Ríkisendurskoðandi segist ekki vera vanhæfur Máni Snær Þorláksson skrifar 10. febrúar 2023 12:15 Guðmundur Björgvin Helgason. Arnar Halldórsson Ríkisendurskoðandi segir formennsku eiginkonu sinnar í veiðifélaginu Laxá ekki hafa áhrif á hæfi sitt við vinnslu úttektar Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi. Einnig segir hann að auglýsing frá árinu 2004 og störf í NASCO geri sig ekki vanhæfan. Bæjarins besta, staðarmiðillinn á Ísafirði greindi frá því í morgun að Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi ætti hagsmuna að gæta á sviði laxveiði. Guðmundur og Helga Jóna Benediktsdóttir, eiginkona hans, ættu jörðina Leysingjastöðum í Dalasýslu. Þá er Helga Jóna formaður veiðifélags Laxár í Hvammssveit. Fréttastofa hafði samband við Guðmund vegna málsins sem sendi yfirlýsingu í kjölfarið. Hann segir í henni að því fari fjarri að eignarhald sitt og eiginkonu sinnar veki upp spurningar um hæfi sitt. Hann segir þá staðreynd að Helga Jóna hafi gegnt stöðu formanns veiðifélagsins ekki hafa nein áhrif á hæfi sitt. „Þess skal jafnframt getið að sjálfur hef ég engan þátt tekið í störfum Landssambands veiðifélaga. Engar slíkar aðstæður eru fyrir hendi að draga megi óhlutdrægni mína í efa við vinnslu úttektar Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi,“ segir Guðmundur í yfirlýsingunni. Segir auglýsinguna ekki heldur hafa áhrif á hæfi sitt Í umfjöllun Bæjarins besta um málið var rifjað upp að Guðmundur hefur áður komið að laxeldi á öðrum vettvangi. Árið 2004, þegar hann var ráðuneytisstjóri í Landbúnaðarráðuneytinu, var auglýst bann við laxeldi í sjó á stórum hluta við Íslandsstrendur. Guðmundur skrifaði undir þá auglýsingu sem ráðuneytisstjóri. Guðmundur svarar einnig fyrir þetta í yfirlýsingunni. Hann segir að sem ráðuneytisstjóri hafi hann borið ábyrgð á rekstri allra þeirra mála sem undir ráðuneytið féllu að lögum og útgáfu reglugerða. Þar með talið hvað varðar veiði í ám og vötnum, eldi vatnadýra og önnur veiðimál. Meðal annars hafi hann komið að undirbúningi og útgáfu auglýsingarinnar sem um ræðir. „Með auglýsingunni leituðust stjórnvöld við að finna jafnvægi á milli ólíkra sjónarmiða um verndun villtra laxastofna og nýtingu auðlinda til sjókvíaeldis, en um er að ræða viðvarandi verkefni stjórnvalda,“ segir hann. Guðmundur segir svo að aðkoma sín að þessum störfum hafi heldur engin áhrif á hæfi sitt. Gerði nefndinni grein fyrir störfum sínum Einnig rifjar ísfirski miðillinn upp að Guðmundur var fulltrúi Íslands í NASCO, samtökum um vernd laxastofnsins í Norður-Atlantshafi, í nokkur ár. Guðmundur vill að því sé haldið til haga að hann gerði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd grein fyrir störfum sínum í þágu íslenskra stjórnvalda innan NASCO á fundum hennar í vikunni. Enn fremur segir hann ekkert í þeim störfum sínum vekja upp spurningar um hæfi sitt sem ríkisendurskoðanda. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan: Vegna fjölmiðlaumfjöllunar í gær og í dag um hæfi mitt í tengslum við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Því fer fjarri að eignarhald mitt og eiginkonu minnar á Leysingjastöðum í Dalabyggð undanfarna þrjá áratugi veki upp spurningar um hæfi skv. 13. gr. laga nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Eiginkona mín, Helga Jóna Benediktsdóttir, hefur undanfarin ár gegnt stöðu formanns Veiðifélags Laxár í Hvammssveit en sú staðreynd hefur engin áhrif á hæfi mitt skv. fyrrgreindum lögum. Þess skal jafnframt getið að sjálfur hef ég engan þátt tekið í störfum Landssambands veiðifélaga. Engar slíkar aðstæður eru fyrir hendi að draga megi óhlutdrægni mína í efa við vinnslu úttektar Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi. Samkvæmt lögum nr. 46/2016 sker ríkisendurskoðandi úr um sérstakt hæfi sitt og hefur embættið ekki talið neinn ágreining á ferðinni um það hæfi í þessari úttekt. Sem ráðuneytisstjóri landbúnaðarráðuneytisins á árunum 2000 til ársloka 2007 bar ég ábyrgð á rekstri allra þeirra mála sem undir ráðuneytið féllu að lögum og útgáfu reglugerða þar um, þ.m.t. hvað varðar veiði í ám og vötnum, eldi vatnadýra og önnur veiðimál. Meðal annars kom ég að undirbúningi og útgáfu auglýsingar nr. 460/2004 um friðunarsvæði þar sem eldi laxfiska í sjókvíum er óheimilt, en fjallað er um þá auglýsingu í skýrslu Ríkisendurskoðunar á bls. 47-48. Með auglýsingunni leituðust stjórnvöld við að finna jafnvægi á milli ólíkra sjónarmiða um verndun villtra laxastofna og nýtingu auðlinda til sjókvíaeldis, en um er að ræða viðvarandi verkefni stjórnvalda. Aðkoma mín að þessum störfum hefur engin áhrif á hæfi mitt skv. lögum nr. 46/2016. Fyrir hönd íslenskra stjórnvalda sat ég um árabil í fyrirsvari gagnvart Norður-Atlantshafslaxaverndunarstofnuninni (North Atlantic Salmon Conservation Organization - NASCO). Um er að ræða eina sameiginlega samstarfsvettvang þeirra þjóðríkja sem land eiga að Norður-Atlantshafi um málefni laxins. Aðildarríki NASCO voru þá Bandaríkin, Danmörk (fyrir Færeyjar og Grænland), Evrópusambandið, Ísland, Kanada, Noregur og Rússland. Ísland sagði sig úr NASCO á árinu 2009 en aðild að stofnuninni er að öðru leyti óbreytt nema að því leytinu til að Stóra Bretland varð aðili við úrsögn úr ESB. Sjókvíaeldi er stundað í töluverðum mæli af ríkjum innan vébanda NASCO. Stofnunin hefur með störfum sínum m.a. leitast við að lágmarka áhættu á erfðablöndun vegna sjókvíaeldis og útbreiðslu fisksjúkdóma, markmið sem hefur alla tíð farið saman við stefnu Íslands í málaflokknum. Meira er hægt að lesa um NASCO og fiskeldi hér: Aquaculture and Related Activities - NASCO. Því skal haldið til haga að ég gerði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd grein fyrir störfum mínum í þágu íslenskra stjórnvalda innan NASCO á fundum hennar nú í vikunni. Ekkert í þeim störfum vekur spurningar um hæfi ríkisendurskoðanda skv. fyrrgreindum lögum. Fréttin er í vinnslu. Fiskeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Bæjarins besta, staðarmiðillinn á Ísafirði greindi frá því í morgun að Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi ætti hagsmuna að gæta á sviði laxveiði. Guðmundur og Helga Jóna Benediktsdóttir, eiginkona hans, ættu jörðina Leysingjastöðum í Dalasýslu. Þá er Helga Jóna formaður veiðifélags Laxár í Hvammssveit. Fréttastofa hafði samband við Guðmund vegna málsins sem sendi yfirlýsingu í kjölfarið. Hann segir í henni að því fari fjarri að eignarhald sitt og eiginkonu sinnar veki upp spurningar um hæfi sitt. Hann segir þá staðreynd að Helga Jóna hafi gegnt stöðu formanns veiðifélagsins ekki hafa nein áhrif á hæfi sitt. „Þess skal jafnframt getið að sjálfur hef ég engan þátt tekið í störfum Landssambands veiðifélaga. Engar slíkar aðstæður eru fyrir hendi að draga megi óhlutdrægni mína í efa við vinnslu úttektar Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi,“ segir Guðmundur í yfirlýsingunni. Segir auglýsinguna ekki heldur hafa áhrif á hæfi sitt Í umfjöllun Bæjarins besta um málið var rifjað upp að Guðmundur hefur áður komið að laxeldi á öðrum vettvangi. Árið 2004, þegar hann var ráðuneytisstjóri í Landbúnaðarráðuneytinu, var auglýst bann við laxeldi í sjó á stórum hluta við Íslandsstrendur. Guðmundur skrifaði undir þá auglýsingu sem ráðuneytisstjóri. Guðmundur svarar einnig fyrir þetta í yfirlýsingunni. Hann segir að sem ráðuneytisstjóri hafi hann borið ábyrgð á rekstri allra þeirra mála sem undir ráðuneytið féllu að lögum og útgáfu reglugerða. Þar með talið hvað varðar veiði í ám og vötnum, eldi vatnadýra og önnur veiðimál. Meðal annars hafi hann komið að undirbúningi og útgáfu auglýsingarinnar sem um ræðir. „Með auglýsingunni leituðust stjórnvöld við að finna jafnvægi á milli ólíkra sjónarmiða um verndun villtra laxastofna og nýtingu auðlinda til sjókvíaeldis, en um er að ræða viðvarandi verkefni stjórnvalda,“ segir hann. Guðmundur segir svo að aðkoma sín að þessum störfum hafi heldur engin áhrif á hæfi sitt. Gerði nefndinni grein fyrir störfum sínum Einnig rifjar ísfirski miðillinn upp að Guðmundur var fulltrúi Íslands í NASCO, samtökum um vernd laxastofnsins í Norður-Atlantshafi, í nokkur ár. Guðmundur vill að því sé haldið til haga að hann gerði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd grein fyrir störfum sínum í þágu íslenskra stjórnvalda innan NASCO á fundum hennar í vikunni. Enn fremur segir hann ekkert í þeim störfum sínum vekja upp spurningar um hæfi sitt sem ríkisendurskoðanda. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan: Vegna fjölmiðlaumfjöllunar í gær og í dag um hæfi mitt í tengslum við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Því fer fjarri að eignarhald mitt og eiginkonu minnar á Leysingjastöðum í Dalabyggð undanfarna þrjá áratugi veki upp spurningar um hæfi skv. 13. gr. laga nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Eiginkona mín, Helga Jóna Benediktsdóttir, hefur undanfarin ár gegnt stöðu formanns Veiðifélags Laxár í Hvammssveit en sú staðreynd hefur engin áhrif á hæfi mitt skv. fyrrgreindum lögum. Þess skal jafnframt getið að sjálfur hef ég engan þátt tekið í störfum Landssambands veiðifélaga. Engar slíkar aðstæður eru fyrir hendi að draga megi óhlutdrægni mína í efa við vinnslu úttektar Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi. Samkvæmt lögum nr. 46/2016 sker ríkisendurskoðandi úr um sérstakt hæfi sitt og hefur embættið ekki talið neinn ágreining á ferðinni um það hæfi í þessari úttekt. Sem ráðuneytisstjóri landbúnaðarráðuneytisins á árunum 2000 til ársloka 2007 bar ég ábyrgð á rekstri allra þeirra mála sem undir ráðuneytið féllu að lögum og útgáfu reglugerða þar um, þ.m.t. hvað varðar veiði í ám og vötnum, eldi vatnadýra og önnur veiðimál. Meðal annars kom ég að undirbúningi og útgáfu auglýsingar nr. 460/2004 um friðunarsvæði þar sem eldi laxfiska í sjókvíum er óheimilt, en fjallað er um þá auglýsingu í skýrslu Ríkisendurskoðunar á bls. 47-48. Með auglýsingunni leituðust stjórnvöld við að finna jafnvægi á milli ólíkra sjónarmiða um verndun villtra laxastofna og nýtingu auðlinda til sjókvíaeldis, en um er að ræða viðvarandi verkefni stjórnvalda. Aðkoma mín að þessum störfum hefur engin áhrif á hæfi mitt skv. lögum nr. 46/2016. Fyrir hönd íslenskra stjórnvalda sat ég um árabil í fyrirsvari gagnvart Norður-Atlantshafslaxaverndunarstofnuninni (North Atlantic Salmon Conservation Organization - NASCO). Um er að ræða eina sameiginlega samstarfsvettvang þeirra þjóðríkja sem land eiga að Norður-Atlantshafi um málefni laxins. Aðildarríki NASCO voru þá Bandaríkin, Danmörk (fyrir Færeyjar og Grænland), Evrópusambandið, Ísland, Kanada, Noregur og Rússland. Ísland sagði sig úr NASCO á árinu 2009 en aðild að stofnuninni er að öðru leyti óbreytt nema að því leytinu til að Stóra Bretland varð aðili við úrsögn úr ESB. Sjókvíaeldi er stundað í töluverðum mæli af ríkjum innan vébanda NASCO. Stofnunin hefur með störfum sínum m.a. leitast við að lágmarka áhættu á erfðablöndun vegna sjókvíaeldis og útbreiðslu fisksjúkdóma, markmið sem hefur alla tíð farið saman við stefnu Íslands í málaflokknum. Meira er hægt að lesa um NASCO og fiskeldi hér: Aquaculture and Related Activities - NASCO. Því skal haldið til haga að ég gerði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd grein fyrir störfum mínum í þágu íslenskra stjórnvalda innan NASCO á fundum hennar nú í vikunni. Ekkert í þeim störfum vekur spurningar um hæfi ríkisendurskoðanda skv. fyrrgreindum lögum. Fréttin er í vinnslu.
Vegna fjölmiðlaumfjöllunar í gær og í dag um hæfi mitt í tengslum við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Því fer fjarri að eignarhald mitt og eiginkonu minnar á Leysingjastöðum í Dalabyggð undanfarna þrjá áratugi veki upp spurningar um hæfi skv. 13. gr. laga nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Eiginkona mín, Helga Jóna Benediktsdóttir, hefur undanfarin ár gegnt stöðu formanns Veiðifélags Laxár í Hvammssveit en sú staðreynd hefur engin áhrif á hæfi mitt skv. fyrrgreindum lögum. Þess skal jafnframt getið að sjálfur hef ég engan þátt tekið í störfum Landssambands veiðifélaga. Engar slíkar aðstæður eru fyrir hendi að draga megi óhlutdrægni mína í efa við vinnslu úttektar Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi. Samkvæmt lögum nr. 46/2016 sker ríkisendurskoðandi úr um sérstakt hæfi sitt og hefur embættið ekki talið neinn ágreining á ferðinni um það hæfi í þessari úttekt. Sem ráðuneytisstjóri landbúnaðarráðuneytisins á árunum 2000 til ársloka 2007 bar ég ábyrgð á rekstri allra þeirra mála sem undir ráðuneytið féllu að lögum og útgáfu reglugerða þar um, þ.m.t. hvað varðar veiði í ám og vötnum, eldi vatnadýra og önnur veiðimál. Meðal annars kom ég að undirbúningi og útgáfu auglýsingar nr. 460/2004 um friðunarsvæði þar sem eldi laxfiska í sjókvíum er óheimilt, en fjallað er um þá auglýsingu í skýrslu Ríkisendurskoðunar á bls. 47-48. Með auglýsingunni leituðust stjórnvöld við að finna jafnvægi á milli ólíkra sjónarmiða um verndun villtra laxastofna og nýtingu auðlinda til sjókvíaeldis, en um er að ræða viðvarandi verkefni stjórnvalda. Aðkoma mín að þessum störfum hefur engin áhrif á hæfi mitt skv. lögum nr. 46/2016. Fyrir hönd íslenskra stjórnvalda sat ég um árabil í fyrirsvari gagnvart Norður-Atlantshafslaxaverndunarstofnuninni (North Atlantic Salmon Conservation Organization - NASCO). Um er að ræða eina sameiginlega samstarfsvettvang þeirra þjóðríkja sem land eiga að Norður-Atlantshafi um málefni laxins. Aðildarríki NASCO voru þá Bandaríkin, Danmörk (fyrir Færeyjar og Grænland), Evrópusambandið, Ísland, Kanada, Noregur og Rússland. Ísland sagði sig úr NASCO á árinu 2009 en aðild að stofnuninni er að öðru leyti óbreytt nema að því leytinu til að Stóra Bretland varð aðili við úrsögn úr ESB. Sjókvíaeldi er stundað í töluverðum mæli af ríkjum innan vébanda NASCO. Stofnunin hefur með störfum sínum m.a. leitast við að lágmarka áhættu á erfðablöndun vegna sjókvíaeldis og útbreiðslu fisksjúkdóma, markmið sem hefur alla tíð farið saman við stefnu Íslands í málaflokknum. Meira er hægt að lesa um NASCO og fiskeldi hér: Aquaculture and Related Activities - NASCO. Því skal haldið til haga að ég gerði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd grein fyrir störfum mínum í þágu íslenskra stjórnvalda innan NASCO á fundum hennar nú í vikunni. Ekkert í þeim störfum vekur spurningar um hæfi ríkisendurskoðanda skv. fyrrgreindum lögum.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent