Héraðsdómur ómerktur vegna tölvupósta dómarans Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 14:19 Landsréttur taldi að ummæli héraðsdómara gæfu ákærða með réttu tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Vísir/Egill Héraðsdómur í máli karlmanns sem ákærður hefur verið fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu og börnum hefur verið ómerktur. Dómari tjáði sig um efni málsins í tölvupósti og taldi Landsréttur að draga mætti óhlutdrægni hans í efa. Héraðsdómur fær málið í sínar hendur á ný. Dómur héraðsdóms féll í september 2021. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa tekið hana hálstaki, ógnað með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana og hótað henni og tengdum aðilum lífláti og líkamsmeiðingum. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi og til greiðslu 1,8 milljóna í miskabætur. Ríkissaksóknari áfrýjaði til Landsréttar og krafðist þyngri refsingar. Maðurinn krafðist hins vegar ómerkingar á dóminum og sagði héraðsdómara hafa verið búinn að taka afstöðu til sakarefnis málsins áður en málið var munnlega flutt. Því til stuðnings vísaði hann til tölvupóstsamskipta verjanda og dómarans í málinu. Hann taldi dómarann hafa verið búinn að ákveða sakfellingu, áður en aðalmeðferð fór fram. Tilefni tölvupóstsins var beiðni verjanda ákærða um að fresta aðalmeðferðinni. Það leist héraðsdómara ekki vel á: „Þá vek ég athygli á því að ákærði hefur alla vega að hluta til játað sök og virðast rannsóknargögn málsins styðja þær játningar. Mér er til efs að málsvörn ákærða geti orðið til þess að hann geti horfið frá þessum játningum á trúverðugan hátt. Þá hefur ákærða ítrekað verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart einum brotaþolanum og bendir það nú til þess að ákæran eigi alla vega að hluta til við rök að styðjast,“ sagði héraðsdómari meðal annars í tölvupóstinum umþrætta. Aftur heim í hérað Við úrlausn málsins leit Landsréttur til stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar lagt væri mat á hæfi dómara verði að tryggja að dómari sé ekki aðeins óhlutdrægur, heldur verði einnig að tryggja traust almennings ef réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni dómstóla. Sé réttmætur vafi til staðar bæri dómaranum að víkja. Þá sagði Landsréttur enn fremur að dómari verði að gæta þess að efnisleg afstaða hans til málsins komi ekki fram fyrr en í dóminum sjálfum. Ummæli dómarans í tölvupóstsamskiptum við verjanda og sækjanda málsins gæfu því tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að ómerkja dóminn og vísa honum aftur heim í hérað til úrlausnar á ný. Þá taldi Landsréttur einnig ástæðu til að finna að samningu dómsins sjálfs. Dómsmál Heimilisofbeldi Dómstólar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Dómur héraðsdóms féll í september 2021. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa tekið hana hálstaki, ógnað með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana og hótað henni og tengdum aðilum lífláti og líkamsmeiðingum. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi og til greiðslu 1,8 milljóna í miskabætur. Ríkissaksóknari áfrýjaði til Landsréttar og krafðist þyngri refsingar. Maðurinn krafðist hins vegar ómerkingar á dóminum og sagði héraðsdómara hafa verið búinn að taka afstöðu til sakarefnis málsins áður en málið var munnlega flutt. Því til stuðnings vísaði hann til tölvupóstsamskipta verjanda og dómarans í málinu. Hann taldi dómarann hafa verið búinn að ákveða sakfellingu, áður en aðalmeðferð fór fram. Tilefni tölvupóstsins var beiðni verjanda ákærða um að fresta aðalmeðferðinni. Það leist héraðsdómara ekki vel á: „Þá vek ég athygli á því að ákærði hefur alla vega að hluta til játað sök og virðast rannsóknargögn málsins styðja þær játningar. Mér er til efs að málsvörn ákærða geti orðið til þess að hann geti horfið frá þessum játningum á trúverðugan hátt. Þá hefur ákærða ítrekað verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart einum brotaþolanum og bendir það nú til þess að ákæran eigi alla vega að hluta til við rök að styðjast,“ sagði héraðsdómari meðal annars í tölvupóstinum umþrætta. Aftur heim í hérað Við úrlausn málsins leit Landsréttur til stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar lagt væri mat á hæfi dómara verði að tryggja að dómari sé ekki aðeins óhlutdrægur, heldur verði einnig að tryggja traust almennings ef réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni dómstóla. Sé réttmætur vafi til staðar bæri dómaranum að víkja. Þá sagði Landsréttur enn fremur að dómari verði að gæta þess að efnisleg afstaða hans til málsins komi ekki fram fyrr en í dóminum sjálfum. Ummæli dómarans í tölvupóstsamskiptum við verjanda og sækjanda málsins gæfu því tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að ómerkja dóminn og vísa honum aftur heim í hérað til úrlausnar á ný. Þá taldi Landsréttur einnig ástæðu til að finna að samningu dómsins sjálfs.
Dómsmál Heimilisofbeldi Dómstólar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent