Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 89-49 | Engin miskunn í Miskolc Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 17:50 Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með nítján stig. fiba.basketball Þetta voru betri úrslit en í 57 stiga skellinum á Ásvöllum í fyrri leiknum en engu að síðust annað stórt tap á móti mjög öflugu liði sem er að reyna að tryggja sér sæti á Eurobasket. Íslenska liðið hélt í við ungverska liðið í fyrsta leikhlutanum en svo fjölgaði mistökunum og villunum sem reyndust íslensku stelpunum dýrkeyptar. Eftir slæman endi á fyrri hálfleik og svo ekkert einasta skoraða stig fyrstu fjórar og hálfa mínútu í upphafi seinni hálfleiks þá varð fátt annað en skellur í boði fyrir íslensku stelpurnar. Íslenska liðið lék án lykilmanna í þessum leik og ungar og óreyndar stelpur fengu stórt próf. Sóknarleikur íslenska liðsins var eiginlega hrein hörmung nær allan leikinn og þá er aldrei von á góðu. 29 prósent skotnýting og 24 tapaðir boltar segja sína sögu. Íslensku stelpurnar þurftu mun betri skotleik til að eiga einhverja möguleika í þessum leik. Sara Rún Hinriksdóttir hélt uppi sóknarleik íslenska liðsins og var langstigahæst með nítján stig. Hún þurfti hins vegar að hafa mikið fyrir þeim sem kostaði fimmtán misheppnuð skot og sex tapaða bolta. Varnarleikurinn bauð upp á mikla baráttu við kíló og sentímetra og það tók sinn toll. Íslensku stelpurnar börðust vel í vörninni og gerðu Ungverjum lífið erfiðara fram eftir leik. Þreyta og villuvandræði drógu kraftinn og orku úr okkar konum og þær ungversku juku muninn jafnt og þétt á lokakafla leiksins. Af hverju vann Ungverjaland? Ungverska liðið var númeri of stórt fyrir íslensku stelpurnar í þessum leik. Liðið komst meira að segja upp með að hitta ekki vel (37%) og vinna samt svo stóran sigur. Þar munaði miklu um yfirburði þeirra í fráköstunum og stærðarmun báðum megin á vellinum. Ungverjar tóku 25 sóknarfráköst og skoruðu 23 stig eftir tapaða bolta íslenska liðsins. Hverjir stóðu upp úr? Sara Rún Hinriksdóttir var langatkvæðamest hjá íslenska liðinu en það þurfti 22 skot og 6 tapaða bolta til að skora þessi nítján stig. Þóra Kristín Jónsdóttir skilaði líka ágætum tölum en tapaði líka sex boltum eins og Sara. Þessar tvær voru með mikla ábyrgð í mjög erfiðum hlutverkum og reyndu hvað þær gátu. Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti fína spretti og Ásta Júlía Grímsdóttir var til fyrirmyndar í baráttu og varnarleik. Hvað gekk illa? Íslenska liðið hitti aðeins úr 29 prósent skota sinna og alls klikkuðu fjörutíu skot hjá íslensku stelpunum í þessum. Aðeins 2 af 14 þriggja stiga skotum rötuðu rétta leið. Það segir sig sjálft að svona nýting skilar engu. Þegar 24 tapaðir boltar bætast við þá er ekkert skrýtið að útkoman hafi verið fjörutíu stiga tap. Hvað gerist næst? Lokaleikur íslenska liðsins er á móti Spánverjum í Laugardalshöll á sunnudaginn. Hafi þessi leikur verið erfiður þá er það ekkert miðað við hvað bíður þeirra þá en íslensku stelpurnar eru þar að fara mæta þar einu allra besta landsliði heims. EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta
Þetta voru betri úrslit en í 57 stiga skellinum á Ásvöllum í fyrri leiknum en engu að síðust annað stórt tap á móti mjög öflugu liði sem er að reyna að tryggja sér sæti á Eurobasket. Íslenska liðið hélt í við ungverska liðið í fyrsta leikhlutanum en svo fjölgaði mistökunum og villunum sem reyndust íslensku stelpunum dýrkeyptar. Eftir slæman endi á fyrri hálfleik og svo ekkert einasta skoraða stig fyrstu fjórar og hálfa mínútu í upphafi seinni hálfleiks þá varð fátt annað en skellur í boði fyrir íslensku stelpurnar. Íslenska liðið lék án lykilmanna í þessum leik og ungar og óreyndar stelpur fengu stórt próf. Sóknarleikur íslenska liðsins var eiginlega hrein hörmung nær allan leikinn og þá er aldrei von á góðu. 29 prósent skotnýting og 24 tapaðir boltar segja sína sögu. Íslensku stelpurnar þurftu mun betri skotleik til að eiga einhverja möguleika í þessum leik. Sara Rún Hinriksdóttir hélt uppi sóknarleik íslenska liðsins og var langstigahæst með nítján stig. Hún þurfti hins vegar að hafa mikið fyrir þeim sem kostaði fimmtán misheppnuð skot og sex tapaða bolta. Varnarleikurinn bauð upp á mikla baráttu við kíló og sentímetra og það tók sinn toll. Íslensku stelpurnar börðust vel í vörninni og gerðu Ungverjum lífið erfiðara fram eftir leik. Þreyta og villuvandræði drógu kraftinn og orku úr okkar konum og þær ungversku juku muninn jafnt og þétt á lokakafla leiksins. Af hverju vann Ungverjaland? Ungverska liðið var númeri of stórt fyrir íslensku stelpurnar í þessum leik. Liðið komst meira að segja upp með að hitta ekki vel (37%) og vinna samt svo stóran sigur. Þar munaði miklu um yfirburði þeirra í fráköstunum og stærðarmun báðum megin á vellinum. Ungverjar tóku 25 sóknarfráköst og skoruðu 23 stig eftir tapaða bolta íslenska liðsins. Hverjir stóðu upp úr? Sara Rún Hinriksdóttir var langatkvæðamest hjá íslenska liðinu en það þurfti 22 skot og 6 tapaða bolta til að skora þessi nítján stig. Þóra Kristín Jónsdóttir skilaði líka ágætum tölum en tapaði líka sex boltum eins og Sara. Þessar tvær voru með mikla ábyrgð í mjög erfiðum hlutverkum og reyndu hvað þær gátu. Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti fína spretti og Ásta Júlía Grímsdóttir var til fyrirmyndar í baráttu og varnarleik. Hvað gekk illa? Íslenska liðið hitti aðeins úr 29 prósent skota sinna og alls klikkuðu fjörutíu skot hjá íslensku stelpunum í þessum. Aðeins 2 af 14 þriggja stiga skotum rötuðu rétta leið. Það segir sig sjálft að svona nýting skilar engu. Þegar 24 tapaðir boltar bætast við þá er ekkert skrýtið að útkoman hafi verið fjörutíu stiga tap. Hvað gerist næst? Lokaleikur íslenska liðsins er á móti Spánverjum í Laugardalshöll á sunnudaginn. Hafi þessi leikur verið erfiður þá er það ekkert miðað við hvað bíður þeirra þá en íslensku stelpurnar eru þar að fara mæta þar einu allra besta landsliði heims.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti