Björgvin brunaði á bráðamóttökuna: „Sé bara ofan í höndina á mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. febrúar 2023 23:31 Björgvin Páll varð fyrir óheppilegum meiðslum á hönd í gær. Hann mun spila með sauma í höndinni í komandi leik, gegn læknisráði. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Björgvin Páll Gústavsson var illa útleikinn eftir sigur Vals á KA í Olís-deild karla í gærkvöld og þurfti að sauma fingrakjúku hans saman á sjúkrahúsi. Það kom sér vel að leiknum var flýtt, líkt og Björgvin hafði kallað eftir fyrr um daginn, þar sem hann gat brunað á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsmanna suður. Björgvin Páll lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlinum Twitter í gær með þá ákvörðun KA og HSÍ að vilja ekki flýta leiknum - svo Valsmenn gætu flogið aftur suður beint eftir leik. Úr varð mikið yfirlýsingaflaum sitt á hvað, en lendingin varð að endingu sú að leiknum var flýtt og Valsmenn gátu flogið rakleiðis suðureftir. „Maður mætti þarna aðeins snemma til þess að spjalla við fólkið í kringum félagið. Þetta hefur ekkert með KA að gera, það er yndislegt félag sem ég held mikið upp á,“ segir Björgvin Páll. „Þetta er kannski sorglegt líka því að KA og önnur félög utan af landi lenda einmitt í þessari aðstöðu mjög oft og sjaldan er tekið tillit til þeirra í þessari aðstöðu,“ Svo það eru ekki nein særindi eða neitt slíkt eftir orðin sem látin voru falla í gær? „Nei, alls ekki. Ég á nú allt of marga vini þarna til þess að vera í einhverjum særindum. Ég kannski hefði þurft að vera eftir til að slökkva nokkra elda þarna undir restina,“ segir Björgvin og brosir við. Aldrei lent í slíku áður Valur vann leikinn 36-32 og eru nú með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Björgvin meiddist hins vegar snemma leiks og hans skrautlega degi langt í frá lokið. Hann brunaði beinustu leið á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsara og þurfti að fá sauma í höndina. „Ég fæ skot í puttann, eitthvað mjög skringilegt skot, sem ég hef aldrei lent í áður og það rifnar á milli fingranna. Ég fæ svona stórt gat og sé bara ofan í höndina á mér, öll liðböndin og draslið,“ „Ég þurfti svo bara að láta sauma fyrir þetta þegar ég kom á Slysó í gær,“ segir Björgvin Páll. Hundsar læknisráð vegna stórleiks Þrátt fyrir læknisráð um annað segist Björgvin ekki geta látið þetta koma í veg fyrir þátttöku sína í afar mikilvægum leik Vals við Benidorm í Evrópudeildinni á þriðjudaginn. Hann æfi ekki þangað til en muni þar spila með saumana í höndinni. „Ég gef mér þessa tvo til þrjá daga á milli til að slaka á og gefa þessu smá pásu. Læknirinn vildi nú meina að ég þyrfti aðeins meiri pásu heldur en tvo til þrjá daga fyrir svona saum að gróa,“ segir Björgvin Páll. „En hjúkkan var fljót að segja að ég væri þannig gaur að ég hlýddi nú aldrei, þannig að það þýðir ekkert að segja mér til. Ég fékk svo bara ráðleggingar frá þeim hvernig ég ætti teipa þetta og loka þessu þegar í leikinn er komið,“ „Þetta stoppar mig ekkert frá því að taka þátt í þessu frábæra verkefni sem fram undan er á móti Benidorm.“ sagði Björgvin Páll að endingu. Leikur Vals og Benidorm er klukkan 19:30 á þriðjudaginn kemur. Hann verður líkt og aðrir leikir Vals í Evrópu í beinni á Stöð 2 Sport. Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Sjá meira
Björgvin Páll lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlinum Twitter í gær með þá ákvörðun KA og HSÍ að vilja ekki flýta leiknum - svo Valsmenn gætu flogið aftur suður beint eftir leik. Úr varð mikið yfirlýsingaflaum sitt á hvað, en lendingin varð að endingu sú að leiknum var flýtt og Valsmenn gátu flogið rakleiðis suðureftir. „Maður mætti þarna aðeins snemma til þess að spjalla við fólkið í kringum félagið. Þetta hefur ekkert með KA að gera, það er yndislegt félag sem ég held mikið upp á,“ segir Björgvin Páll. „Þetta er kannski sorglegt líka því að KA og önnur félög utan af landi lenda einmitt í þessari aðstöðu mjög oft og sjaldan er tekið tillit til þeirra í þessari aðstöðu,“ Svo það eru ekki nein særindi eða neitt slíkt eftir orðin sem látin voru falla í gær? „Nei, alls ekki. Ég á nú allt of marga vini þarna til þess að vera í einhverjum særindum. Ég kannski hefði þurft að vera eftir til að slökkva nokkra elda þarna undir restina,“ segir Björgvin og brosir við. Aldrei lent í slíku áður Valur vann leikinn 36-32 og eru nú með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Björgvin meiddist hins vegar snemma leiks og hans skrautlega degi langt í frá lokið. Hann brunaði beinustu leið á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsara og þurfti að fá sauma í höndina. „Ég fæ skot í puttann, eitthvað mjög skringilegt skot, sem ég hef aldrei lent í áður og það rifnar á milli fingranna. Ég fæ svona stórt gat og sé bara ofan í höndina á mér, öll liðböndin og draslið,“ „Ég þurfti svo bara að láta sauma fyrir þetta þegar ég kom á Slysó í gær,“ segir Björgvin Páll. Hundsar læknisráð vegna stórleiks Þrátt fyrir læknisráð um annað segist Björgvin ekki geta látið þetta koma í veg fyrir þátttöku sína í afar mikilvægum leik Vals við Benidorm í Evrópudeildinni á þriðjudaginn. Hann æfi ekki þangað til en muni þar spila með saumana í höndinni. „Ég gef mér þessa tvo til þrjá daga á milli til að slaka á og gefa þessu smá pásu. Læknirinn vildi nú meina að ég þyrfti aðeins meiri pásu heldur en tvo til þrjá daga fyrir svona saum að gróa,“ segir Björgvin Páll. „En hjúkkan var fljót að segja að ég væri þannig gaur að ég hlýddi nú aldrei, þannig að það þýðir ekkert að segja mér til. Ég fékk svo bara ráðleggingar frá þeim hvernig ég ætti teipa þetta og loka þessu þegar í leikinn er komið,“ „Þetta stoppar mig ekkert frá því að taka þátt í þessu frábæra verkefni sem fram undan er á móti Benidorm.“ sagði Björgvin Páll að endingu. Leikur Vals og Benidorm er klukkan 19:30 á þriðjudaginn kemur. Hann verður líkt og aðrir leikir Vals í Evrópu í beinni á Stöð 2 Sport.
Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Sjá meira