Parið tilkynnti að það ætti von á barni síðasta haust og kom stúlkan í heiminn þann 4. febrúar síðastliðinn. Stúlkan er þeirra fyrsta barn saman en Adam á dóttur úr fyrra sambandi.
Ástrós gerði garðinn frægan í þáttunum Allir geta dansað fyrir nokkrum árum. Þá er hún einn af meðlimum LXS áhrifavaldahópsins og hefur vakið athygli í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2. Í þáttunum var meðal annars sýnt frá því þegar Ástrós tilkynnti hópnum að hún ætti von á barni.
Ástrós og Adam hafa verið saman í tæp tvö ár. Þau eru tiltölulega nýbúin að kaupa sér íbúð saman og má ætla að litla fjölskyldan eigi eftir að hreiðra vel um sig þar.