Minnstu bræðurnir Gunnar Jónsson skrifar 10. febrúar 2023 14:30 Kópavogskirkja er fallegasta kirkja á Íslandi og stendur á fallegasta kirkjustæðinu, fullyrði ég. Þar rétt fyrir neðan, á svæðinu á milli ærslabelgsins og Gerðarsafns, stóð hús sem hýsti KFUM þegar ég var gutti. Við vinirnir sóttum fundi þar og nutum veraldlegra spennusagna sem Guðmundar Einarsson mælti af munni fram á þann veg að ekki var hægt að sleppa næsta fundi. Í bland var svo fróðleikur úr biblíunni. Ég hef aldrei efast um að þátttaka í KFUM hafi gert mér gott, jafnvel þótt ég mætti sækja Kópavogskirkju betur en ég geri. Eftirminnileg saga úr KFUM er af minnsta bróðurnum, fengin úr Matteusarguðspjalli. Biblíuna endurritar maður ekki, heldur lætur hana tala fyrir sig sjálfa: …hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín… Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Fjöldi smárra bræðra og systra hefur sótt í skjól á Íslandi undanfarið. Sem betur fer hefur mörgum verið tekið vel, þótt betur megi gera. Ríkisstjórnin hefur leitað samstarfs við sveitarfélög um móttöku flóttamanna og mörg hafa brugðist vel við, þ.á m. höfuðborgin, Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær, Árborg og önnur minni sveitarfélög, sem hafa boðist til þess að hýsa, fæða og klæða okkar minnstu bræður og systur. Kópavog er hins vegar ekki að finna á listanum. Það er til skammar. Er ástæða fjarveru Kópavogs af listanum sú að bæjaryfirvöld óttist kostnað sem af kunni að hljótast? Það kann að kosta eitthvað að breyta rétt. Samfélagsleg ábyrgð er ekki ókeypis frekar en annað í lífinu. Ég vil að sá Kópavogur sem ég tilheyri rísi undir ábyrgðinni. Kostnaðurinn er fjárfesting í betra og mannúðlegra samfélagi. Kópavogur varð til sem sveitarfélag þeirra sem ekki nutu náðar valdhafanna í höfuðborginni – samfélag minnstu bræðranna. Þeim rótum má ekki gleyma. Kópavogur á að fara fyrir í að hjálpa þeim sem helst eru hjálpar þurfi, ekki vera eftirbátur annarra. Fjárfesting í betra samfélagi er góð fjárfesting sem skilar góðri ávöxtun á alla mælikvarða. Mannúð elur af sér mannúð. Bæjarstjóranum og meirihluta bæjarstjórnar væri hollt að lesa niðurlag guðspjallsins að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gefa sig út fyrir að vera flokkar byggðir upp á kristilegu siðgæði. Þeir þurfa að sýna það í verki. Til þess ætlast ég sem gamall KFUM maður og Kópavogsbúi. Höfundur er Kópavogsbúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Kópavogskirkja er fallegasta kirkja á Íslandi og stendur á fallegasta kirkjustæðinu, fullyrði ég. Þar rétt fyrir neðan, á svæðinu á milli ærslabelgsins og Gerðarsafns, stóð hús sem hýsti KFUM þegar ég var gutti. Við vinirnir sóttum fundi þar og nutum veraldlegra spennusagna sem Guðmundar Einarsson mælti af munni fram á þann veg að ekki var hægt að sleppa næsta fundi. Í bland var svo fróðleikur úr biblíunni. Ég hef aldrei efast um að þátttaka í KFUM hafi gert mér gott, jafnvel þótt ég mætti sækja Kópavogskirkju betur en ég geri. Eftirminnileg saga úr KFUM er af minnsta bróðurnum, fengin úr Matteusarguðspjalli. Biblíuna endurritar maður ekki, heldur lætur hana tala fyrir sig sjálfa: …hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín… Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Fjöldi smárra bræðra og systra hefur sótt í skjól á Íslandi undanfarið. Sem betur fer hefur mörgum verið tekið vel, þótt betur megi gera. Ríkisstjórnin hefur leitað samstarfs við sveitarfélög um móttöku flóttamanna og mörg hafa brugðist vel við, þ.á m. höfuðborgin, Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær, Árborg og önnur minni sveitarfélög, sem hafa boðist til þess að hýsa, fæða og klæða okkar minnstu bræður og systur. Kópavog er hins vegar ekki að finna á listanum. Það er til skammar. Er ástæða fjarveru Kópavogs af listanum sú að bæjaryfirvöld óttist kostnað sem af kunni að hljótast? Það kann að kosta eitthvað að breyta rétt. Samfélagsleg ábyrgð er ekki ókeypis frekar en annað í lífinu. Ég vil að sá Kópavogur sem ég tilheyri rísi undir ábyrgðinni. Kostnaðurinn er fjárfesting í betra og mannúðlegra samfélagi. Kópavogur varð til sem sveitarfélag þeirra sem ekki nutu náðar valdhafanna í höfuðborginni – samfélag minnstu bræðranna. Þeim rótum má ekki gleyma. Kópavogur á að fara fyrir í að hjálpa þeim sem helst eru hjálpar þurfi, ekki vera eftirbátur annarra. Fjárfesting í betra samfélagi er góð fjárfesting sem skilar góðri ávöxtun á alla mælikvarða. Mannúð elur af sér mannúð. Bæjarstjóranum og meirihluta bæjarstjórnar væri hollt að lesa niðurlag guðspjallsins að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gefa sig út fyrir að vera flokkar byggðir upp á kristilegu siðgæði. Þeir þurfa að sýna það í verki. Til þess ætlast ég sem gamall KFUM maður og Kópavogsbúi. Höfundur er Kópavogsbúi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar