Hinn 16 ára Daníel Tristan fær tækifæri með aðalliði Malmö FF Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 18:01 Daníel Tristan Guðjohnsen í landsleik með U-17. Instagram - daniel.gudjohnsenn Daníel Tristan Guðjohnsen hefur verið kallaður inn í aðallið Malmö FF en liðið er nú í æfingaferð á Spáni. Daníel Tristan er sonur fyrrum landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen. Daníel Tristan gekk til liðs við Malmö FF í fyrrasumar en hann er aðeins 16 ára gamall, fæddur árið 2006. Hann hefur leikið með U-19 ára liði félagsins en aðalliðið er nú statt á Spáni í æfingaferð og hefur Daníel Tristan verið kallaður inn í æfingahópinn fyrir æfingaleik sem þar verður spilaður. Þetta kemur fram á Fotbollskanalen en þar segir að aðallið Malmö FF muni leika tvo leiki á föstudaginn og er Daníel Tristan einn fjögurra leikmanna U-19 ára liðsins sem fengið hefur boð um að spila með aðalliðinu í öðrum leikjanna. Malmö FF mun fyrst leika gegn norska liðinu Vålerenga þar sem bæði lið munu stilla upp sínum aðalliðum en svo verður annar leikur gegn danska liðinu AGF þar sem aðrir leikmenn sænska liðsins fá tækifæri, þar á meðal Daníel Tristan. „Hann var í hópnum þegar við spiluðum við Nordsjælland og ég veit að hann er leikmaður sem hefur alla möguleika á að taka næsta skref. Líkamsbyggingin hans er góð miðað við að hann er aðeins 16 ára gamall. Það verður gaman að sjá hann á æfingum, þar fær maður oft ágæta mynd af leikmanninum. Hann er leikmaður sem félagið hefur trú á,“ sagði Henrik Rydström, þjálfari Malmö FF, í viðtali við Fotbollskanalen. Bræður Daníels Tristans, Sveinn Aron og Andri Lucas leika sömuleiðis í Svíþjóð. Sveinn Aron er á mála hjá Elfsborg en Andri Lucas hjá Norrköping. Malmö FF er sigursælasta liðið í sænskri knattspyrnu og hefur unnið sænska meistaratitilinn tuttugu og tvisvar, síðast árið 2021. Liðið endaði í sjöunda sæti sænsku deildarinnar á síðasta tímabili en Henrik Rydström tók við sem þjálfari að tímabilinu loknu. Sænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Daníel Tristan gekk til liðs við Malmö FF í fyrrasumar en hann er aðeins 16 ára gamall, fæddur árið 2006. Hann hefur leikið með U-19 ára liði félagsins en aðalliðið er nú statt á Spáni í æfingaferð og hefur Daníel Tristan verið kallaður inn í æfingahópinn fyrir æfingaleik sem þar verður spilaður. Þetta kemur fram á Fotbollskanalen en þar segir að aðallið Malmö FF muni leika tvo leiki á föstudaginn og er Daníel Tristan einn fjögurra leikmanna U-19 ára liðsins sem fengið hefur boð um að spila með aðalliðinu í öðrum leikjanna. Malmö FF mun fyrst leika gegn norska liðinu Vålerenga þar sem bæði lið munu stilla upp sínum aðalliðum en svo verður annar leikur gegn danska liðinu AGF þar sem aðrir leikmenn sænska liðsins fá tækifæri, þar á meðal Daníel Tristan. „Hann var í hópnum þegar við spiluðum við Nordsjælland og ég veit að hann er leikmaður sem hefur alla möguleika á að taka næsta skref. Líkamsbyggingin hans er góð miðað við að hann er aðeins 16 ára gamall. Það verður gaman að sjá hann á æfingum, þar fær maður oft ágæta mynd af leikmanninum. Hann er leikmaður sem félagið hefur trú á,“ sagði Henrik Rydström, þjálfari Malmö FF, í viðtali við Fotbollskanalen. Bræður Daníels Tristans, Sveinn Aron og Andri Lucas leika sömuleiðis í Svíþjóð. Sveinn Aron er á mála hjá Elfsborg en Andri Lucas hjá Norrköping. Malmö FF er sigursælasta liðið í sænskri knattspyrnu og hefur unnið sænska meistaratitilinn tuttugu og tvisvar, síðast árið 2021. Liðið endaði í sjöunda sæti sænsku deildarinnar á síðasta tímabili en Henrik Rydström tók við sem þjálfari að tímabilinu loknu.
Sænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira