Konan sem sögð er hafa verið í sambandi með Gates í yfir ár heitir Paula Hurd og er ekkja fyrrverandi forstjóra Oracle og Hewlett-Packard, Mark Hurd. Hann lést árið 2019 eftir baráttu við krabbamein.
Hurd og Gates hafa sést saman þónokkrum sinnum síðasta ár eða svo en hún hefur aldrei verið nafngreind fyrr en nú. PageSix greinir frá því hver hún er.
Paula starfar sem viðburðaskipuleggjandi og í góðgerðastörfum. Þau eru sögð hafa þekkst lítillega á meðan þau voru bæði í hjónabandi vegna áhuga þeirra beggja á tennis.
Gates á þrjú börn úr fyrra sambandi, Jennifer, Rory og Phoebe en Hurd á tvö börn, Kathryn og Kelly.
Fyrrverandi eiginmaður Hurd þurfti að víkja úr starfi hjá Hewlett-Packard árið 2010 eftir að hafa verið ásakaður um að áreita konu kynferðislega. Þau héldu þó hjónabandi sínu áfram.