Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2023 23:46 Úr Karphúsinu í kvöld. Vísir/Viktor Örn Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. Þessir samningar eru líklega þeir lengstu sem skrifað hefur verið undir á Íslandi. Sjómenn hafa verið án samninga frá lokum árs 2019 en viðræðum var síðast slitið árið 2021. Viðræður hafa staðið yfir í Karphúsinu frá áramótum og hefur þeim verið lýst sem hörðum en góðum. Í tilkynningu frá SFS segir að megininntak samninganna lúti að betri kjörum og réttindum til framtíðar, auk hnitmiðaðra aðgerða til að auka traust við skipti á verðmætum úr sjó. Greiðslur í lífeyrissjóð og kauptrygging hækki í samræmi við samninga á almennum vinnumarkaði og þar að auki sé áhersla lögð á aukið gagnsæi og upplýsingagjöf vegna fiskverðsmála. Þar segir enn fremur að með langtímasamningi til tíu ára sé samstarf sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja styrkt og frekari grundvöllur lagður að því að viðhalda eftirsóknarverðum og vel launuðum störfum á sjó. Þá eigi að setja aukinn þunga í öryggismál og heilsu sjómanna með stofnun sérstakrar öryggisnefndar. Hart tekist á Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir stemninguna gríðarlega góða eftir undirskriftina. Mikil vinna hafi verið unnin síðustu daga og samninganefndirnar hafi staðið sig mjög vel. Hann segir að vinnan hafi gengið nokkuð vel eftir að deilurnar rötuðu á borð hans. „Það var auðvitað hart tekist á stundum en þetta var virkilega gott samtal,“ sagði Aðalsteinn. Aðalsteini telst til að þetta sé lengsti kjarasamningur sem gerður hefur verið á Íslandi. Tryggja kjör til lengri tíma Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri FSF, segir þetta vera risastóran áfanga. Það hafi tekið langan tíma að ná samningum en mikið traust hafi myndast milli deiluaðila á þeim tíma. Hún segir að nú sé málið úr þeirra höndum, kynna þurfi samningana og vona eftir því besta. „Ég tel að við séum að tryggja sjómönnum góð kjör til lengri tíma,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Heiðrún sagði einni að halda þyrfti áfram að byggja traust og auka stöðugleika. Ekki síst vegna þess að með þessum samningi væri verið að gera eitthvað sem hefði ekki verið gert áður. Verið væri að binda saman jákvæða þætti hlutaskiptakerfisins og almenna vinnumarkaðarins. Ganga sáttir frá borði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir mjög góða stemningu hjá þeim sem að samningunum stóðu. Mikil vinna hafi verið lögð í þetta frá áramótum með löngum fundum nokkrum sinum í viku. Hann segist þeirrar skoðunar að um tímamótasamning sé að ræða sem tryggi sjómönnum hækkanir í samræmi við aðra kjarasamninga á tímabilinu og vel hafi verið komið til móts við þá varðandi lífeyrissjóði. Þrátt fyrir það séu tíu ár ekki langur tími þegar komi að sjómönnum. Undanfarin tólf ár hafi þeir til að mynda verið samningslausir í níu ár. Kynningarvinnan mun hefjast strax á morgun og standa yfir í næstu viku. Eftir það hefst atkvæðagreiðslan líklega, samkvæmt Valmundi, og á hún að standa yfir í þrjár vikur. „Við göngum mjög sáttir frá borði og teljum þetta mjög ásættanlegt fyrir íslenska sjómenn.“ Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Þessir samningar eru líklega þeir lengstu sem skrifað hefur verið undir á Íslandi. Sjómenn hafa verið án samninga frá lokum árs 2019 en viðræðum var síðast slitið árið 2021. Viðræður hafa staðið yfir í Karphúsinu frá áramótum og hefur þeim verið lýst sem hörðum en góðum. Í tilkynningu frá SFS segir að megininntak samninganna lúti að betri kjörum og réttindum til framtíðar, auk hnitmiðaðra aðgerða til að auka traust við skipti á verðmætum úr sjó. Greiðslur í lífeyrissjóð og kauptrygging hækki í samræmi við samninga á almennum vinnumarkaði og þar að auki sé áhersla lögð á aukið gagnsæi og upplýsingagjöf vegna fiskverðsmála. Þar segir enn fremur að með langtímasamningi til tíu ára sé samstarf sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja styrkt og frekari grundvöllur lagður að því að viðhalda eftirsóknarverðum og vel launuðum störfum á sjó. Þá eigi að setja aukinn þunga í öryggismál og heilsu sjómanna með stofnun sérstakrar öryggisnefndar. Hart tekist á Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir stemninguna gríðarlega góða eftir undirskriftina. Mikil vinna hafi verið unnin síðustu daga og samninganefndirnar hafi staðið sig mjög vel. Hann segir að vinnan hafi gengið nokkuð vel eftir að deilurnar rötuðu á borð hans. „Það var auðvitað hart tekist á stundum en þetta var virkilega gott samtal,“ sagði Aðalsteinn. Aðalsteini telst til að þetta sé lengsti kjarasamningur sem gerður hefur verið á Íslandi. Tryggja kjör til lengri tíma Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri FSF, segir þetta vera risastóran áfanga. Það hafi tekið langan tíma að ná samningum en mikið traust hafi myndast milli deiluaðila á þeim tíma. Hún segir að nú sé málið úr þeirra höndum, kynna þurfi samningana og vona eftir því besta. „Ég tel að við séum að tryggja sjómönnum góð kjör til lengri tíma,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Heiðrún sagði einni að halda þyrfti áfram að byggja traust og auka stöðugleika. Ekki síst vegna þess að með þessum samningi væri verið að gera eitthvað sem hefði ekki verið gert áður. Verið væri að binda saman jákvæða þætti hlutaskiptakerfisins og almenna vinnumarkaðarins. Ganga sáttir frá borði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir mjög góða stemningu hjá þeim sem að samningunum stóðu. Mikil vinna hafi verið lögð í þetta frá áramótum með löngum fundum nokkrum sinum í viku. Hann segist þeirrar skoðunar að um tímamótasamning sé að ræða sem tryggi sjómönnum hækkanir í samræmi við aðra kjarasamninga á tímabilinu og vel hafi verið komið til móts við þá varðandi lífeyrissjóði. Þrátt fyrir það séu tíu ár ekki langur tími þegar komi að sjómönnum. Undanfarin tólf ár hafi þeir til að mynda verið samningslausir í níu ár. Kynningarvinnan mun hefjast strax á morgun og standa yfir í næstu viku. Eftir það hefst atkvæðagreiðslan líklega, samkvæmt Valmundi, og á hún að standa yfir í þrjár vikur. „Við göngum mjög sáttir frá borði og teljum þetta mjög ásættanlegt fyrir íslenska sjómenn.“
Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira