Ánægður að við gefum ekkert eftir Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. febrúar 2023 21:00 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld gegn Haukum að Ásvöllum. Leikurinn endaði með jafntefli 33-33, eftir að heimamenn höfðu leitt leikinn megnið af leiktímanum. Patrekur fannst leikplanið sem hann setti um ganga þokkalega og var ánægður með margt í leik sinna manna. „Ég var alveg ánægður með það, auðvitað byrjuðum við vel. Siggi Dan (markvörður Stjörnunnar) frábær í markinu, vildi fá skotin frá Adam (leikmaður Hauka) úr skyttunum inn á miðjuna, hann varði. Nýttum samt ekki nægilega vel hraðaupphlaupin úr því. Haukar eru með sex í fyrri hálfleik, við bara tvö. Sex á sex sóknarlega erum við alltaf að fá góð færi. Vorum sérstaklega góðir hér í fyrri hálfleik og gott flot á boltanum. Game-planið, dreifði hópnum vel það voru margir sem tóku þátt í þessu og síðan var þetta sex núll vörnin og markvarslan. Ég er ánægður að við gefum ekkert eftir þó að við værum undir og mér fannst við eiga stigið skilið. Það er ekkert auðvelt að koma hingað. Haukar eru særðir eftir tap á Selfossi, komnir með allt gengið til baka. Hefði viljað vinna leikinn.“ Stjarnan var með yfirhöndina fyrstu 20 mínútur leiksins en voru síðan að elta upp frá því, sem skilaði að lokum stigi. Patreki fannst sínir menn þó ekki missa nein tök á leiknum. „Við misstum engin tök. Við erum í Olís-deildinni og þú ert að spila á móti Haukum og þeir kunna líka handbolta, Ásgeir undirbjó sitt lið, þetta eru bara tvö töff lið. Sóknarlega erum við að gera góða hluti, kannski aðeins í seinni hálfleik erum við svolítið staðir. Varnarlega fannst mér við aðeins, til þess að vinna leik eins og þennan þá hefðum við þurft aðeins meiri grimmd. Við vorum grimmari á móti Gróttu, það kom aðeins upp í restina hjá okkur þegar við skiptum í sex núll. Ef við hefðum haft það yfir 60 mínútur þá hefðum við unnið,“ segir Patrekur. Tvö stór atriði áttu sér stað í leiknum. Það fyrra var þegar Starri Friðriksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir að skjóta í höfuð Arons Rafns Eðvarðssonar beint úr vítakasti. Í síðara atvikinu braut Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, á Tandra Má Konráðssyni, leikmanni Stjörnunnar, á loka sekúndu leiksins þegar Stjarnan reyndi að taka fríkast hratt. Stefán Rafn var hins vegar ekki nægilega langt frá þegar fríkastið var tekið. Patreki fannst báðir dómar réttir. „Rétt. Hann segist hafa mist boltann [Starri Friðriksson]. Sama með Stefán Rafn, hann kemur bara hérna út og þetta er réttur dómur. Það voru atriði sem voru 50-50 sem ég var óánægður með. Þeir fá víti ekki við og svona, það er eins og það er alltaf. Ég held að þeir hafi þó gert þetta ágætlega þó að maður sé oft ósáttur,“ segir Patrekur að lokum um dómara leiksins. Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafntefli í dramatískm leik Haukar köstuðu frá sér sigri á Selfossi í síðustu umferð Olís deildar karla og voru marki yfir þegar skammt var til leiksloka í kvöld. Jafntefli niðurstaðan og aftur fara Haukar svekktir heim. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Patrekur fannst leikplanið sem hann setti um ganga þokkalega og var ánægður með margt í leik sinna manna. „Ég var alveg ánægður með það, auðvitað byrjuðum við vel. Siggi Dan (markvörður Stjörnunnar) frábær í markinu, vildi fá skotin frá Adam (leikmaður Hauka) úr skyttunum inn á miðjuna, hann varði. Nýttum samt ekki nægilega vel hraðaupphlaupin úr því. Haukar eru með sex í fyrri hálfleik, við bara tvö. Sex á sex sóknarlega erum við alltaf að fá góð færi. Vorum sérstaklega góðir hér í fyrri hálfleik og gott flot á boltanum. Game-planið, dreifði hópnum vel það voru margir sem tóku þátt í þessu og síðan var þetta sex núll vörnin og markvarslan. Ég er ánægður að við gefum ekkert eftir þó að við værum undir og mér fannst við eiga stigið skilið. Það er ekkert auðvelt að koma hingað. Haukar eru særðir eftir tap á Selfossi, komnir með allt gengið til baka. Hefði viljað vinna leikinn.“ Stjarnan var með yfirhöndina fyrstu 20 mínútur leiksins en voru síðan að elta upp frá því, sem skilaði að lokum stigi. Patreki fannst sínir menn þó ekki missa nein tök á leiknum. „Við misstum engin tök. Við erum í Olís-deildinni og þú ert að spila á móti Haukum og þeir kunna líka handbolta, Ásgeir undirbjó sitt lið, þetta eru bara tvö töff lið. Sóknarlega erum við að gera góða hluti, kannski aðeins í seinni hálfleik erum við svolítið staðir. Varnarlega fannst mér við aðeins, til þess að vinna leik eins og þennan þá hefðum við þurft aðeins meiri grimmd. Við vorum grimmari á móti Gróttu, það kom aðeins upp í restina hjá okkur þegar við skiptum í sex núll. Ef við hefðum haft það yfir 60 mínútur þá hefðum við unnið,“ segir Patrekur. Tvö stór atriði áttu sér stað í leiknum. Það fyrra var þegar Starri Friðriksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir að skjóta í höfuð Arons Rafns Eðvarðssonar beint úr vítakasti. Í síðara atvikinu braut Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, á Tandra Má Konráðssyni, leikmanni Stjörnunnar, á loka sekúndu leiksins þegar Stjarnan reyndi að taka fríkast hratt. Stefán Rafn var hins vegar ekki nægilega langt frá þegar fríkastið var tekið. Patreki fannst báðir dómar réttir. „Rétt. Hann segist hafa mist boltann [Starri Friðriksson]. Sama með Stefán Rafn, hann kemur bara hérna út og þetta er réttur dómur. Það voru atriði sem voru 50-50 sem ég var óánægður með. Þeir fá víti ekki við og svona, það er eins og það er alltaf. Ég held að þeir hafi þó gert þetta ágætlega þó að maður sé oft ósáttur,“ segir Patrekur að lokum um dómara leiksins.
Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafntefli í dramatískm leik Haukar köstuðu frá sér sigri á Selfossi í síðustu umferð Olís deildar karla og voru marki yfir þegar skammt var til leiksloka í kvöld. Jafntefli niðurstaðan og aftur fara Haukar svekktir heim. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafntefli í dramatískm leik Haukar köstuðu frá sér sigri á Selfossi í síðustu umferð Olís deildar karla og voru marki yfir þegar skammt var til leiksloka í kvöld. Jafntefli niðurstaðan og aftur fara Haukar svekktir heim. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:15
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða