„Alltaf brælur í kortunum, lægðagangur og ógeð“ Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2023 21:00 Róbert Hafliðason er stýrimaður og skipstjóri á Víkingi AK. Sigurjón Ólason Loðnuvertíðin er að fara á fulla ferð þessa dagana og styttist í að loðnan verði hæf til frystingar á Japansmarkað. Síendurteknar brælur eru hins vegar í veðurkortunum og gætu hamlað veiðum. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Sundahöfn í Reykjavík í dag þar sem verið var að búa tvö skip Brims til loðnuveiða, Víking og Venus. „Nú er bara vertíðin að fara á fullt. Loksins kominn rétti tíminn. Víkingur fer út núna á eftir,“ sagði Garðar Svavarsson, forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims í viðtali á Skarfabakka. Garðar Svavarsson er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims .Sigurjón Ólason „Nú er komið að kallinu,“ sagði Róbert Hafliðason, stýrimaður á Víkingi, og sagði menn spennta. „Það er alltaf spenna að byrja á nótinni,“ sagði hann. Lykilatriði er að ná loðnunni sem verðmætastri. „Það styttist núna í að hún nái fullum þroska fyrir Japansmarkað. Svo þurfum við að bíða aðeins lengur eftir að við getum farið að vinna hrogn úr henni,“ sagði Garðar. Þetta snýst um hrognaprósentu. „Hún var ekki nógu há, hrognaprósentan, þarna norðar, sögðu þeir. Hún er eitthvað hærri þarna sunnar,“ sagði Róbert. Víkingur AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag.Sigurjón Ólason „Veðrið er bara að stríða okkur, þessa dagana. En það er bara eins og alltaf,“ sagði Garðar. -Hvert á svo að fara? „Við ætlum að drífa okkur allavega austur, fyrir brælu. Reyna að komast þangað. Svo verður bræla, held ég, fram á sunnudag, eða eitthvað. Það eru alltaf brælur í kortunum. Það er bara lægðagangur og ógeð,“ sagði stýrimaðurinn Róbert. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir jól um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Veður Reykjavík Akranes Vopnafjörður Tengdar fréttir Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54 Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Sundahöfn í Reykjavík í dag þar sem verið var að búa tvö skip Brims til loðnuveiða, Víking og Venus. „Nú er bara vertíðin að fara á fullt. Loksins kominn rétti tíminn. Víkingur fer út núna á eftir,“ sagði Garðar Svavarsson, forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims í viðtali á Skarfabakka. Garðar Svavarsson er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims .Sigurjón Ólason „Nú er komið að kallinu,“ sagði Róbert Hafliðason, stýrimaður á Víkingi, og sagði menn spennta. „Það er alltaf spenna að byrja á nótinni,“ sagði hann. Lykilatriði er að ná loðnunni sem verðmætastri. „Það styttist núna í að hún nái fullum þroska fyrir Japansmarkað. Svo þurfum við að bíða aðeins lengur eftir að við getum farið að vinna hrogn úr henni,“ sagði Garðar. Þetta snýst um hrognaprósentu. „Hún var ekki nógu há, hrognaprósentan, þarna norðar, sögðu þeir. Hún er eitthvað hærri þarna sunnar,“ sagði Róbert. Víkingur AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag.Sigurjón Ólason „Veðrið er bara að stríða okkur, þessa dagana. En það er bara eins og alltaf,“ sagði Garðar. -Hvert á svo að fara? „Við ætlum að drífa okkur allavega austur, fyrir brælu. Reyna að komast þangað. Svo verður bræla, held ég, fram á sunnudag, eða eitthvað. Það eru alltaf brælur í kortunum. Það er bara lægðagangur og ógeð,“ sagði stýrimaðurinn Róbert. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir jól um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Veður Reykjavík Akranes Vopnafjörður Tengdar fréttir Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54 Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54
Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32
Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30