Úrslitastund sem undirstrikar allt það sem er að Valur Páll Eiríksson skrifar 15. febrúar 2023 11:31 Jerick McKinnon hendir sér í jörðina við endamarkið í stað þess að fara yfir línuna og skora undir lok leiks. Getty Images Ég er eiginlega enn pirraður eftir aðfaranótt mánudags. Ekkert annað orð en anti-climax kemur í hugann til að lýsa lokastundum Ofurskálarinnar. Hvernig svo sturlaður úrslitaleikur á einum stærsta íþróttaviðburði ársins getur endað með þessum hætti er átakanlegt. Leikurinn var geggjaður. Ég man vart eftir Super Bowl leik þar sem bæði lið skora án vandræða í sinni fyrstu sókn, sem kom í ljós að var bara fyrirboði um það sem koma skyldi. Philadelphia Eagles virtust síðan ætla að rúlla þessu upp þegar maður sá Patrick Mahomes haltra út af undir lok fyrri hálfleiks en svo kemur hann til baka með látum. Í hálfleik hugsaði ég: „Getum við ekki fengið lengri búta af öllum þessum bangerum sem Rihanna er að reita af sér?“ – því hálfleikssýningin var upp á tíu og ég bjóst við litlu af meiddum Mahomes í síðari hálfleiknum gegn Örnum sem virtust vera með yfirhöndina. Ég hafði sannarlega rangt fyrir mér og úr varð spennuleikur sem virtist ætla að fara í framlengingu eða eiga allavega afar dramatískan endi þegar staðan er jöfn, 35-35, og svo skammt er eftir. Leikurinn var nefnilega upp á tíu líka. En svo kemur þessi dómur. Hann var líklega ekki rangur en hann var strangur miðað við línuna í leiknum, enda fyrsti holding dómur leiksins. En dómaramistök eða strangir dómar eru hluti af leiknum, sama hvaða íþrótt maður kemur nálægt. Eðlilegt að menn geri allt innan regluverksins til að vinna Skrípaleikurinn sem fylgdi í kjölfarið fannst mér hins vegar lítið eiga við íþróttir. Í hvaða annarri íþrótt sérðu leikmann fyrir opnu marki ákveða að stöðva og byrja nýja sókn? Jerick McKinnon var hleypt í endamarkið af vörn Philadelphiu en tekur þá ákvörðun að stöðva fyrir framan endamarkið og skora ekki, svo lið hans, Kansas City, geti eytt tíma og skorað á réttum tíma. Það gerði Harrison Butker, sparkari Kansas-liðsins, þegar örskammt var eftir og tryggði þeim 38-35 sigur. Ég elska NFL og hef orðið meiri aðdáandi síðustu ár eftir að ég byrjaði í Fantasy-deildum tengdum sportinu og hef lært sífellt betur á reglur leiksins og samhliða því notið þessarar virkilega skemmtilegu íþróttar meir í takt við það, þrátt fyrir alla hennar galla og vesen utan vallar. Það sem hefur helst slegið mig er að menn geti kropið á hné undir lok leikja, ef til vill spennandi leikja, og látið tímann renna út. Ég álása McKinnon ekki fyrir sína ákvörðun, og ekki heldur Andy Reid, þjálfara Kansas City, fyrir það sem fylgdi í kjölfarið. Enda voru þeir að spila innan reglna leiksins með það fyrir augum að vinna stærstu verðlaun sem hægt er að vinna í íþróttinni. Það er eðlilegt að þú gerir allt til að vinna. En fyrir mér er regluverkið vandamál. Viltu ekki að íþróttamenn vinni leiki með tilþrifum? Að hæfileikar þeirra og tilþrif ráði úrslitum? Eða felast hæfileikar í því að nýta regluverk leiksins sér í hag? Fer gegn anda íþrótta Skoðum þetta dæmi frá því á sunnudaginn. McKinnon átti auða leið í endamarkið til að skora sjö stig fyrir Kansas þegar tæplega tvær mínútur lifðu leiks. Honum var veitt sú leið af vörn Philadelphiu því þeir vildu frekar gefa Kansas City stigin og hafa tíma til að svara fyrir sig en að fara hina leiðina. Enda var hin leiðin ömurleg fyrir alla þá sem horfðu á leikinn. Í stað þess að McKinnon skoraði og Philadelphia fengi tækifæri til að jafna, lagðist hann niður rétt fyrir framan endalínuna og gaf Kansas City þar með fleiri tækifæri – og meiri tíma – til að skora. Hvernig var sá tími nýttur? Jú, til að taka eins mikið af klukkunni og hægt var til að draga úr möguleikum Philadelphiu. Var sótt að marki? Nei. Var markmiðið það eitt að taka tíma af klukkunni? Já. Fyrir mér dregur þetta úr anda íþrótta. Líkt og ég nefni að ofan, í hvaða annarri íþrótt sérðu mann gefa frá sér að skora mark þegar örskammt er eftir af úrslitaleik? Í hvaða annarri íþrótt sérðu lið viljandi ætla að gefa hinum mark? Tökum dæmi af fótbolta. Úrslitaleikur HM er í gangi. Kylian Mbappé sækir að marki Argentínu, kemst framhjá markverði þeirra Emiliano Martínez og er einn fyrir opnu marki á 88. mínútu. Hann er kominn að markteig þegar hann leggst niður. Allir aðrir leikmenn verða að stöðva það sem þeir eru að gera meðan hann liggur, sem hann gerir næstu tvær mínúturnar, líkt og allir hinir. Svo stendur hann aftur upp og skorar og hefur þar með tekið tíma af andstæðingnum til að svara fyrir sig og vinnur leikinn. Þetta er súrrelískt og asnalegt dæmi sem ég tek, en svona virkar þetta í amerískum fótbolta – klukkan gengur á meðan ekkert gerist. Margir hrista eflaust hausinn, enda hefur amerískur fótbolti verið svona frá því að hafið var að spila hann og leikklukkan milli leikkerfa og það að krjúpa á hné stór hluti þess hvernig leikurinn er spilaður. En ég spyr aftur. Eiga ekki íþróttamenn að útkljá leiki? Á allur þessi frábæri úrslitaleikur og annað liðið að gjalda fyrir regluverk sem leyfir klukkunni að ráða niðurlögum leiksins fremur en leikmönnunum? Er eðlilegt að lið leyfi hinu að skora? Er eðlilegt að leikmaður sem á tök á að skora geri það ekki? Það fer þvert gegn öllu því sem íþróttir standa fyrir – þú vilt skora, því það Á að vera leiðin til að vinna – ekki að nýta sér regluverk sem í þessu tilfelli vinnur gegn grunngildum íþrótta. Boltinn í leik í 11 mínútur af 60 Það er og hefur auðvitað alltaf verið stór hluti leiksins að stýra klukkunni. Það er hvernig lið stjórna tímanum og nýta klukkuna sér í hag (vestanhafs er rætt um clock management). En það fer ef til vill offari í þessu samhengi. Klukkan var rúmlega hálf tólf fyrir miðnætti á sunnudaginn þegar leikur gærkvöldsins hófst og hann kláraðist um fjórum klukkustundum síðar, í kringum hálf fjögur um nóttina. Þó er leikur í NFL aðeins 60 mínútur; fjórir 15 mínútna leikhlutar. Ofurskálin er auðvitað sérdæmi vegna langrar hálfleikssýningar, auka auglýsinga og þar fram eftir götunum, og hafa þeir leikir oft klárast enn síðar en sá á sunnudag. Tölurnar sýna samt að það taki að meðaltali um þrjár klukkustundir og 15 mínútur að klára einn leik í NFL-deildinni. En ef við lítum framhjá öllum töfunum, auglýsingahléunum og því sem fylgir íþróttinni og einblínum einungis á leikinn sjálfan þá sýna nýlegar rannsóknir að af þessum 60 mínútum þar sem leikklukkan gengur, er boltinn að meðaltali aðeins í leik í ellefu mínútur. Það þýðir að þeir hæfileikaríku leikmenn sem fá fúlgur fjár fyrir að spila þessa íþrótt hafa aðeins áhrif á úrslit leiksins í rúmlega 1/6 af leiktímanum. Góð strategía á að hafa áhrif þegar kemur að úrslitum íþróttaleikja. En það er nógu leiðinlegt að horfa á menn í evrópskum fótbolta eyða tíma þegar boltinn er þó í leik, án þess að menn gerðu það þegar boltinn er utan vallar líka. Þetta finnst mér stærsti galli þessarar frábæru íþróttar. Ég skil að stýring klukkunnar sé stór hluti leiksins og því verður auðvitað ekki breytt. En ég held það væri NFL til góðs að endurskoða þetta að einhverju leyti til að halda í spennu í lok leikja, til að leikmenn spili meira en ellefu mínútur í leik, svo þeir ráði frekar úrslitum og sækist eftir því að skora frekar en að eyða tíma. Deildin fengi betri vöru og betra sjónvarpsefni í leiðinni. En leikurinn fór eins og hann fór. Það var eins og allur andi hafi verið sogaður úr herberginu þar sem ég horfði á leikinn með félögum mínum. Spennan hvarf á örfáum sekúndum, þreytan helltist yfir mannskapinn og eftir einn af betri Super Bowl leikjum síðustu ára fóru allir hálf tómlegir og frústreraðir heim á koddann. NFL Utan vallar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira
Leikurinn var geggjaður. Ég man vart eftir Super Bowl leik þar sem bæði lið skora án vandræða í sinni fyrstu sókn, sem kom í ljós að var bara fyrirboði um það sem koma skyldi. Philadelphia Eagles virtust síðan ætla að rúlla þessu upp þegar maður sá Patrick Mahomes haltra út af undir lok fyrri hálfleiks en svo kemur hann til baka með látum. Í hálfleik hugsaði ég: „Getum við ekki fengið lengri búta af öllum þessum bangerum sem Rihanna er að reita af sér?“ – því hálfleikssýningin var upp á tíu og ég bjóst við litlu af meiddum Mahomes í síðari hálfleiknum gegn Örnum sem virtust vera með yfirhöndina. Ég hafði sannarlega rangt fyrir mér og úr varð spennuleikur sem virtist ætla að fara í framlengingu eða eiga allavega afar dramatískan endi þegar staðan er jöfn, 35-35, og svo skammt er eftir. Leikurinn var nefnilega upp á tíu líka. En svo kemur þessi dómur. Hann var líklega ekki rangur en hann var strangur miðað við línuna í leiknum, enda fyrsti holding dómur leiksins. En dómaramistök eða strangir dómar eru hluti af leiknum, sama hvaða íþrótt maður kemur nálægt. Eðlilegt að menn geri allt innan regluverksins til að vinna Skrípaleikurinn sem fylgdi í kjölfarið fannst mér hins vegar lítið eiga við íþróttir. Í hvaða annarri íþrótt sérðu leikmann fyrir opnu marki ákveða að stöðva og byrja nýja sókn? Jerick McKinnon var hleypt í endamarkið af vörn Philadelphiu en tekur þá ákvörðun að stöðva fyrir framan endamarkið og skora ekki, svo lið hans, Kansas City, geti eytt tíma og skorað á réttum tíma. Það gerði Harrison Butker, sparkari Kansas-liðsins, þegar örskammt var eftir og tryggði þeim 38-35 sigur. Ég elska NFL og hef orðið meiri aðdáandi síðustu ár eftir að ég byrjaði í Fantasy-deildum tengdum sportinu og hef lært sífellt betur á reglur leiksins og samhliða því notið þessarar virkilega skemmtilegu íþróttar meir í takt við það, þrátt fyrir alla hennar galla og vesen utan vallar. Það sem hefur helst slegið mig er að menn geti kropið á hné undir lok leikja, ef til vill spennandi leikja, og látið tímann renna út. Ég álása McKinnon ekki fyrir sína ákvörðun, og ekki heldur Andy Reid, þjálfara Kansas City, fyrir það sem fylgdi í kjölfarið. Enda voru þeir að spila innan reglna leiksins með það fyrir augum að vinna stærstu verðlaun sem hægt er að vinna í íþróttinni. Það er eðlilegt að þú gerir allt til að vinna. En fyrir mér er regluverkið vandamál. Viltu ekki að íþróttamenn vinni leiki með tilþrifum? Að hæfileikar þeirra og tilþrif ráði úrslitum? Eða felast hæfileikar í því að nýta regluverk leiksins sér í hag? Fer gegn anda íþrótta Skoðum þetta dæmi frá því á sunnudaginn. McKinnon átti auða leið í endamarkið til að skora sjö stig fyrir Kansas þegar tæplega tvær mínútur lifðu leiks. Honum var veitt sú leið af vörn Philadelphiu því þeir vildu frekar gefa Kansas City stigin og hafa tíma til að svara fyrir sig en að fara hina leiðina. Enda var hin leiðin ömurleg fyrir alla þá sem horfðu á leikinn. Í stað þess að McKinnon skoraði og Philadelphia fengi tækifæri til að jafna, lagðist hann niður rétt fyrir framan endalínuna og gaf Kansas City þar með fleiri tækifæri – og meiri tíma – til að skora. Hvernig var sá tími nýttur? Jú, til að taka eins mikið af klukkunni og hægt var til að draga úr möguleikum Philadelphiu. Var sótt að marki? Nei. Var markmiðið það eitt að taka tíma af klukkunni? Já. Fyrir mér dregur þetta úr anda íþrótta. Líkt og ég nefni að ofan, í hvaða annarri íþrótt sérðu mann gefa frá sér að skora mark þegar örskammt er eftir af úrslitaleik? Í hvaða annarri íþrótt sérðu lið viljandi ætla að gefa hinum mark? Tökum dæmi af fótbolta. Úrslitaleikur HM er í gangi. Kylian Mbappé sækir að marki Argentínu, kemst framhjá markverði þeirra Emiliano Martínez og er einn fyrir opnu marki á 88. mínútu. Hann er kominn að markteig þegar hann leggst niður. Allir aðrir leikmenn verða að stöðva það sem þeir eru að gera meðan hann liggur, sem hann gerir næstu tvær mínúturnar, líkt og allir hinir. Svo stendur hann aftur upp og skorar og hefur þar með tekið tíma af andstæðingnum til að svara fyrir sig og vinnur leikinn. Þetta er súrrelískt og asnalegt dæmi sem ég tek, en svona virkar þetta í amerískum fótbolta – klukkan gengur á meðan ekkert gerist. Margir hrista eflaust hausinn, enda hefur amerískur fótbolti verið svona frá því að hafið var að spila hann og leikklukkan milli leikkerfa og það að krjúpa á hné stór hluti þess hvernig leikurinn er spilaður. En ég spyr aftur. Eiga ekki íþróttamenn að útkljá leiki? Á allur þessi frábæri úrslitaleikur og annað liðið að gjalda fyrir regluverk sem leyfir klukkunni að ráða niðurlögum leiksins fremur en leikmönnunum? Er eðlilegt að lið leyfi hinu að skora? Er eðlilegt að leikmaður sem á tök á að skora geri það ekki? Það fer þvert gegn öllu því sem íþróttir standa fyrir – þú vilt skora, því það Á að vera leiðin til að vinna – ekki að nýta sér regluverk sem í þessu tilfelli vinnur gegn grunngildum íþrótta. Boltinn í leik í 11 mínútur af 60 Það er og hefur auðvitað alltaf verið stór hluti leiksins að stýra klukkunni. Það er hvernig lið stjórna tímanum og nýta klukkuna sér í hag (vestanhafs er rætt um clock management). En það fer ef til vill offari í þessu samhengi. Klukkan var rúmlega hálf tólf fyrir miðnætti á sunnudaginn þegar leikur gærkvöldsins hófst og hann kláraðist um fjórum klukkustundum síðar, í kringum hálf fjögur um nóttina. Þó er leikur í NFL aðeins 60 mínútur; fjórir 15 mínútna leikhlutar. Ofurskálin er auðvitað sérdæmi vegna langrar hálfleikssýningar, auka auglýsinga og þar fram eftir götunum, og hafa þeir leikir oft klárast enn síðar en sá á sunnudag. Tölurnar sýna samt að það taki að meðaltali um þrjár klukkustundir og 15 mínútur að klára einn leik í NFL-deildinni. En ef við lítum framhjá öllum töfunum, auglýsingahléunum og því sem fylgir íþróttinni og einblínum einungis á leikinn sjálfan þá sýna nýlegar rannsóknir að af þessum 60 mínútum þar sem leikklukkan gengur, er boltinn að meðaltali aðeins í leik í ellefu mínútur. Það þýðir að þeir hæfileikaríku leikmenn sem fá fúlgur fjár fyrir að spila þessa íþrótt hafa aðeins áhrif á úrslit leiksins í rúmlega 1/6 af leiktímanum. Góð strategía á að hafa áhrif þegar kemur að úrslitum íþróttaleikja. En það er nógu leiðinlegt að horfa á menn í evrópskum fótbolta eyða tíma þegar boltinn er þó í leik, án þess að menn gerðu það þegar boltinn er utan vallar líka. Þetta finnst mér stærsti galli þessarar frábæru íþróttar. Ég skil að stýring klukkunnar sé stór hluti leiksins og því verður auðvitað ekki breytt. En ég held það væri NFL til góðs að endurskoða þetta að einhverju leyti til að halda í spennu í lok leikja, til að leikmenn spili meira en ellefu mínútur í leik, svo þeir ráði frekar úrslitum og sækist eftir því að skora frekar en að eyða tíma. Deildin fengi betri vöru og betra sjónvarpsefni í leiðinni. En leikurinn fór eins og hann fór. Það var eins og allur andi hafi verið sogaður úr herberginu þar sem ég horfði á leikinn með félögum mínum. Spennan hvarf á örfáum sekúndum, þreytan helltist yfir mannskapinn og eftir einn af betri Super Bowl leikjum síðustu ára fóru allir hálf tómlegir og frústreraðir heim á koddann.
NFL Utan vallar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira