Þorgerður Katrín endurkjörinn formaður og Sigmar ritari Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. febrúar 2023 18:55 Daði Már Kristófersson, varaformaður, Þorgerður Katrín formaður og Sigmar Guðmundsson ritari Viðreisnar. viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur verið endurkjörin formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson var kjörinn varaformaður. Sigmar Guðmundsson var kjörinn í nýtt forystuembætti ritara. Kosið var í stjórn Viðreisnar á landsþingi félagsins á Reykjavík Natura Hótel í dag. Auk fyrrgreindra embætta var kosið í fjögurra manna stjórn og fimm manna málefnaráð. Í stefnuræðu sinni sagði Þorgerður Katrín að sífellt færri fylgi stjórn stjórnmálaflokkum í blindni en fleiri tali gegn samþjöppun valds sem „gömlu flokkarnir“ standa vörð um. Hún vill að misnotkun vímugjafa verði hreint og beint heilbrigðismál. Ræða Þorgerðar í heild sinni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mYZjSk9dgJg">watch on YouTube</a> Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, sem kjörinn var í embætti ritara kveðst þakklátur fyrir traustið. „Ég hef óbilandi trú á að það séu mikil tækifæri til staðar í íslensku samfélagi fyrir frjálslyndan flokk eins og okkar. Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi,“ er haft eftir Sigmari á vef Viðreisnar. Tveir gáfu kost á sér í kjöri til varaformanns, Daði Már Kristófersson varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Daði Már var eins og áður segir endurkjörinn varaformaður. Til stjórnarsetu voru kjörin Jón Steindór Valdimarsson, Thomas Möller, Sara Dögg Svanhildardóttir og Elín Anna Gísladóttir. Varamenn í stjórn voru kjörin Natan Kolbeinsson og Kamma Thordarson. Nýkjörin stjórn Viðreisnar.viðreisn Málefnaráð Viðreisnar skipa, að loknum landsþingi, Pawel Bartoszek, Eyþór Eðvarðsson, Hildur Bettý Kristjánsdóttir, Lilja G. Karlsdóttir, Oddný Arnarsdóttir og Friðrik Sigurðsson. Til vara voru kjörnir Máni Þór Magnason og Þröstur V. Söring. Forysta, stjórn og málefnaráð eru kjörin til tveggja ára í senn og munu því gegna sínum störfum fram að næsta landsþingi sem verður haldið 2025. Viðreisn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Kosið var í stjórn Viðreisnar á landsþingi félagsins á Reykjavík Natura Hótel í dag. Auk fyrrgreindra embætta var kosið í fjögurra manna stjórn og fimm manna málefnaráð. Í stefnuræðu sinni sagði Þorgerður Katrín að sífellt færri fylgi stjórn stjórnmálaflokkum í blindni en fleiri tali gegn samþjöppun valds sem „gömlu flokkarnir“ standa vörð um. Hún vill að misnotkun vímugjafa verði hreint og beint heilbrigðismál. Ræða Þorgerðar í heild sinni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mYZjSk9dgJg">watch on YouTube</a> Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, sem kjörinn var í embætti ritara kveðst þakklátur fyrir traustið. „Ég hef óbilandi trú á að það séu mikil tækifæri til staðar í íslensku samfélagi fyrir frjálslyndan flokk eins og okkar. Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi,“ er haft eftir Sigmari á vef Viðreisnar. Tveir gáfu kost á sér í kjöri til varaformanns, Daði Már Kristófersson varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Daði Már var eins og áður segir endurkjörinn varaformaður. Til stjórnarsetu voru kjörin Jón Steindór Valdimarsson, Thomas Möller, Sara Dögg Svanhildardóttir og Elín Anna Gísladóttir. Varamenn í stjórn voru kjörin Natan Kolbeinsson og Kamma Thordarson. Nýkjörin stjórn Viðreisnar.viðreisn Málefnaráð Viðreisnar skipa, að loknum landsþingi, Pawel Bartoszek, Eyþór Eðvarðsson, Hildur Bettý Kristjánsdóttir, Lilja G. Karlsdóttir, Oddný Arnarsdóttir og Friðrik Sigurðsson. Til vara voru kjörnir Máni Þór Magnason og Þröstur V. Söring. Forysta, stjórn og málefnaráð eru kjörin til tveggja ára í senn og munu því gegna sínum störfum fram að næsta landsþingi sem verður haldið 2025.
Viðreisn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira