Íslenski boltinn

Nýjasta lands­liðs­konan mætir í lands­liðið með þrennu að meðal­tali í leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir á ferðinni með Þrótti síðasta sumar.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir á ferðinni með Þrótti síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í stórsigri Þróttar á KR í Lengjubikar kvenna um helgina en þetta var síðasti leikurinn hennar fyrir fyrsta verkefni sitt með A-landsliðinu.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi Ólöfu í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir leiki liðsins í Pinatar æfingamótinu.

Ólöf Sigríður heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í maímánuði en hún hefur þegar skorað 11 mörk í 24 leikjum með yngri landsliðum Íslands.

Það er óhætt að segja að nýjasta landsliðskonan mæði sjóðheit til móts við landsliðið.

Ólöf skoraði nefnilega tíu mörk í þremur leikjum Þróttar í Reykjavíkurmótinu og svo tvö mörk í fyrsta leiknum í Lengjubikarnum.

Það þýðir að hún er þegar búin að skora tólf mörk í fjórum leikjum á undirbúningstímabilinu og mætir því í landsliðið með þrennu að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×