Birtingarmynd sturlunar Haraldur Ólafsson skrifar 13. febrúar 2023 14:00 Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum komust menn að því, að það væri óskaplega mikilvægt að draga ný landamæri í Suðaustur-Evrópu, á svæði þar sem mörk ríkja höfðu áður verið dregin upp á nýtt, oftar en tölu verður á komið. Þetta var svo mikið sanngirnismál að mati þeirra sem að því stóðu að óteljandi mannslíf voru ásættanlegur fórnarkostnaður til að ná fram því réttlæti. Það voru reyndar líf annarra en þeirra sem stjórnuðu, sem fórnað var. Dæmigerð saga frá þessum árum var um þorp þar sem íbúar af ýmsu tagi höfðu lifað saman í sátt og samlyndi um langt skeið. Ósætti verður í fjarlægum borgum um hvoru megin þorpsins landamæri eigi að liggja og niðurstaðan verður sú, að helmingur íbúanna er drepinn, hinn helmingurinn leggur á flótta og þorpið er spengt í tætlur. Allir aðilar sem einhverju ráða telja þessar stórfelldu mannfórnir nauðsynlegar og að lokum nær réttlæti einhvers fram að ganga um hríð. Núna, aðeins örfáum áratugum síðar leggja menn drög að því að stroka út þessi sömu landamæri, því tíðarandinn segir að þau þvælist bara fyrir. Í augum flestra á Íslandi hlýtur þessi leikur að vera birtingarmynd sturlunar og nú brýst brjálsemin aftur út, dálítið austar að þessu sinni. Kjötkvarnirnar eru ræstar og þeir sem ráða telja ekki eftir sér að fórna nokkur hundruð þúsund manns til að ná fram markmiðum sínum. Fjöldi ríkja dælir olíu á eldinn eins og enginn sé morgundagurinn. Allt bendir til þess að þjóðirnar sem eigast við standi að baki stríðsherrunum, þó svo þeir afnemi fjöldamörg mannréttindi, lýðræði og annað sem þeim þykir standa í vegi skriðdrekanna. Þannig hefur þetta reyndar verið oft áður. Fjöldi manna mætir víða að til þess að fá svalað frumstæðum hvötum sínum á vígvelli, en að því marki sem það dugar ekki til, þvinga stjórnvöld saklausa borgara í veg fyrir byssukjaftana með furðu almennri velþóknun og aðdáun áhorfenda í nágrannalöndum og víðar. Eftir nokkur ár eða áratugi mun enginn skilja hvert tilefnið var. Að þessu sinni taka flest ríki Evrópu þátt og Evrópusambandið að auki, enda er annar stríðsaðilinn á hraðri leið þar inn. Það er sérlega eftirtektarvert, vegna þess að aðeins örfá ár eru síðan ákafamenn um að Íslendingar yrðu þegnar í Evrópusambandinu sóru við æru sína og ömmu, að það samband væri allt annað en hernaðarbandalag. Hlutur Íslendinga í þessu æði ætti umfram allt að vera að bera klæði á vopnin, eftir því sem tök eru á og alls ekki að kynda undir bálinu. Það verður stöðugt skýrara að engin leið er út úr þessu öngstræti nema með vopnahléi og samningum, en nú virðist allt stefna í mögnun átakanna með áframhaldandi eyðileggingu og mannfalli. Allt þetta minnir okkur svo á mikilvægi þess að láta ekki samfélög, þar sem villimennska ræður ríkjum, ná völdum á Íslandi. Höfundur er prófessor í veðurfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum komust menn að því, að það væri óskaplega mikilvægt að draga ný landamæri í Suðaustur-Evrópu, á svæði þar sem mörk ríkja höfðu áður verið dregin upp á nýtt, oftar en tölu verður á komið. Þetta var svo mikið sanngirnismál að mati þeirra sem að því stóðu að óteljandi mannslíf voru ásættanlegur fórnarkostnaður til að ná fram því réttlæti. Það voru reyndar líf annarra en þeirra sem stjórnuðu, sem fórnað var. Dæmigerð saga frá þessum árum var um þorp þar sem íbúar af ýmsu tagi höfðu lifað saman í sátt og samlyndi um langt skeið. Ósætti verður í fjarlægum borgum um hvoru megin þorpsins landamæri eigi að liggja og niðurstaðan verður sú, að helmingur íbúanna er drepinn, hinn helmingurinn leggur á flótta og þorpið er spengt í tætlur. Allir aðilar sem einhverju ráða telja þessar stórfelldu mannfórnir nauðsynlegar og að lokum nær réttlæti einhvers fram að ganga um hríð. Núna, aðeins örfáum áratugum síðar leggja menn drög að því að stroka út þessi sömu landamæri, því tíðarandinn segir að þau þvælist bara fyrir. Í augum flestra á Íslandi hlýtur þessi leikur að vera birtingarmynd sturlunar og nú brýst brjálsemin aftur út, dálítið austar að þessu sinni. Kjötkvarnirnar eru ræstar og þeir sem ráða telja ekki eftir sér að fórna nokkur hundruð þúsund manns til að ná fram markmiðum sínum. Fjöldi ríkja dælir olíu á eldinn eins og enginn sé morgundagurinn. Allt bendir til þess að þjóðirnar sem eigast við standi að baki stríðsherrunum, þó svo þeir afnemi fjöldamörg mannréttindi, lýðræði og annað sem þeim þykir standa í vegi skriðdrekanna. Þannig hefur þetta reyndar verið oft áður. Fjöldi manna mætir víða að til þess að fá svalað frumstæðum hvötum sínum á vígvelli, en að því marki sem það dugar ekki til, þvinga stjórnvöld saklausa borgara í veg fyrir byssukjaftana með furðu almennri velþóknun og aðdáun áhorfenda í nágrannalöndum og víðar. Eftir nokkur ár eða áratugi mun enginn skilja hvert tilefnið var. Að þessu sinni taka flest ríki Evrópu þátt og Evrópusambandið að auki, enda er annar stríðsaðilinn á hraðri leið þar inn. Það er sérlega eftirtektarvert, vegna þess að aðeins örfá ár eru síðan ákafamenn um að Íslendingar yrðu þegnar í Evrópusambandinu sóru við æru sína og ömmu, að það samband væri allt annað en hernaðarbandalag. Hlutur Íslendinga í þessu æði ætti umfram allt að vera að bera klæði á vopnin, eftir því sem tök eru á og alls ekki að kynda undir bálinu. Það verður stöðugt skýrara að engin leið er út úr þessu öngstræti nema með vopnahléi og samningum, en nú virðist allt stefna í mögnun átakanna með áframhaldandi eyðileggingu og mannfalli. Allt þetta minnir okkur svo á mikilvægi þess að láta ekki samfélög, þar sem villimennska ræður ríkjum, ná völdum á Íslandi. Höfundur er prófessor í veðurfræði.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun