Vilja láta banna fiskeldi í sjókvíum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. febrúar 2023 13:31 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði Vísir/Einar Landvernd vill láta banna frekari vöxt sjókvíaeldis við strendur landsins þar til bætt hefur verið úr regluverki. Áhrif hagsmunaaðila á lagasetningu og umgjörð greinarinnar geti ekki talist eðlileg. Úttekt Ríkisendurskoðunar á stjórnsýslu og umgjörð fiskeldis í sjókvíum leiddi í ljós talsverðar brotalamir á lagaumhverfi greinarinnar. Stjórn Landverndar sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kallað er eftir því að í ljósi skýrslunnar þurfi einfaldlega að stöðva frekari vöxt sjókvíaeldis. Gera þurfi ítarlega úttekt á áhrifum eldisins á lífríki sjávarins og fyrr en niðurstöður liggja fyrir úr slíkum rannsóknum ætti ekki að gefa úr frekari leyfi. Auður Önnu Magnúsdóttir er er framkvæmdastjóri Landverndar. „Okkur finnst svo sannarlega vera tilefni til þess að frekari leyfi verði ekki gefin út fyrir sjókvíaeldi á meðan eftirlitsstofnanir, lagaramminn og reglugerðir eru að laga sig að þessu umhverfi sem búið er að skapa. Við verðum að gefa stjórnvöldum tækifæri sem þau hafa ekki gefið sér til þess að ná í skottið á sér og hafa almennilegan ramma um sjókvíaeldi.“ Auður er ánægð með frumkvæði matvælaráðherra í málinu en bíður eftir aðgerðum. „En það er náttúrulega gríðarlega jákvætt að matvælaráðherra hafi látið gefa út þessa skýrslu og það hefur ekki staðið á viðbrögðum frá henni því hún tekur málið greinilega alvarlega. En hvort aðgerðir fylgi, við verðum bara að sjá það. Það var bara síðast í desember sem að þessi ríkisstjórn ákvað að taka ekki gjald af sjókvíaeldinu eins og þau höfðu áætlað að gera.“ Hagsmunaaðilar hafi of mikil ítök hvað varðar umgjörð greinarinnar. „Þau hafa sterk tengsl inn í ráðuneyti og stjórnmálin og gjalddtaka er mjög lítil. Þá vilja þau auðvitað stækka og halda áfram hérna en að er ekki fyrirtækjanna að hafa almennilegt eftirlit og gjaldtöku. Það er stjórnmálanna.“ Fiskeldi Umhverfismál Sjókvíaeldi Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Úttekt Ríkisendurskoðunar á stjórnsýslu og umgjörð fiskeldis í sjókvíum leiddi í ljós talsverðar brotalamir á lagaumhverfi greinarinnar. Stjórn Landverndar sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kallað er eftir því að í ljósi skýrslunnar þurfi einfaldlega að stöðva frekari vöxt sjókvíaeldis. Gera þurfi ítarlega úttekt á áhrifum eldisins á lífríki sjávarins og fyrr en niðurstöður liggja fyrir úr slíkum rannsóknum ætti ekki að gefa úr frekari leyfi. Auður Önnu Magnúsdóttir er er framkvæmdastjóri Landverndar. „Okkur finnst svo sannarlega vera tilefni til þess að frekari leyfi verði ekki gefin út fyrir sjókvíaeldi á meðan eftirlitsstofnanir, lagaramminn og reglugerðir eru að laga sig að þessu umhverfi sem búið er að skapa. Við verðum að gefa stjórnvöldum tækifæri sem þau hafa ekki gefið sér til þess að ná í skottið á sér og hafa almennilegan ramma um sjókvíaeldi.“ Auður er ánægð með frumkvæði matvælaráðherra í málinu en bíður eftir aðgerðum. „En það er náttúrulega gríðarlega jákvætt að matvælaráðherra hafi látið gefa út þessa skýrslu og það hefur ekki staðið á viðbrögðum frá henni því hún tekur málið greinilega alvarlega. En hvort aðgerðir fylgi, við verðum bara að sjá það. Það var bara síðast í desember sem að þessi ríkisstjórn ákvað að taka ekki gjald af sjókvíaeldinu eins og þau höfðu áætlað að gera.“ Hagsmunaaðilar hafi of mikil ítök hvað varðar umgjörð greinarinnar. „Þau hafa sterk tengsl inn í ráðuneyti og stjórnmálin og gjalddtaka er mjög lítil. Þá vilja þau auðvitað stækka og halda áfram hérna en að er ekki fyrirtækjanna að hafa almennilegt eftirlit og gjaldtöku. Það er stjórnmálanna.“
Fiskeldi Umhverfismál Sjókvíaeldi Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira