Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2023 11:29 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. Peningastefnunefnd bankans ákvað í morgun að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur, úr 6,0 í 6,5 prósent. Um er að ræða elleftu stýrivaxtahækkunina í röð. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí 2021, þegar þeir voru 0,75 prósent. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og hefur farið hækkandi eftir hjöðnun í haust. Um var að ræða fyrst fund nefndarinnar á nýju ári. Síðasta stýrivaxtahækkun var í nóvember. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans, kynntu ákvörðunina í morgun. Þar voru þau beðin um að útskýra ákvörðun nefndarinnar. „Það er erfitt að ætla að nefna einn þátt vegna þess að í rauninni hefur allt lagst gegn okkur frá síðasta fundi. Krónan hefur lækkað. Kjarasamningar voru miklu dýrari en við höfðum gert ráð fyrir og sá helmingur vinnumarkaðarins sem á eftir að semja heimtar enn meiri launahækkanir heldur en hafa komið fram. Aðhald í ríkisfjármálum hefur minnkað frá því sem var áður. Þannig að það er eiginlega allt að leggjast gegn okkur,“ sagði Ásgeir. Benti hann á að 2,5 prósentuverðbólgumarkmið bankans væri fjarlægt eins og staðan væri núna, „Enda sjáum við það að verðbólga er núna 9,9 prósent og hefur verið að aukast á nýjan leik. Seðlabankinn dró stutta stráið, Við þurfum að gera eitthvað í málinu og ná niður verðbólgu. Það liggur alveg fyrir,“ sagði Ásgeir. Markmið bankans væri að verja þær krónur sem samið var um í nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Svo líka lítum við á að þessir kjarasamningar, sem eru til skamms tíma og hafa verið gerðir, að þeir gefi okkur glugga eða svigrúm til að á niður verðbólgu. Nú er búið að semja um launahækkanir, nú kemur að Seðlabankanum að reyna að tryggja það að þessar krónar sem samið er um verði ekki étnar upp í verðbólgu,“ sagði Ásgeir. Spili sóló á allt önnur mörk Á fundinum Ásgeir og Rannveig ítrekað spurð út í hina svokölluðu framsýnu leiðsögn sem fylgdi yfirlýsingu peningastefnunefndar, þar sem fram kemur að nefndin telji líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma. Frá vinstri til hægri: Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttur varaseðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Greip Rannveig þá til knattspyrnulíkingar, eins og hún hefur gert á síðustu fundum Seðlabankans þar sem stýrivaxtahækkanir eru rökstuddar. „Hætta mér inn á fótboltavöllinn og fara aftur að tala um bolta. Á síðasta fundi sagði ég að ef aðrir spiluðu ekki með þá myndi Seðlabankinn taka þetta og spila sóló. Þegar Ásgeir gaf boltann upp í október til aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera gerðum við faktískt ekki ráð fyrir því að þeir myndi bara spila sóló á einhver allt önnur mörk,“ sagði Rannveig. „Eða skora sjálfsmark eiginlega, öllu heldur,“ greip Ásgeir þá inn í „Jafnvel,“ svaraði Rannveig orðum Ásgeirs. Vísaði hún þá í nokkuð beitt skilaboð Ásgeirs til aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera í október, þar sem hann sagði ef vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið tækju við boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni þyrfti Seðlabankinn ekki að beita vaxtaækjunum jafn mikið. Rannveig vísaði einnig í eigin orð frá fundi Seðlabankans í nóvember, þar sem hún sagði alveg ljóst að Seðlabankinn myndi spila sóló, ef aðrir spiluðu ekki með í baráttunni gegn verðbólgunni. Á fundinum í morgun velti hún því upp hvort að aðilar vinnumarkaðarins og hins opinbæra væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. „Það er bara alveg ljóst að minna aðhald hjá hinu opinbera og þessir miklu dýru kjarasamningar, það þýðir ekki einu sinni að hafa eins og við höfum verið með í framsýnu leiðsögninni að í rauninni biðla til þessa aðila að spila með. Þeir eru greinilega í einhverjum öðrum veruleika.“ Benti hún á síðar á fundinum að það væru þrír aðilar hér á landi sem hafi mest áhrif á þjóðarbúskapinn. „Það er vinnumarkaðurinn, það er hið opinbera og það erum við. Þegar þessar ákvarðanir leiða af sér svona mikinn verðbólguþrýsting þá eigum við engra annarra kosta völ en að nota þessa tæki sem Alþingi hefur falið okkur að nota til þess að ná verðbólgumarkmiði sem okkur hefur verið falið að reyna að halda.“ Horfa má á fund Seðlabankans í heild sinni hér að neðan. Kjaraviðræður 2022-23 Verðlag Seðlabankinn Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Ellefta hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 6,5 prósent. 8. febrúar 2023 08:31 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Peningastefnunefnd bankans ákvað í morgun að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur, úr 6,0 í 6,5 prósent. Um er að ræða elleftu stýrivaxtahækkunina í röð. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí 2021, þegar þeir voru 0,75 prósent. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og hefur farið hækkandi eftir hjöðnun í haust. Um var að ræða fyrst fund nefndarinnar á nýju ári. Síðasta stýrivaxtahækkun var í nóvember. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans, kynntu ákvörðunina í morgun. Þar voru þau beðin um að útskýra ákvörðun nefndarinnar. „Það er erfitt að ætla að nefna einn þátt vegna þess að í rauninni hefur allt lagst gegn okkur frá síðasta fundi. Krónan hefur lækkað. Kjarasamningar voru miklu dýrari en við höfðum gert ráð fyrir og sá helmingur vinnumarkaðarins sem á eftir að semja heimtar enn meiri launahækkanir heldur en hafa komið fram. Aðhald í ríkisfjármálum hefur minnkað frá því sem var áður. Þannig að það er eiginlega allt að leggjast gegn okkur,“ sagði Ásgeir. Benti hann á að 2,5 prósentuverðbólgumarkmið bankans væri fjarlægt eins og staðan væri núna, „Enda sjáum við það að verðbólga er núna 9,9 prósent og hefur verið að aukast á nýjan leik. Seðlabankinn dró stutta stráið, Við þurfum að gera eitthvað í málinu og ná niður verðbólgu. Það liggur alveg fyrir,“ sagði Ásgeir. Markmið bankans væri að verja þær krónur sem samið var um í nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Svo líka lítum við á að þessir kjarasamningar, sem eru til skamms tíma og hafa verið gerðir, að þeir gefi okkur glugga eða svigrúm til að á niður verðbólgu. Nú er búið að semja um launahækkanir, nú kemur að Seðlabankanum að reyna að tryggja það að þessar krónar sem samið er um verði ekki étnar upp í verðbólgu,“ sagði Ásgeir. Spili sóló á allt önnur mörk Á fundinum Ásgeir og Rannveig ítrekað spurð út í hina svokölluðu framsýnu leiðsögn sem fylgdi yfirlýsingu peningastefnunefndar, þar sem fram kemur að nefndin telji líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma. Frá vinstri til hægri: Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttur varaseðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Greip Rannveig þá til knattspyrnulíkingar, eins og hún hefur gert á síðustu fundum Seðlabankans þar sem stýrivaxtahækkanir eru rökstuddar. „Hætta mér inn á fótboltavöllinn og fara aftur að tala um bolta. Á síðasta fundi sagði ég að ef aðrir spiluðu ekki með þá myndi Seðlabankinn taka þetta og spila sóló. Þegar Ásgeir gaf boltann upp í október til aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera gerðum við faktískt ekki ráð fyrir því að þeir myndi bara spila sóló á einhver allt önnur mörk,“ sagði Rannveig. „Eða skora sjálfsmark eiginlega, öllu heldur,“ greip Ásgeir þá inn í „Jafnvel,“ svaraði Rannveig orðum Ásgeirs. Vísaði hún þá í nokkuð beitt skilaboð Ásgeirs til aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera í október, þar sem hann sagði ef vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið tækju við boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni þyrfti Seðlabankinn ekki að beita vaxtaækjunum jafn mikið. Rannveig vísaði einnig í eigin orð frá fundi Seðlabankans í nóvember, þar sem hún sagði alveg ljóst að Seðlabankinn myndi spila sóló, ef aðrir spiluðu ekki með í baráttunni gegn verðbólgunni. Á fundinum í morgun velti hún því upp hvort að aðilar vinnumarkaðarins og hins opinbæra væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. „Það er bara alveg ljóst að minna aðhald hjá hinu opinbera og þessir miklu dýru kjarasamningar, það þýðir ekki einu sinni að hafa eins og við höfum verið með í framsýnu leiðsögninni að í rauninni biðla til þessa aðila að spila með. Þeir eru greinilega í einhverjum öðrum veruleika.“ Benti hún á síðar á fundinum að það væru þrír aðilar hér á landi sem hafi mest áhrif á þjóðarbúskapinn. „Það er vinnumarkaðurinn, það er hið opinbera og það erum við. Þegar þessar ákvarðanir leiða af sér svona mikinn verðbólguþrýsting þá eigum við engra annarra kosta völ en að nota þessa tæki sem Alþingi hefur falið okkur að nota til þess að ná verðbólgumarkmiði sem okkur hefur verið falið að reyna að halda.“ Horfa má á fund Seðlabankans í heild sinni hér að neðan.
Kjaraviðræður 2022-23 Verðlag Seðlabankinn Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Ellefta hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 6,5 prósent. 8. febrúar 2023 08:31 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Ellefta hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 6,5 prósent. 8. febrúar 2023 08:31