Flestir vantreysta Eflingu samkvæmt nýrri könnun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2023 16:06 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur lagt sáttasemjara og Samtök atvinnulífsins að velli í tveimur dómsmálum. Þriðja málið um miðlunartillögu sáttasemjara er til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Helmingur landsmanna telur fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa í yfirstandandi kjaradeilu. Þar munar mestu um kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk þeirra sem hæst laun hafa í landinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem einblínir á kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega fjörutíu prósent landsmanna treysta samtökunum lítið eða illa. Mest traust er borið til embættis ríkissáttasemjara. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 8. til 13. febrúar og voru svarendur 1080 talsins. Þátttakendur voru spurðir tveggja spurninga varðandi Eflingu, Samtök atvinnulífsins og embætti ríkissáttasemjara og svo skoðað í samhengi við menntun, tekjur og pólitískar skoðanir. Spurningarnar voru eftirfarandi: 1. Finnst þér fulltrúar Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/ríkissáttasemjara hafa staðið sig vel eða illa í yfirstandandi kjaradeilu? 2. Treystir þú fulltrúum Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/embætti ríkissáttasemjara mikið, lítið eða ekkert? Samantekt á niðurstöðunum má sjá á myndinni hér að neðan. Litlu munar á Eflingu og Samtökum atvinnulífsins en í kringum fjórðungur þjóðarinnar telur fulltrúa Eflingar og SA hafa staðið sig vel. Tæplega fjörutíu prósent telja sáttasemjara hafa staðið sig vel. Samantekt á niðurstöðum könnunarinnar.Maskína Töluvert fleiri landsmenn telja hins vegar fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa eða um helmingur. Í kringum þrjátíu prósent landsmanna telja SA og sáttasemjara hafa staðið sig illa. Varðandi traust til aðilanna þriggja nýtur sáttasemjari mest trausts eða um fjörutíu prósent landsmanna sem treysta sáttasemjara mikið. Um fimmtingur þjóðarinn treystir Eflingu og SA mikið. Hægt er að kynna sér niðurstöðurnar nánar í skjalinu að neðan. Tengd skjöl Kjaradeila_MaskínuskýrslaPDF1.7MBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skoðanakannanir Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem einblínir á kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega fjörutíu prósent landsmanna treysta samtökunum lítið eða illa. Mest traust er borið til embættis ríkissáttasemjara. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 8. til 13. febrúar og voru svarendur 1080 talsins. Þátttakendur voru spurðir tveggja spurninga varðandi Eflingu, Samtök atvinnulífsins og embætti ríkissáttasemjara og svo skoðað í samhengi við menntun, tekjur og pólitískar skoðanir. Spurningarnar voru eftirfarandi: 1. Finnst þér fulltrúar Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/ríkissáttasemjara hafa staðið sig vel eða illa í yfirstandandi kjaradeilu? 2. Treystir þú fulltrúum Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/embætti ríkissáttasemjara mikið, lítið eða ekkert? Samantekt á niðurstöðunum má sjá á myndinni hér að neðan. Litlu munar á Eflingu og Samtökum atvinnulífsins en í kringum fjórðungur þjóðarinnar telur fulltrúa Eflingar og SA hafa staðið sig vel. Tæplega fjörutíu prósent telja sáttasemjara hafa staðið sig vel. Samantekt á niðurstöðum könnunarinnar.Maskína Töluvert fleiri landsmenn telja hins vegar fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa eða um helmingur. Í kringum þrjátíu prósent landsmanna telja SA og sáttasemjara hafa staðið sig illa. Varðandi traust til aðilanna þriggja nýtur sáttasemjari mest trausts eða um fjörutíu prósent landsmanna sem treysta sáttasemjara mikið. Um fimmtingur þjóðarinn treystir Eflingu og SA mikið. Hægt er að kynna sér niðurstöðurnar nánar í skjalinu að neðan. Tengd skjöl Kjaradeila_MaskínuskýrslaPDF1.7MBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skoðanakannanir Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira