Íslenski hópurinn tekur til hendinni í Tyrklandi Máni Snær Þorláksson skrifar 9. febrúar 2023 10:57 Íslenski hópurinn flutti búðir sínar í morgun. Landsbjörg Hópur björgunarsveitarmanna frá Íslandi lenti í Tyrklandi í gærnótt. Hópurinn er nú búinn að koma sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antakya borg, þar sem yfirstjórn aðgerða á svæðinu er. Íslenski hópurinn setti upp búðir við Hatay Stadium, leikvang knattspyrnuliðsins Hatayspor, í gær. Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu kemur fram að samgöngur milli leikvangsins og Hatay Expo hafi verið erfiðar og tekið langan tíma. Því var ákveðið að taka niður búðir hópsins við leikvanginn í morgun og setja þær upp við Hatay Expo. Hér má sjá svæði alþjóðlegra sveita við Hatay Expo.Landsbjörg Umfangsmikil aðgerð Íslendingarnir er nú komnir í fulla vinnu í stjórnstöðinni í Hatay Expo. Þar vinna þeir við samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi. Á svæðinu eru fjölmennar björgunarsveitir frá fleiri löndum. Meðal annars eru 120 manns frá Bretlandi og 150 frá Kína. Íslenski hópurinn er byrjaður að hjálpa í Tyrklandi. „Þetta er mjög umfangsmikil aðgerð og eyðileggingin er mikil í héraðinu og Antakya. Þegar hópurinn lenti í Gaziantep í gær var ekki mikla eyðileggingu að sjá, en á ferð þeirra niður til Hatay héraðs varð eyðileggingin sífellt meiri. Hópurinn varð vitni að því að fólki var bjargað út úr húsarústum á leiðinni, og jafnframt þar sem verið var að jarða þá sem höfðu fundist látnir,“ segir í tilkynningu frá slysavarnafélaginu. Þá kemur fram að í gær hafi alþjóðlegu björgunarsveitunum tekist að bjarga 24 manns lifandi úr húsarústum. Tekist hefur svo að bjarga 14 manns á lífi í dag. Tölur látinna liggja ekki fyrir. Búðir íslenska hópsins að næturlagi.Landsbjörg Björgunarsveitir Hjálparstarf Náttúruhamfarir Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Íslenski hópurinn setti upp búðir við Hatay Stadium, leikvang knattspyrnuliðsins Hatayspor, í gær. Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu kemur fram að samgöngur milli leikvangsins og Hatay Expo hafi verið erfiðar og tekið langan tíma. Því var ákveðið að taka niður búðir hópsins við leikvanginn í morgun og setja þær upp við Hatay Expo. Hér má sjá svæði alþjóðlegra sveita við Hatay Expo.Landsbjörg Umfangsmikil aðgerð Íslendingarnir er nú komnir í fulla vinnu í stjórnstöðinni í Hatay Expo. Þar vinna þeir við samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi. Á svæðinu eru fjölmennar björgunarsveitir frá fleiri löndum. Meðal annars eru 120 manns frá Bretlandi og 150 frá Kína. Íslenski hópurinn er byrjaður að hjálpa í Tyrklandi. „Þetta er mjög umfangsmikil aðgerð og eyðileggingin er mikil í héraðinu og Antakya. Þegar hópurinn lenti í Gaziantep í gær var ekki mikla eyðileggingu að sjá, en á ferð þeirra niður til Hatay héraðs varð eyðileggingin sífellt meiri. Hópurinn varð vitni að því að fólki var bjargað út úr húsarústum á leiðinni, og jafnframt þar sem verið var að jarða þá sem höfðu fundist látnir,“ segir í tilkynningu frá slysavarnafélaginu. Þá kemur fram að í gær hafi alþjóðlegu björgunarsveitunum tekist að bjarga 24 manns lifandi úr húsarústum. Tekist hefur svo að bjarga 14 manns á lífi í dag. Tölur látinna liggja ekki fyrir. Búðir íslenska hópsins að næturlagi.Landsbjörg
Björgunarsveitir Hjálparstarf Náttúruhamfarir Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira