Alma Mathiesen og Arna Dís Arnþórsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Stjörnuna í leiknum en Aníta Ýr Þorvaldsdóttir skoraði eitt mark og eitt marka Stjörnunnar var sjálfsmark.
Keflavík lagði svo Aftureldingu að velli 3-2 í hinum leik dagsins í riðli 2 í A-deild Lengjubikars kvenna. Elfa Karen Guðmundsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Keflavík í þeim leik og Caroline Slambrouck bætti þriðja markinu við fyrir Suðurnesjaliðið.
Katrín Rut Kvaran og Hildur Karítas Gunnarsdóttir höfðu hins vegar komið Aftureldingu tveimur mörkum yfir í leiknum.
Þetta voru fyrstu leikir riðilsins en auk framangreindra liða eru Breiðablik og ÍBV í riðli 2.
Í riðli 1 burstaði Þróttur svo KR en lokatölur í þeim leik urðu 11-0. Þar skoruðu Ólöf Sigríður Kristjánsdóttir, sem var valinn í A-landsliðið á dögunum í fyrsta skipti, Brynja Rán Knudsen, Katla Tryggvadóttir og Sierra Lelii skoruðu tvö mörk hver.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, Freyja Karín Þorvarðardóttir og Sæunn Björnsdóttir skoruðu síðan eitt mark hver.
Valur og Selfoss áttu að mætast fyrr í dag í riðli 1 en þeim leik var frestað vegna veðurs.