Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 11:54 Hrönn Egilsdóttir sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að erfitt hafi reynst að tryggja fjármagn til stofnunarinnar. Vísir/Egill Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. Hafrannsóknastofnun er ein þeirra sex stofnana sem fjallað er um í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi en skýrslan varpar ljósi á fjársveltar eftirlitsstofnanir. „Já, það er algjörlega okkar upplifun líka. Það hefur nánast ekkert verið bætt við mannskap þrátt fyrir tilkomu þessarar stóru greinar sem við þurfum að hafa eftirlit með og erum að sinna. Við erum að sinna verkefnum sem tengjast mjög náið framkvæmd þessarar greinar, eins og burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun. Hrönn fagnar útgáfu skýrslunnar og segir að hún sé nákvæm, vel unnin og varpi ljósi á marga þætti sem hafa farið aflaga. „Það hefur bara reynst mjög erfitt að tryggja fjármagn í þessa vinnu vegna þess að við höfum þurft að fjármagna bæði burðarþolsmat og verkefni um umhverfisáhrif sjókvíaeldis tímabundið á hverju ári. Það er að segja við þurfum að sækja um fjármögnun á hverju ári. Það hefur komið fyrir að við höfum fengið núll krónur í burðarþolsmat þrátt fyrir að það sé lögbundið verkefni og þetta er mjög bagalegt því þetta hefur hamlað okkar starfsemi mjög mikið,“ segir Hrönn sem vísar þarna til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis sem heyrir undir ráðuneytið. En í þann sjóð hefur Hafrannsóknarstofnun þurft að sækja um til að geta framkvæmt rannsóknir og útreikninga til að meta burðarþol fjarða. Hrönn segir að komið hafi fyrir að stofnunin hafi fengið núll krónur í fjárveitingar vegna lögbundinna verkefna. Vísir/Egill Það væri léttir að fólk fengi loks að vita hvernig umgjörð sjókvíaeldis væri í raun og veru. „Já, mér er mjög létt. Af því að þetta er búið að vera barningur. Ég get alveg sagt það að mest af þeirri gagnrýni eða ábendingum sem komu fram í skýrslunni beinast gegn stjórnvaldinu. Í raun og veru hafa stofnanirnar staðið sig nokkuð vel miðað við þá umgjörð sem þeim hefur verið sett.“ Hröð uppbygging iðnaðarins hafi haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér til dæmis hafi Hafrannsóknarstofnun ekki gefist færi á að rannsaka vistkerfi fjarðanna áður en að sjókvíaeldið haslaði sér völl. „Út af þessum hraða þá hafa starfsmenn stofnananna þurft að hlaupa hratt og oft kannski meira - eins og kemur fram í skýrslunni - að elta iðnaðinn frekar en að halda í við hann og tryggja að hann fari rétt fram.“ Fiskeldi Sjávarútvegur Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 „Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55 Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum. 7. febrúar 2023 06:31 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Hafrannsóknastofnun er ein þeirra sex stofnana sem fjallað er um í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi en skýrslan varpar ljósi á fjársveltar eftirlitsstofnanir. „Já, það er algjörlega okkar upplifun líka. Það hefur nánast ekkert verið bætt við mannskap þrátt fyrir tilkomu þessarar stóru greinar sem við þurfum að hafa eftirlit með og erum að sinna. Við erum að sinna verkefnum sem tengjast mjög náið framkvæmd þessarar greinar, eins og burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun. Hrönn fagnar útgáfu skýrslunnar og segir að hún sé nákvæm, vel unnin og varpi ljósi á marga þætti sem hafa farið aflaga. „Það hefur bara reynst mjög erfitt að tryggja fjármagn í þessa vinnu vegna þess að við höfum þurft að fjármagna bæði burðarþolsmat og verkefni um umhverfisáhrif sjókvíaeldis tímabundið á hverju ári. Það er að segja við þurfum að sækja um fjármögnun á hverju ári. Það hefur komið fyrir að við höfum fengið núll krónur í burðarþolsmat þrátt fyrir að það sé lögbundið verkefni og þetta er mjög bagalegt því þetta hefur hamlað okkar starfsemi mjög mikið,“ segir Hrönn sem vísar þarna til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis sem heyrir undir ráðuneytið. En í þann sjóð hefur Hafrannsóknarstofnun þurft að sækja um til að geta framkvæmt rannsóknir og útreikninga til að meta burðarþol fjarða. Hrönn segir að komið hafi fyrir að stofnunin hafi fengið núll krónur í fjárveitingar vegna lögbundinna verkefna. Vísir/Egill Það væri léttir að fólk fengi loks að vita hvernig umgjörð sjókvíaeldis væri í raun og veru. „Já, mér er mjög létt. Af því að þetta er búið að vera barningur. Ég get alveg sagt það að mest af þeirri gagnrýni eða ábendingum sem komu fram í skýrslunni beinast gegn stjórnvaldinu. Í raun og veru hafa stofnanirnar staðið sig nokkuð vel miðað við þá umgjörð sem þeim hefur verið sett.“ Hröð uppbygging iðnaðarins hafi haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér til dæmis hafi Hafrannsóknarstofnun ekki gefist færi á að rannsaka vistkerfi fjarðanna áður en að sjókvíaeldið haslaði sér völl. „Út af þessum hraða þá hafa starfsmenn stofnananna þurft að hlaupa hratt og oft kannski meira - eins og kemur fram í skýrslunni - að elta iðnaðinn frekar en að halda í við hann og tryggja að hann fari rétt fram.“
Fiskeldi Sjávarútvegur Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 „Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55 Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum. 7. febrúar 2023 06:31 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44
„Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55
Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum. 7. febrúar 2023 06:31
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent