref aðgerða, hvernig skynjarðu þann hóp sem er að greiða atkvæði? „Ég tel að þær verkfallsboðanir verði samþykktar.“ Hvernig er stemningin í fólki í dag? „Stemningin er áfram góð hjá okkur í samninganefnd Eflingar. Við vorum hér með góðan fund í gær þar sem við fórum yfir þá atburðarrás sem þá hafði átt sér stað og hvað fram undan væri. Við bara auðvitað erum full af eldmóði og baráttuvilja og stöndum þétt saman áfram eins og við höfum gert í gegnum alla þessa ótrúlega atburðarrás sem við höfum verið neydd til þess að taka þátt í.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira