Íslenski boltinn

KR sækir liðsstyrk til Noregs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingar enduðu í 4. sæti Bestu deildar karla á síðasta tímabili.
KR-ingar enduðu í 4. sæti Bestu deildar karla á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét

KR hefur fengið norska miðjumanninn Olav Öby til liðsins. Hann lék síðast með Fredrikstad í norsku B-deildinni.

Fótbolti.net greindi fyrst frá. KR verður fyrsta liðið utan Noregs sem Öby spilar með. Í heimalandinu hefur hann spilað fyrir Fredrikstad, Follo, Strömmen, Kristiansund, Oslo, Kongsvinger og Sarpsborg sem hann er uppalinn hjá.

Öby er ekki eini liðsstyrkurinn sem KR hefur sótt til Noregs því Ole Martin var ráðinn aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar. Þá hafa KR-ingar fengið Englendinginn unga, Luke Rae, frá Gróttu.

KR mætir Val í fyrsta leik sínum í riðli 1 í Lengjubikarnum á morgun. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×