Héraðsdómur ómerktur vegna tölvupósta dómarans Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 14:19 Landsréttur taldi að ummæli héraðsdómara gæfu ákærða með réttu tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Vísir/Egill Héraðsdómur í máli karlmanns sem ákærður hefur verið fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu og börnum hefur verið ómerktur. Dómari tjáði sig um efni málsins í tölvupósti og taldi Landsréttur að draga mætti óhlutdrægni hans í efa. Héraðsdómur fær málið í sínar hendur á ný. Dómur héraðsdóms féll í september 2021. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa tekið hana hálstaki, ógnað með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana og hótað henni og tengdum aðilum lífláti og líkamsmeiðingum. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi og til greiðslu 1,8 milljóna í miskabætur. Ríkissaksóknari áfrýjaði til Landsréttar og krafðist þyngri refsingar. Maðurinn krafðist hins vegar ómerkingar á dóminum og sagði héraðsdómara hafa verið búinn að taka afstöðu til sakarefnis málsins áður en málið var munnlega flutt. Því til stuðnings vísaði hann til tölvupóstsamskipta verjanda og dómarans í málinu. Hann taldi dómarann hafa verið búinn að ákveða sakfellingu, áður en aðalmeðferð fór fram. Tilefni tölvupóstsins var beiðni verjanda ákærða um að fresta aðalmeðferðinni. Það leist héraðsdómara ekki vel á: „Þá vek ég athygli á því að ákærði hefur alla vega að hluta til játað sök og virðast rannsóknargögn málsins styðja þær játningar. Mér er til efs að málsvörn ákærða geti orðið til þess að hann geti horfið frá þessum játningum á trúverðugan hátt. Þá hefur ákærða ítrekað verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart einum brotaþolanum og bendir það nú til þess að ákæran eigi alla vega að hluta til við rök að styðjast,“ sagði héraðsdómari meðal annars í tölvupóstinum umþrætta. Aftur heim í hérað Við úrlausn málsins leit Landsréttur til stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar lagt væri mat á hæfi dómara verði að tryggja að dómari sé ekki aðeins óhlutdrægur, heldur verði einnig að tryggja traust almennings ef réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni dómstóla. Sé réttmætur vafi til staðar bæri dómaranum að víkja. Þá sagði Landsréttur enn fremur að dómari verði að gæta þess að efnisleg afstaða hans til málsins komi ekki fram fyrr en í dóminum sjálfum. Ummæli dómarans í tölvupóstsamskiptum við verjanda og sækjanda málsins gæfu því tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að ómerkja dóminn og vísa honum aftur heim í hérað til úrlausnar á ný. Þá taldi Landsréttur einnig ástæðu til að finna að samningu dómsins sjálfs. Dómsmál Heimilisofbeldi Dómstólar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Dómur héraðsdóms féll í september 2021. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa tekið hana hálstaki, ógnað með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana og hótað henni og tengdum aðilum lífláti og líkamsmeiðingum. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi og til greiðslu 1,8 milljóna í miskabætur. Ríkissaksóknari áfrýjaði til Landsréttar og krafðist þyngri refsingar. Maðurinn krafðist hins vegar ómerkingar á dóminum og sagði héraðsdómara hafa verið búinn að taka afstöðu til sakarefnis málsins áður en málið var munnlega flutt. Því til stuðnings vísaði hann til tölvupóstsamskipta verjanda og dómarans í málinu. Hann taldi dómarann hafa verið búinn að ákveða sakfellingu, áður en aðalmeðferð fór fram. Tilefni tölvupóstsins var beiðni verjanda ákærða um að fresta aðalmeðferðinni. Það leist héraðsdómara ekki vel á: „Þá vek ég athygli á því að ákærði hefur alla vega að hluta til játað sök og virðast rannsóknargögn málsins styðja þær játningar. Mér er til efs að málsvörn ákærða geti orðið til þess að hann geti horfið frá þessum játningum á trúverðugan hátt. Þá hefur ákærða ítrekað verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart einum brotaþolanum og bendir það nú til þess að ákæran eigi alla vega að hluta til við rök að styðjast,“ sagði héraðsdómari meðal annars í tölvupóstinum umþrætta. Aftur heim í hérað Við úrlausn málsins leit Landsréttur til stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar lagt væri mat á hæfi dómara verði að tryggja að dómari sé ekki aðeins óhlutdrægur, heldur verði einnig að tryggja traust almennings ef réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni dómstóla. Sé réttmætur vafi til staðar bæri dómaranum að víkja. Þá sagði Landsréttur enn fremur að dómari verði að gæta þess að efnisleg afstaða hans til málsins komi ekki fram fyrr en í dóminum sjálfum. Ummæli dómarans í tölvupóstsamskiptum við verjanda og sækjanda málsins gæfu því tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að ómerkja dóminn og vísa honum aftur heim í hérað til úrlausnar á ný. Þá taldi Landsréttur einnig ástæðu til að finna að samningu dómsins sjálfs.
Dómsmál Heimilisofbeldi Dómstólar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent