„Lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:13 Hver er þessi maður þegar hann er ekki að þrasa um kaup og kjör? SIndri Sindrason kannaði málið. Stöð 2 Hann ætlaði í listaháskóla en valdi svo hagfræði. Hann elskar starfið sitt og að rökræða við Sólveigu Önnu. Sindri Sindrason heimsótti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í morgunkaffi. Halldór er fjögurra barna faðir og gæti ekki hugsað sér hlutina öðruvísi en þeir eru. Guðrún Ása Björnsdóttir eiginkona hans er læknir og þau hafa í nógu að snúast en Halldór segir að allt gangi þetta upp. „Þetta er stórt heimili og allt það, en þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel. Við náum bara að jöggla þetta mjög vel.“ Það munaði litlu að hagfræðingurinn Halldór færi allt aðra braut í lífinu eftir menntaskólann. „Ég komst inn í listaháskóla árið 2001. Ég ætla ekki að segja að ég hafi séð eftir því að hafa ekki farið í hann, en ég þreytti próf og komst inn. En ég held að lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ógreitt hárið hluti af persónuleikanum „Guðrún vill að ég láti það vaxa, ég hef gert það svona til skiptis. Stundum er ég bara með stutt hár, það er náttúrulega miklu þægilegra. Eftir því sem árin hafa liðið þá verður mér bara alltaf meira og meira sama,“ segir Halldór um hárið, sem er reglulega til umræðu. „Stundum greiði ég mér,“ segir Halldór og bætir við að ef hann gengur alveg fram af samstarfskonum sínum, þá setur hann gel í hárið fyrir viðtöl. „Ef þú myndir grafa upp myndir af mér úr menntó, þá var ég alltaf með rosalega sítt og óstýrlátt hár. Ég hef alltaf bara haft mjög gaman af þessu. Þetta er bara minn persónuleiki.“ Í gini ljónsins Eftir MBA nám í Bretlandi vann Halldór í sjö ár hjá Icelandair. „Þetta er alskemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á.“ Þaðan fór hann til Samtaka atvinnulífsins þar sem mikið er um „hark“ eins og hann orðar það sjálfur. Í viðtalinu rifjaði hann upp viðbrögð móður sinnar við ráðningunni. „Ég gleymi aldrei hvað mamma sagði. Halldór Benjamín hvað ert þú búinn að gera?“ Hafði hún þá áhyggjur af því að hann yrði í ljónsgini næstu árin. „Ég held að það hafi ekkert verið mjög fjarri lagi hjá henni sko.“ Halldór og Guðrún eiga saman fjögur börn.Stöð 2 Ekki alltaf stál í stál Halldór segir starfið þó frábært. „Mér finnst þetta stórkostlegt.“ Hann segir að í starfinu vinni hann með fjölbreyttum hópi og þetta sé ekki alltaf stál í stál. „Við Sólveig náum reyndar ekkert sérstaklega vel saman.“ Halldór segir að hann sé einfaldlega mjög ósammála málflutningnum hennar og úr hvaða átt hann kemur. „Hvernig farið er með staðreyndir og hvernig farið er með gögn. Ég á reyndar mjög erfitt með að setja mig í þessi spor.“ Viðtalið má sjá í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Kjaraviðræður 2022-23 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Halldór er fjögurra barna faðir og gæti ekki hugsað sér hlutina öðruvísi en þeir eru. Guðrún Ása Björnsdóttir eiginkona hans er læknir og þau hafa í nógu að snúast en Halldór segir að allt gangi þetta upp. „Þetta er stórt heimili og allt það, en þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel. Við náum bara að jöggla þetta mjög vel.“ Það munaði litlu að hagfræðingurinn Halldór færi allt aðra braut í lífinu eftir menntaskólann. „Ég komst inn í listaháskóla árið 2001. Ég ætla ekki að segja að ég hafi séð eftir því að hafa ekki farið í hann, en ég þreytti próf og komst inn. En ég held að lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ógreitt hárið hluti af persónuleikanum „Guðrún vill að ég láti það vaxa, ég hef gert það svona til skiptis. Stundum er ég bara með stutt hár, það er náttúrulega miklu þægilegra. Eftir því sem árin hafa liðið þá verður mér bara alltaf meira og meira sama,“ segir Halldór um hárið, sem er reglulega til umræðu. „Stundum greiði ég mér,“ segir Halldór og bætir við að ef hann gengur alveg fram af samstarfskonum sínum, þá setur hann gel í hárið fyrir viðtöl. „Ef þú myndir grafa upp myndir af mér úr menntó, þá var ég alltaf með rosalega sítt og óstýrlátt hár. Ég hef alltaf bara haft mjög gaman af þessu. Þetta er bara minn persónuleiki.“ Í gini ljónsins Eftir MBA nám í Bretlandi vann Halldór í sjö ár hjá Icelandair. „Þetta er alskemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á.“ Þaðan fór hann til Samtaka atvinnulífsins þar sem mikið er um „hark“ eins og hann orðar það sjálfur. Í viðtalinu rifjaði hann upp viðbrögð móður sinnar við ráðningunni. „Ég gleymi aldrei hvað mamma sagði. Halldór Benjamín hvað ert þú búinn að gera?“ Hafði hún þá áhyggjur af því að hann yrði í ljónsgini næstu árin. „Ég held að það hafi ekkert verið mjög fjarri lagi hjá henni sko.“ Halldór og Guðrún eiga saman fjögur börn.Stöð 2 Ekki alltaf stál í stál Halldór segir starfið þó frábært. „Mér finnst þetta stórkostlegt.“ Hann segir að í starfinu vinni hann með fjölbreyttum hópi og þetta sé ekki alltaf stál í stál. „Við Sólveig náum reyndar ekkert sérstaklega vel saman.“ Halldór segir að hann sé einfaldlega mjög ósammála málflutningnum hennar og úr hvaða átt hann kemur. „Hvernig farið er með staðreyndir og hvernig farið er með gögn. Ég á reyndar mjög erfitt með að setja mig í þessi spor.“ Viðtalið má sjá í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Kjaraviðræður 2022-23 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira