Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Bjarki Sigurðsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 9. febrúar 2023 17:03 Margrét Friðriksdóttir er ritstjóri vefsíðunnar frettin.is. Vísir Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. DV greindi fyrst frá. Fréttastofa hefur dóminn undir höndum. Aðdraganda málsins má rekja til þess að Margrét var stödd ásamt vini sínum á Benzin Café við Grensásveg í ágúst 2018. Fyrir dómi sagði Margrét að skyndilega hafi tveir menn komið þangað inn og horft undarlega á hana en í ljós hafi komið að faðir Semu Erlu ætti staðinn. Vinurinn með „svarta beltið“ Því næst hafi starfsmaður komið að tali við hana og vísað henni út vegna þess að Sema Erla væri á leiðinni til að henda henni út. „Fjöldi manns væri að komast og ráðast á hana.“ Margrét sagðist þá hafa farið í varnargír en ekki verið viss hvort að í slagsmál stefndi. Hún hafi hins vegar varað viðstadda við því að vinur hennar væri með „svarta beltið.“ Að því loknu farið út af staðnum, til að starfsmaðurinn lenti ekki í vandræðum. Margrét kvaðst hafa mætt Semu fyrir utan staðinn og fundist illa að sér vegið. Þetta væri „algjör fasismi“ og ógeðslegt væri að sitja fyrir fólki á almenningsstöðum og láta vísa út vegna skoðana, eins og fram kemur í framburði hennar fyrir dómi. Margrét viðurkenndi að hafa hreytt ókvæðisorðum í Semu og segist hafa ýtt Semu Erlu, vegna þess að hún hafi verið komið of nálægt henni. Margrét sagðist hafa verið búin að drekka bjór þetta kvöld og hún hefði kannski ekki hafa orðið jafn reið án þess. Hún kvaðst ekki muna nákvæmlega hvað hún sagði en það hafi verið eitthvað á borð við „go kill yourself you evil fucking witch.“ Þá viðurkenndi hún að hafa kallað hana fasista og hræðilega manneskju. Að endingu hafi hún og vinur hennar gengið á brott. Margrét kvaðst hafa beðið Semu Erlu afsökunar á framferðinu degi síðar. Sema væri hins vegar svo „kaldrifjuð“ að hún kynni ekki að taka við henni. „Ég ætla að drepa þig helvítis tíkin þín“ Sema Erla sagðist hafa ákveðið að fara á Benzin Café til að hitta vinafólk ásamt kærasta sínum. Þegar þau hafi komið á staðinn hafi Margrét staðið fyrir utan og ausið yfir hana svívirðingum, með orðum eins og að hún væri „feit, ljót, norn og ógeðsleg.“ Hún hefði notað íslensku og ensku til skiptist og hótað henni lífláti á báðum tungumálum: „I will kill you fucking bitch.“ Því næst hafi hún kýlt hana í öxlina en vinur Margrétar hafi loks náð að draga hana burt. Rætt var við nokkur vitni, bæði starfsmenn og gesti á kaffihúsinu. Einn gesta sagðist ekki hafa heyrt nákvæm orðaskil en að úr hafi orðið rifrildi fyrir utan staðinn. Hann sagði að Margrét hafi verið ósátt við að vera vísað út af tilefnislausu. Annað vitni, sem hafði engin tengsl við Semu Erlu eða Margréti, sagði Margréti hafa verið „froðufellandi“ af bræði og marghótað að drepa Semu Erlu. Hún hefði notað orðalag eins og að „stúta“ og „kála“ henni. Milljón í málskostnað Héraðsdómari leit til þess að nokkur vitni hafi heyrt Margréti hóta Semu Erlu lífláti, þar á meðal algjörlega hlutlaust vitni. Aðeins eitt vitni var ósammála því að slíkt hafi komið fram en gögn málsins þóttu rýra trúverðugleika framburðarins. Þá hafi Margrét viðurkennt að hafa viðhaft ósæmilegt orðbragð en lýsingar hennar væru ekki í samræmi við framburð hjá lögreglu og engin vitni styddu það. Á sama tíma hafi Sema Erla verið stöðug í lýsingu á atvikunum. Við ákvörðun refsingar var ekki talið skipta máli að Margrét hafi einu sinni hlotið dóm og tvisvar gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðarlagabrota. Hins vegar þætti hún ekki hafa sýnt iðrun þar sem „orðfæri hennar fyrir dómi,“ og afsökunarbeiðnin sem hún sendi hafi ekki borið þess merki. Margrét var því dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Arnari Þór Jónssyni lögmanni sínum rúma milljón í málskostnað. Áfangasigur að dómur sé fallinn „Ég fagna þessari niðurstöðu, þetta hefur verið langt og erfitt mál. Ég fagna því þegar fólk þarf að taka afleiðingum gjörða sinna. Auðvitað er margt í þessu máli sem hefði mátt fara betur. Þetta er ekki nema einn hluti af því sem ég kærði upphaflega fyrir. Hún vissulega hótaði mér lífláti og hún er dæmd fyrir það,“ segir Sema. Tæp fimm ár eru síðan árásin átti sér stað og segir Sema tímann síðan þá hafa verið erfiðan. Hún hafi þurft að upplifa alls konar ásakanir og áreiti. „Ég hefði viljað að þetta mál færi yfir fleiri þætti en það gerði það ekki í þetta skipti. Þetta er ótrúlega mikilvægt og mikilvægur áfangasigur, það er alltaf áfangasigur þegar manneskjur sem beita ofbeldi eru dæmdar fyrir það,“ segir Sema. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sema segir Margréti hafa hótað sér lífláti, svívirt sig og kýlt sig í öxlina Sema Erla Sedar segir Margréti Friðriksdóttur hafa setið um sig fyrir utan bar á Grensásvegi. 8. ágúst 2018 23:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
DV greindi fyrst frá. Fréttastofa hefur dóminn undir höndum. Aðdraganda málsins má rekja til þess að Margrét var stödd ásamt vini sínum á Benzin Café við Grensásveg í ágúst 2018. Fyrir dómi sagði Margrét að skyndilega hafi tveir menn komið þangað inn og horft undarlega á hana en í ljós hafi komið að faðir Semu Erlu ætti staðinn. Vinurinn með „svarta beltið“ Því næst hafi starfsmaður komið að tali við hana og vísað henni út vegna þess að Sema Erla væri á leiðinni til að henda henni út. „Fjöldi manns væri að komast og ráðast á hana.“ Margrét sagðist þá hafa farið í varnargír en ekki verið viss hvort að í slagsmál stefndi. Hún hafi hins vegar varað viðstadda við því að vinur hennar væri með „svarta beltið.“ Að því loknu farið út af staðnum, til að starfsmaðurinn lenti ekki í vandræðum. Margrét kvaðst hafa mætt Semu fyrir utan staðinn og fundist illa að sér vegið. Þetta væri „algjör fasismi“ og ógeðslegt væri að sitja fyrir fólki á almenningsstöðum og láta vísa út vegna skoðana, eins og fram kemur í framburði hennar fyrir dómi. Margrét viðurkenndi að hafa hreytt ókvæðisorðum í Semu og segist hafa ýtt Semu Erlu, vegna þess að hún hafi verið komið of nálægt henni. Margrét sagðist hafa verið búin að drekka bjór þetta kvöld og hún hefði kannski ekki hafa orðið jafn reið án þess. Hún kvaðst ekki muna nákvæmlega hvað hún sagði en það hafi verið eitthvað á borð við „go kill yourself you evil fucking witch.“ Þá viðurkenndi hún að hafa kallað hana fasista og hræðilega manneskju. Að endingu hafi hún og vinur hennar gengið á brott. Margrét kvaðst hafa beðið Semu Erlu afsökunar á framferðinu degi síðar. Sema væri hins vegar svo „kaldrifjuð“ að hún kynni ekki að taka við henni. „Ég ætla að drepa þig helvítis tíkin þín“ Sema Erla sagðist hafa ákveðið að fara á Benzin Café til að hitta vinafólk ásamt kærasta sínum. Þegar þau hafi komið á staðinn hafi Margrét staðið fyrir utan og ausið yfir hana svívirðingum, með orðum eins og að hún væri „feit, ljót, norn og ógeðsleg.“ Hún hefði notað íslensku og ensku til skiptist og hótað henni lífláti á báðum tungumálum: „I will kill you fucking bitch.“ Því næst hafi hún kýlt hana í öxlina en vinur Margrétar hafi loks náð að draga hana burt. Rætt var við nokkur vitni, bæði starfsmenn og gesti á kaffihúsinu. Einn gesta sagðist ekki hafa heyrt nákvæm orðaskil en að úr hafi orðið rifrildi fyrir utan staðinn. Hann sagði að Margrét hafi verið ósátt við að vera vísað út af tilefnislausu. Annað vitni, sem hafði engin tengsl við Semu Erlu eða Margréti, sagði Margréti hafa verið „froðufellandi“ af bræði og marghótað að drepa Semu Erlu. Hún hefði notað orðalag eins og að „stúta“ og „kála“ henni. Milljón í málskostnað Héraðsdómari leit til þess að nokkur vitni hafi heyrt Margréti hóta Semu Erlu lífláti, þar á meðal algjörlega hlutlaust vitni. Aðeins eitt vitni var ósammála því að slíkt hafi komið fram en gögn málsins þóttu rýra trúverðugleika framburðarins. Þá hafi Margrét viðurkennt að hafa viðhaft ósæmilegt orðbragð en lýsingar hennar væru ekki í samræmi við framburð hjá lögreglu og engin vitni styddu það. Á sama tíma hafi Sema Erla verið stöðug í lýsingu á atvikunum. Við ákvörðun refsingar var ekki talið skipta máli að Margrét hafi einu sinni hlotið dóm og tvisvar gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðarlagabrota. Hins vegar þætti hún ekki hafa sýnt iðrun þar sem „orðfæri hennar fyrir dómi,“ og afsökunarbeiðnin sem hún sendi hafi ekki borið þess merki. Margrét var því dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Arnari Þór Jónssyni lögmanni sínum rúma milljón í málskostnað. Áfangasigur að dómur sé fallinn „Ég fagna þessari niðurstöðu, þetta hefur verið langt og erfitt mál. Ég fagna því þegar fólk þarf að taka afleiðingum gjörða sinna. Auðvitað er margt í þessu máli sem hefði mátt fara betur. Þetta er ekki nema einn hluti af því sem ég kærði upphaflega fyrir. Hún vissulega hótaði mér lífláti og hún er dæmd fyrir það,“ segir Sema. Tæp fimm ár eru síðan árásin átti sér stað og segir Sema tímann síðan þá hafa verið erfiðan. Hún hafi þurft að upplifa alls konar ásakanir og áreiti. „Ég hefði viljað að þetta mál færi yfir fleiri þætti en það gerði það ekki í þetta skipti. Þetta er ótrúlega mikilvægt og mikilvægur áfangasigur, það er alltaf áfangasigur þegar manneskjur sem beita ofbeldi eru dæmdar fyrir það,“ segir Sema.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sema segir Margréti hafa hótað sér lífláti, svívirt sig og kýlt sig í öxlina Sema Erla Sedar segir Margréti Friðriksdóttur hafa setið um sig fyrir utan bar á Grensásvegi. 8. ágúst 2018 23:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Sema segir Margréti hafa hótað sér lífláti, svívirt sig og kýlt sig í öxlina Sema Erla Sedar segir Margréti Friðriksdóttur hafa setið um sig fyrir utan bar á Grensásvegi. 8. ágúst 2018 23:26