„Lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:13 Hver er þessi maður þegar hann er ekki að þrasa um kaup og kjör? SIndri Sindrason kannaði málið. Stöð 2 Hann ætlaði í listaháskóla en valdi svo hagfræði. Hann elskar starfið sitt og að rökræða við Sólveigu Önnu. Sindri Sindrason heimsótti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í morgunkaffi. Halldór er fjögurra barna faðir og gæti ekki hugsað sér hlutina öðruvísi en þeir eru. Guðrún Ása Björnsdóttir eiginkona hans er læknir og þau hafa í nógu að snúast en Halldór segir að allt gangi þetta upp. „Þetta er stórt heimili og allt það, en þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel. Við náum bara að jöggla þetta mjög vel.“ Það munaði litlu að hagfræðingurinn Halldór færi allt aðra braut í lífinu eftir menntaskólann. „Ég komst inn í listaháskóla árið 2001. Ég ætla ekki að segja að ég hafi séð eftir því að hafa ekki farið í hann, en ég þreytti próf og komst inn. En ég held að lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ógreitt hárið hluti af persónuleikanum „Guðrún vill að ég láti það vaxa, ég hef gert það svona til skiptis. Stundum er ég bara með stutt hár, það er náttúrulega miklu þægilegra. Eftir því sem árin hafa liðið þá verður mér bara alltaf meira og meira sama,“ segir Halldór um hárið, sem er reglulega til umræðu. „Stundum greiði ég mér,“ segir Halldór og bætir við að ef hann gengur alveg fram af samstarfskonum sínum, þá setur hann gel í hárið fyrir viðtöl. „Ef þú myndir grafa upp myndir af mér úr menntó, þá var ég alltaf með rosalega sítt og óstýrlátt hár. Ég hef alltaf bara haft mjög gaman af þessu. Þetta er bara minn persónuleiki.“ Í gini ljónsins Eftir MBA nám í Bretlandi vann Halldór í sjö ár hjá Icelandair. „Þetta er alskemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á.“ Þaðan fór hann til Samtaka atvinnulífsins þar sem mikið er um „hark“ eins og hann orðar það sjálfur. Í viðtalinu rifjaði hann upp viðbrögð móður sinnar við ráðningunni. „Ég gleymi aldrei hvað mamma sagði. Halldór Benjamín hvað ert þú búinn að gera?“ Hafði hún þá áhyggjur af því að hann yrði í ljónsgini næstu árin. „Ég held að það hafi ekkert verið mjög fjarri lagi hjá henni sko.“ Halldór og Guðrún eiga saman fjögur börn.Stöð 2 Ekki alltaf stál í stál Halldór segir starfið þó frábært. „Mér finnst þetta stórkostlegt.“ Hann segir að í starfinu vinni hann með fjölbreyttum hópi og þetta sé ekki alltaf stál í stál. „Við Sólveig náum reyndar ekkert sérstaklega vel saman.“ Halldór segir að hann sé einfaldlega mjög ósammála málflutningnum hennar og úr hvaða átt hann kemur. „Hvernig farið er með staðreyndir og hvernig farið er með gögn. Ég á reyndar mjög erfitt með að setja mig í þessi spor.“ Viðtalið má sjá í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira
Halldór er fjögurra barna faðir og gæti ekki hugsað sér hlutina öðruvísi en þeir eru. Guðrún Ása Björnsdóttir eiginkona hans er læknir og þau hafa í nógu að snúast en Halldór segir að allt gangi þetta upp. „Þetta er stórt heimili og allt það, en þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel. Við náum bara að jöggla þetta mjög vel.“ Það munaði litlu að hagfræðingurinn Halldór færi allt aðra braut í lífinu eftir menntaskólann. „Ég komst inn í listaháskóla árið 2001. Ég ætla ekki að segja að ég hafi séð eftir því að hafa ekki farið í hann, en ég þreytti próf og komst inn. En ég held að lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ógreitt hárið hluti af persónuleikanum „Guðrún vill að ég láti það vaxa, ég hef gert það svona til skiptis. Stundum er ég bara með stutt hár, það er náttúrulega miklu þægilegra. Eftir því sem árin hafa liðið þá verður mér bara alltaf meira og meira sama,“ segir Halldór um hárið, sem er reglulega til umræðu. „Stundum greiði ég mér,“ segir Halldór og bætir við að ef hann gengur alveg fram af samstarfskonum sínum, þá setur hann gel í hárið fyrir viðtöl. „Ef þú myndir grafa upp myndir af mér úr menntó, þá var ég alltaf með rosalega sítt og óstýrlátt hár. Ég hef alltaf bara haft mjög gaman af þessu. Þetta er bara minn persónuleiki.“ Í gini ljónsins Eftir MBA nám í Bretlandi vann Halldór í sjö ár hjá Icelandair. „Þetta er alskemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á.“ Þaðan fór hann til Samtaka atvinnulífsins þar sem mikið er um „hark“ eins og hann orðar það sjálfur. Í viðtalinu rifjaði hann upp viðbrögð móður sinnar við ráðningunni. „Ég gleymi aldrei hvað mamma sagði. Halldór Benjamín hvað ert þú búinn að gera?“ Hafði hún þá áhyggjur af því að hann yrði í ljónsgini næstu árin. „Ég held að það hafi ekkert verið mjög fjarri lagi hjá henni sko.“ Halldór og Guðrún eiga saman fjögur börn.Stöð 2 Ekki alltaf stál í stál Halldór segir starfið þó frábært. „Mér finnst þetta stórkostlegt.“ Hann segir að í starfinu vinni hann með fjölbreyttum hópi og þetta sé ekki alltaf stál í stál. „Við Sólveig náum reyndar ekkert sérstaklega vel saman.“ Halldór segir að hann sé einfaldlega mjög ósammála málflutningnum hennar og úr hvaða átt hann kemur. „Hvernig farið er með staðreyndir og hvernig farið er með gögn. Ég á reyndar mjög erfitt með að setja mig í þessi spor.“ Viðtalið má sjá í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira