„Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2023 14:55 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Þar segir að nú þegar aukin þekking og reynsla hafi byggst upp innan stjórnsýslunnar, sé mikilvægt bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram veginn. „Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Í skýrslunni er að finna 23 ábendingar og tillögur til úrbóta sem beinast til sex aðila, en ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. Mikilvægt innlegg í stefnumótun sem framundan er SFS segir í yfirlýsingunni sinni í skýrslunni kenni ýmissa grasa og að meðal annars séu settar fram skilgreindar ábendingar um úrbætur til þeirra stofnana sem fari með stjórnsýslu fiskeldis. „Flestar eiga þær sammerkt að hafa það að markmiði að tryggja samræmda löggjöf og framkvæmd á ábyrgðarsviðum viðkomandi stofnana og efla samstarf og eftirlit með stjórnsýslu fiskeldis, en einnig er þar að finna ábendingar sem lúta að því að hámarka heildarnýtingu eldissvæða. Að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er ljóst að þessar ábendingar munu reynast mikilvægt innlegg í fyrirhugaða stefnumótun matvælaráðuneytisins um framtíð fiskeldis.“ Vísir/Vilhelm „Sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt“ Áfram segir að í gegnum tíðina hafi ótal tilraunir verið gerðar til þess að ala fisk í sjó. Ekki séu mörg ár síðan þessar tilraunir hafi farið að skila árangri og fiskeldi hafi því farið vaxandi. „Stjórnvöld hafa af þessum sökum átt verðugt verkefni fyrir höndum. Sumt hefur tekist vel, en annað síður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar beinir einmitt sjónum að því síðargreinda og það var nauðsynlegt. Nú þegar aukin þekking og reynsla hefur byggst upp innan stjórnsýslunnar, er einmitt mikilvægt bæta úr því sem aflaga hefur farið og horfa fram veginn. Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt. Ef fram heldur sem horfir, mun fiskeldi verða öflugur grunnatvinuvegur og mikilvæg stoð í efnahag og hagsæld landsins. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra, að vel takist til á þeirri vegferð,“ segir í yfirlýsingu SFS. Fiskeldi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Þar segir að nú þegar aukin þekking og reynsla hafi byggst upp innan stjórnsýslunnar, sé mikilvægt bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram veginn. „Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Í skýrslunni er að finna 23 ábendingar og tillögur til úrbóta sem beinast til sex aðila, en ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. Mikilvægt innlegg í stefnumótun sem framundan er SFS segir í yfirlýsingunni sinni í skýrslunni kenni ýmissa grasa og að meðal annars séu settar fram skilgreindar ábendingar um úrbætur til þeirra stofnana sem fari með stjórnsýslu fiskeldis. „Flestar eiga þær sammerkt að hafa það að markmiði að tryggja samræmda löggjöf og framkvæmd á ábyrgðarsviðum viðkomandi stofnana og efla samstarf og eftirlit með stjórnsýslu fiskeldis, en einnig er þar að finna ábendingar sem lúta að því að hámarka heildarnýtingu eldissvæða. Að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er ljóst að þessar ábendingar munu reynast mikilvægt innlegg í fyrirhugaða stefnumótun matvælaráðuneytisins um framtíð fiskeldis.“ Vísir/Vilhelm „Sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt“ Áfram segir að í gegnum tíðina hafi ótal tilraunir verið gerðar til þess að ala fisk í sjó. Ekki séu mörg ár síðan þessar tilraunir hafi farið að skila árangri og fiskeldi hafi því farið vaxandi. „Stjórnvöld hafa af þessum sökum átt verðugt verkefni fyrir höndum. Sumt hefur tekist vel, en annað síður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar beinir einmitt sjónum að því síðargreinda og það var nauðsynlegt. Nú þegar aukin þekking og reynsla hefur byggst upp innan stjórnsýslunnar, er einmitt mikilvægt bæta úr því sem aflaga hefur farið og horfa fram veginn. Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt. Ef fram heldur sem horfir, mun fiskeldi verða öflugur grunnatvinuvegur og mikilvæg stoð í efnahag og hagsæld landsins. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra, að vel takist til á þeirri vegferð,“ segir í yfirlýsingu SFS.
Fiskeldi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00