Væri lágkúrulegt ef sáttasemjari færi með málið til Hæstaréttar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 13. febrúar 2023 16:38 Sólveig Anna er sigri hrósandi í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar er í skýjunum með sigur í deilu sinni við ríkissáttasemjara sem krafðist að fá félagatal stéttarfélagsins afhent. Hún trúir ekki öðru en að sáttasemjari stígi loks til hliðar svo hægt verði að setjast að samningaborðinu og semja um Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk. „Við erum í sjöunda himni. Ég og félagar mínir í samninganefnd, félagar mínir í verkföllum og þeir sem hafa verið að sinna verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Viðbrögðin við úrskurðinum, sem lesa má hér, væru gleði og ákveðinn léttir. „Nei, ég átti ekki von á þessu. En auðvitað er þetta rétta niðurstaðan.“ Í niðurstöðu Landsréttar segir að ákvæði laga kvæðu ekki á um heimild ríkissáttasemjara til að fá kjörskrá Eflingar afhenta. Það myndi raunar ganga gegn tilgangi laga. Þá taldi Landsréttur að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu fæli í sér inngrip í samningsrétt stéttarfélaga og atvinnurekenda sem nyti verndar af stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Var ekki fallist á að sáttasemjari ætti lögbundið tilkall til umráða yfir kjörskránni. Efling hafi viljað gera hlutina löglega „Við höfum verið í ótrúlega klikkaðri stöðu. Við höfum orðið fyrir svo miklu ofríki og svo miklum valdbeitingartilraunum að þess vegna átti ég ekki von á þessu. Ekki vegna þess að okkar málflutningur væri ekki 100% góður og réttur, heldur var orðið erfitt að trúa að ekki ætti að fullkomna tillöguna að svipta okkur sjálfstæðum samningsrétti og að ofríki eins embættismanns myndi yfir okkur ganga,“ segir Sólveig Anna. Þar vísar hún til miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem krafðist í framhaldinu félagatalsins frá Eflingu. Leitaði hann til dómstóla, vann málið í héraði og íhugaði að gera aðfararkröfu til sýslumanns. Málið fékk umfjöllun fyrir Landsrétti sem sneri málinu við. „Í öllu þessu ferli er það Efling sem hefur viljað gera hlutina rétt og löglega. En við höfum mátt þola það að ráðherra vinnumarkaðsmála vildi ekki hitta okkur og ræða stöðuna. Við höfum mátt þola að forsætisráðherra hafi tekið stöðu gegn okkur. Halldór Benjamín hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum og ásakað mig um að fremja lögbrot. Staðan sem við höfum verið sett í er með slíkum ólíkindum að það er erfitt að ná utan um það. En því er sigurinn stórkostlegur og sigurgleðin meiri. “ Ítrekar kröfuna um að Aðalsteinn stígi til hliðar Fréttastofa hefur ekki náð tali af Aðalsteini sáttasemjara og Sólveig sagðist heldur ekki hafa heyrt í honum. „Efling hefur sett fram þá kröfu að hann segi sig frá málinu. Í ljós þessarar niðurstöðu getur ekki annað verið en að hann geri það. Ég reikna með fregnum af því innan skamms.“ Hún vildi ekki taka afstöðu til þess hvort sáttasemjari ætti að segja af sér. „Ég er ekkert að fjalla um það. Ég er hér að leiða þessa deilu, þessa kjarasamningsgerð, það er sú á sem við stöndum úti í. Það er krafan að hann segi sig frá þessum deilum.“ Hún segist ósátt við framkomu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. „Hann hefur stigið ítrekað fram í fjölmiðlum og ráðist að heiðri mínum með grófum og óforskömmuðum hætti. Hann skuldar mér afsökunarbeiðni. Ég býst svo sem ekki við því að hann færi mér hana. Ef hann væri sómakær maður myndi hann sennilega gera það.“ Væri lágkúrulegt að taka málið til Hæstaréttar Sólveig Anna á ekki von á því að sáttasemjari taki málið til æðsta dómstigs, Hæstaréttar. „Nei, það væri lágkúruleg svo vægt sé tekið til orða í ljós þess að Efling hafði komist að samkomulagi og gefið út að félagið myndi ekki gera það ef niðurstaðan yrði ekki Eflingu í vil,“ segir Sólveig Anna. „Við erum með þennan ótrúlega, frábæra, merkilega og rétta úrskurð sem krefur um að við eigum ekki að afhenda kjörskrána. Sem er nákvæmlega í samræmi við okkar málflutning í gegnum alla þessa dómsdagsvitleysu. Við erum í verkföllum og samninganefnd Eflingar hefur samþykkt enn fleiri verkfallsboðanir. Ég reikna með að loksins geri það sem ég hef beðið um allan þennan tíma; að menn jarðtengist, komi að samningaborðinu og geri Eflingarsamning við Eflingarfólk. Það er það sem við höfum viljað allan þennan tíma. Ég trúi ekki öðru en að það gerist nú.“ Verkfall tæplega sjö hundruð starfsmanna á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst í síðustu viku. Á miðvikudaginn hefst svo verkfall olíubílstjóra og fleiri hótelstarfsmanna sem talið er að gæti haft mikil áhrif á aðgengi að bensíni á höfuðborgarsvæðinu. Vinni erfiða og slítandi vinnu fyrir mjög lág laun Þá var tilkynnt í dag um að fram undan væri atkvæðagreiðsla meðal um 1650 félagsmanna Eflingar sem starfa á hótelum, við öryggisgæslu og við ræstingar. Það verkfall tæki gildi í næstu viku. „Þetta er í samræmi við það sem samninganefnd Eflingar lagði upp með, plan sem væri stórt og næði fram í tímann. Þetta byggir á þeirri vinnu. Þetta eru hótel til viðbótar við þau sem þegar eru í leið í verkfall, ræstingarfyrirtækin og öryggisverðirnir. Þetta eru hópar félagsfólks sem vinna mjög erfiða og slítandi vinnu fyrir mjög lág laun. Það er ekkert annað en réttlátt að þetta fólk fái að sína hver vilji þeirra er með því að greiða atkvæði um hvort þau vilji leggja niður störf til að tryggja góðan og réttlátan kjarasamning,“ segir Sólveig Anna. Þetta sé fólk sem vinni hjá þrifafyrirtækjum, bókstaflega í öllu samfélaginu „Ég vil senda skilaboð til félagsfólks Eflingar, gefast ekki upp, standa saman og vera þess fullviss að því þau eru ómissandi í samfélaginu þá mun sigurinn verða þeirra.“ Tengd skjöl ÚrskurðurEflingSáttasemjariPDF121KBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fullnaðarsigur Eflingar í félagatalsdeilu við sáttasemjara Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Efling þurfi ekki að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Þetta staðfestir lögmaður Eflingar í samtali við fréttastofu. 13. febrúar 2023 15:30 Efling boðar til atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega 1700 manns Samninganefnd Eflingar samþykkti einróma á fundi sínum í gær 12. febrúar þrjár verkfallsboðanir. Þær ná til starfsfólks á hótelum, öryggisfyrirtækjum og ræstingarfyrirtækja. 13. febrúar 2023 12:38 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
„Við erum í sjöunda himni. Ég og félagar mínir í samninganefnd, félagar mínir í verkföllum og þeir sem hafa verið að sinna verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Viðbrögðin við úrskurðinum, sem lesa má hér, væru gleði og ákveðinn léttir. „Nei, ég átti ekki von á þessu. En auðvitað er þetta rétta niðurstaðan.“ Í niðurstöðu Landsréttar segir að ákvæði laga kvæðu ekki á um heimild ríkissáttasemjara til að fá kjörskrá Eflingar afhenta. Það myndi raunar ganga gegn tilgangi laga. Þá taldi Landsréttur að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu fæli í sér inngrip í samningsrétt stéttarfélaga og atvinnurekenda sem nyti verndar af stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Var ekki fallist á að sáttasemjari ætti lögbundið tilkall til umráða yfir kjörskránni. Efling hafi viljað gera hlutina löglega „Við höfum verið í ótrúlega klikkaðri stöðu. Við höfum orðið fyrir svo miklu ofríki og svo miklum valdbeitingartilraunum að þess vegna átti ég ekki von á þessu. Ekki vegna þess að okkar málflutningur væri ekki 100% góður og réttur, heldur var orðið erfitt að trúa að ekki ætti að fullkomna tillöguna að svipta okkur sjálfstæðum samningsrétti og að ofríki eins embættismanns myndi yfir okkur ganga,“ segir Sólveig Anna. Þar vísar hún til miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem krafðist í framhaldinu félagatalsins frá Eflingu. Leitaði hann til dómstóla, vann málið í héraði og íhugaði að gera aðfararkröfu til sýslumanns. Málið fékk umfjöllun fyrir Landsrétti sem sneri málinu við. „Í öllu þessu ferli er það Efling sem hefur viljað gera hlutina rétt og löglega. En við höfum mátt þola það að ráðherra vinnumarkaðsmála vildi ekki hitta okkur og ræða stöðuna. Við höfum mátt þola að forsætisráðherra hafi tekið stöðu gegn okkur. Halldór Benjamín hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum og ásakað mig um að fremja lögbrot. Staðan sem við höfum verið sett í er með slíkum ólíkindum að það er erfitt að ná utan um það. En því er sigurinn stórkostlegur og sigurgleðin meiri. “ Ítrekar kröfuna um að Aðalsteinn stígi til hliðar Fréttastofa hefur ekki náð tali af Aðalsteini sáttasemjara og Sólveig sagðist heldur ekki hafa heyrt í honum. „Efling hefur sett fram þá kröfu að hann segi sig frá málinu. Í ljós þessarar niðurstöðu getur ekki annað verið en að hann geri það. Ég reikna með fregnum af því innan skamms.“ Hún vildi ekki taka afstöðu til þess hvort sáttasemjari ætti að segja af sér. „Ég er ekkert að fjalla um það. Ég er hér að leiða þessa deilu, þessa kjarasamningsgerð, það er sú á sem við stöndum úti í. Það er krafan að hann segi sig frá þessum deilum.“ Hún segist ósátt við framkomu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. „Hann hefur stigið ítrekað fram í fjölmiðlum og ráðist að heiðri mínum með grófum og óforskömmuðum hætti. Hann skuldar mér afsökunarbeiðni. Ég býst svo sem ekki við því að hann færi mér hana. Ef hann væri sómakær maður myndi hann sennilega gera það.“ Væri lágkúrulegt að taka málið til Hæstaréttar Sólveig Anna á ekki von á því að sáttasemjari taki málið til æðsta dómstigs, Hæstaréttar. „Nei, það væri lágkúruleg svo vægt sé tekið til orða í ljós þess að Efling hafði komist að samkomulagi og gefið út að félagið myndi ekki gera það ef niðurstaðan yrði ekki Eflingu í vil,“ segir Sólveig Anna. „Við erum með þennan ótrúlega, frábæra, merkilega og rétta úrskurð sem krefur um að við eigum ekki að afhenda kjörskrána. Sem er nákvæmlega í samræmi við okkar málflutning í gegnum alla þessa dómsdagsvitleysu. Við erum í verkföllum og samninganefnd Eflingar hefur samþykkt enn fleiri verkfallsboðanir. Ég reikna með að loksins geri það sem ég hef beðið um allan þennan tíma; að menn jarðtengist, komi að samningaborðinu og geri Eflingarsamning við Eflingarfólk. Það er það sem við höfum viljað allan þennan tíma. Ég trúi ekki öðru en að það gerist nú.“ Verkfall tæplega sjö hundruð starfsmanna á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst í síðustu viku. Á miðvikudaginn hefst svo verkfall olíubílstjóra og fleiri hótelstarfsmanna sem talið er að gæti haft mikil áhrif á aðgengi að bensíni á höfuðborgarsvæðinu. Vinni erfiða og slítandi vinnu fyrir mjög lág laun Þá var tilkynnt í dag um að fram undan væri atkvæðagreiðsla meðal um 1650 félagsmanna Eflingar sem starfa á hótelum, við öryggisgæslu og við ræstingar. Það verkfall tæki gildi í næstu viku. „Þetta er í samræmi við það sem samninganefnd Eflingar lagði upp með, plan sem væri stórt og næði fram í tímann. Þetta byggir á þeirri vinnu. Þetta eru hótel til viðbótar við þau sem þegar eru í leið í verkfall, ræstingarfyrirtækin og öryggisverðirnir. Þetta eru hópar félagsfólks sem vinna mjög erfiða og slítandi vinnu fyrir mjög lág laun. Það er ekkert annað en réttlátt að þetta fólk fái að sína hver vilji þeirra er með því að greiða atkvæði um hvort þau vilji leggja niður störf til að tryggja góðan og réttlátan kjarasamning,“ segir Sólveig Anna. Þetta sé fólk sem vinni hjá þrifafyrirtækjum, bókstaflega í öllu samfélaginu „Ég vil senda skilaboð til félagsfólks Eflingar, gefast ekki upp, standa saman og vera þess fullviss að því þau eru ómissandi í samfélaginu þá mun sigurinn verða þeirra.“ Tengd skjöl ÚrskurðurEflingSáttasemjariPDF121KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fullnaðarsigur Eflingar í félagatalsdeilu við sáttasemjara Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Efling þurfi ekki að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Þetta staðfestir lögmaður Eflingar í samtali við fréttastofu. 13. febrúar 2023 15:30 Efling boðar til atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega 1700 manns Samninganefnd Eflingar samþykkti einróma á fundi sínum í gær 12. febrúar þrjár verkfallsboðanir. Þær ná til starfsfólks á hótelum, öryggisfyrirtækjum og ræstingarfyrirtækja. 13. febrúar 2023 12:38 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Fullnaðarsigur Eflingar í félagatalsdeilu við sáttasemjara Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Efling þurfi ekki að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Þetta staðfestir lögmaður Eflingar í samtali við fréttastofu. 13. febrúar 2023 15:30
Efling boðar til atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega 1700 manns Samninganefnd Eflingar samþykkti einróma á fundi sínum í gær 12. febrúar þrjár verkfallsboðanir. Þær ná til starfsfólks á hótelum, öryggisfyrirtækjum og ræstingarfyrirtækja. 13. febrúar 2023 12:38
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent