Hafþór Júlíus tekur kraftlyftingaskóna af hillunni og ætlar að slá heimsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að snúa aftur í kraftakeppnir en fyrst ætlar hann að bæta heimsmet. Instagram/@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson gaf út stóra yfirlýsingu á Youtube rás sinni í gær en þessi fyrrum sterkasti maður heims tilkynnti þar um endurkomu sína í heim kraftlyftinga. Hafþór Júlíus hafði sett aflraunaskóna sína upp á hillu og eytt síðustu tveimur árum í að verða hnefaleikamaður. Eftir að hann vann hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall þá taldi hann vera komið að öðrum tímamótum á hans íþróttaferli. Aðdáendur Hafþórs hafa nú fengið að vita hver næstu skref hans eru. Hann segist hafa tekið ákvörðunin um framhaldið eftir samtöl við fjölskyldu og aðra sem standa honum næst. Hafþór fór yfir stöðu mála á Youtube rás sinni sem er með yfir 688 þúsund fylgjendur. Þar sagði hann frá af hverju hann hætti að keppa í kraftíþróttum og af hverju hann ætlar að byrja aftur. Hafþór Júlíus ætlar nefnilega að einbeita sér að kraftlyftingum á árinu 2023 og hefur það metnaðarfulla markmið að ætla sér að slá heimsmetið fyrir lok ársins. Heimsmetið sem Hafþór hefur augun á er mesta þyngd sem maður hefur lyft í samanlögðu, þar er samanlagt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Metið segir Hafþór nú vera í eigu Don Bell en það er 1182,5 kíló. Árið 2024 mun Hafþór síðan byrja aftur að keppa í aflraunakeppnum og sækist eftir því að fá að keppa bæði á Arnold Strongman Classic og á Rogue Invitational Strongman. „Augljóslega þá ætla að ég að mæta á þessi mót til að vinna þau. Ég trúi því að þegar ég bæti heimsmetið í samanlögðu þá mun grunnstyrkur minn vera mjög góður og þetta mun strax skila mér góðum meðbyr inn í aflaunakeppnir,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annast í tilkynningu sinni. „Þetta er stór tilkynning og stór markmið en ég er stór maður með stórt hjarta, mikinn metnað og stóra drauma,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór varð sterkasti maður heims árið 2018 eftir að hafa að hafa verið á verðlaunapalli sex ár á undan án þess að ná að vinna. Hann vann Arnold Strongman Classic mótið þrjú ár í röð frá 2018 til 2020. Hafþór var líka sterkasti maður Íslands tíu ár í röð frá 2011 til 2020. Hér fyrir neðan má síðan sjá Hafþór fara yfir þessa ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uv1da_wFyBM">watch on YouTube</a> Kraftlyftingar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira
Hafþór Júlíus hafði sett aflraunaskóna sína upp á hillu og eytt síðustu tveimur árum í að verða hnefaleikamaður. Eftir að hann vann hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall þá taldi hann vera komið að öðrum tímamótum á hans íþróttaferli. Aðdáendur Hafþórs hafa nú fengið að vita hver næstu skref hans eru. Hann segist hafa tekið ákvörðunin um framhaldið eftir samtöl við fjölskyldu og aðra sem standa honum næst. Hafþór fór yfir stöðu mála á Youtube rás sinni sem er með yfir 688 þúsund fylgjendur. Þar sagði hann frá af hverju hann hætti að keppa í kraftíþróttum og af hverju hann ætlar að byrja aftur. Hafþór Júlíus ætlar nefnilega að einbeita sér að kraftlyftingum á árinu 2023 og hefur það metnaðarfulla markmið að ætla sér að slá heimsmetið fyrir lok ársins. Heimsmetið sem Hafþór hefur augun á er mesta þyngd sem maður hefur lyft í samanlögðu, þar er samanlagt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Metið segir Hafþór nú vera í eigu Don Bell en það er 1182,5 kíló. Árið 2024 mun Hafþór síðan byrja aftur að keppa í aflraunakeppnum og sækist eftir því að fá að keppa bæði á Arnold Strongman Classic og á Rogue Invitational Strongman. „Augljóslega þá ætla að ég að mæta á þessi mót til að vinna þau. Ég trúi því að þegar ég bæti heimsmetið í samanlögðu þá mun grunnstyrkur minn vera mjög góður og þetta mun strax skila mér góðum meðbyr inn í aflaunakeppnir,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annast í tilkynningu sinni. „Þetta er stór tilkynning og stór markmið en ég er stór maður með stórt hjarta, mikinn metnað og stóra drauma,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór varð sterkasti maður heims árið 2018 eftir að hafa að hafa verið á verðlaunapalli sex ár á undan án þess að ná að vinna. Hann vann Arnold Strongman Classic mótið þrjú ár í röð frá 2018 til 2020. Hafþór var líka sterkasti maður Íslands tíu ár í röð frá 2011 til 2020. Hér fyrir neðan má síðan sjá Hafþór fara yfir þessa ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uv1da_wFyBM">watch on YouTube</a>
Kraftlyftingar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira