Meðal keppenda eru þau Kolbeinn Höður Gunnarsson og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem hafa bæði slegið fleiri en eitt Íslandsmet á þessu innanhúss tímabili.
Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku á mótinu gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi.
Alls munu fjórar konur og sex karla fara á mótið frá Íslandi. Guðmundur Hólmar Jónsson og Hermann Þór Haraldsson þjálfa liðið og Íris Berg Bryde er liðstjóri.
- Landslið kvenna:
- Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) / 60m, 200m
- Irma Gunnarsdóttir (FH) / langstökk
- Hafdís Sigurðardóttir (UFA) / langstökk
- Vigdís Jónsdóttir (ÍR) / lóðkast
- Landslið karla:
- Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) / 60m, 200m
- Ísak Óli Traustason (UMSS) / 60m grind.
- Daníel Ingi Egilsson (FH) / Þrístökk
- Elías Óli Hilmarsson (FH) / Hástökk
- Guðni Valur Guðnason (ÍR) / Kúluvarp
- Sindri Lárusson (UFA) / Kúluvarp