Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2023 07:01 Jón Kaldal og Daníel Jakobsson buðu upp á miklar skilmingar um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi. Rökræður þeirra eru upplýsandi um helstu álitaefnin sem uppi eru varðandi greinina. vísir/samsett Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. Kolsvört skýrsla ríkisendurskoðanda hefur galopnað umræðu um sjókvíaeldi. Ýmsir fjölmiðlar hafa fjallað um ýmsa þætti þessarar starfsemi árum saman en án merkjanlegra viðbragða stjórnvalda. Það er ekki fyrr en nú með skýrslunni að málið er komið á dagskrá svo um munar. Kristján Kristjánsson, umsjónarmaður útvarpsþáttar Bylgjunnar Sprengisands, tefldi saman þeim Jóni og Daníel þar sem farið var ítarlega yfir ýmis álitaefni. Greinilegt er að það er farið að sjóða á öllum keipum í málinu því umræðan var á köflum persónuleg og einkenndist af miklum skilmingum. Hér fer samantekt á því hvað þeim Jóni og Daníel fór á milli en slagsmál þeirra mega heita afar upplýsandi um hvar ágreiningurinn liggur. Inn í þessa ritun á viðtali við þá „félaga“ er svo fleygað greinum Vísis sem tengjast umfjöllunarefninu með beinum og óbeinum hætti. Telur stofnanir dragbíta á greinina Daníel var spurður út í það atriði sem frá eldismönnum sjálfum hefur komið, að þeir telji skýrsluna í góða fyrir sinn hatt og staðfesti það sem þeir sjálfir hafi talað um; ekki að um sé að ræða áfellisdóm yfir eldinu sjálfu. Daníel segist geta tekið undir það. „Við höfum kallað eftir því að gerð sé bragarbót í stofnunum og umhverfi sjókvíaeldisins. Ljóst að þar eru miklar brotalamir og stofnununum ekki tryggt það fjármagn sem þarf til. Við getum til dæmis horft á ný leyfi, hvernig það er afgreitt. Við erum til dæmis með umsókn um leyfi í Ísafjarðardjúpi. Þar lauk umhverfiseftirlitinu fyrir tveimur árum síðan. Alla jafna á maður þá að fá leyfi innan eins til tveggja mánaða. En við eru enn á þeim stað að leyfið hefur ekki verið gefið út.“ Daníel hélt áfram máli sínu og sagði að nánast öll leyfi sem gefin eru út, þeim sé þeim breytt og þau eru yfirleitt alltaf kærð. „Og í þeim úrskurði sem gefin hafa verið út af úrskurðarnefnd auðlindamála uppá síðkastið þar hefur í rauninni oft og tíðum einhver handvömm leitt til þess að við höfum verið að missa leyfi. Eða missa breytingar á leyfum þannig að það er ljóst í mínum hug að stofnanirnar hafa ekki náð að fylgja okkur eftir.“ Telur málflutning eldismanna einkennast af hræsni Daníel telur þetta vera vegna skorts á pólitískri forystu í þessu máli. „Að stofnunum sé gert kleift að fylgja okkur eftir. Þetta hefur verið heit kartafla. Bara þessi þáttur hér í dag er staðfesting í því. Stjórnmálamenn hafa ekki treyst sér til að taka ákvörðun með eða móti, sem er ákvörðun í sjálfu sér. Og einhvern veginn hefur allt apparatið, stofnanaveldið flotið og það fengið það vanþakkláta hendur að finna bara út úr þessu. Oft í óskýru regluverki.“ Strax í upphafi þáttar var ljóst að Jón var ekki mættur til leiks með silkihanskana á sér. Hann gaf þá þegar lítið fyrir orð Daníels. „Mér finnst kómískt að heyra Daníel lýsa þessum mikla stuðningi við skýrsluna og skilningi á skorti á fjármagni. Því núna í desember var efnahagsnefnd þingsins að falla frá löngu boðaðri 400 milljóna gjaldtöku á þessu ári á eldið vegna þrýstings frá SFS sem hans fyrirtæki er aðili er að. Þetta hljómar sem hræsni að þykjast hafa skilning á þessu en á sama tíma neita að borga fyrir eftirlitið, rannsóknirnar og stjórnsýsluna í þessari grein,“ segir Jón sem telur að greinin hljóti að sjálfsögðu að greiða fyrir rannsóknir og eftirlit. Jón Kaldal. Það lá fyrir, strax í upphafi þáttar, að hann ætlaði ekki að leyfa Daníel Jakobssyni að komast létt frá þessari umræðu.vísir/vilhelm „Það er grundvallaratriði að þessi vöktun sem þarf að kosta til vegna þessarar starfsemi að hún sé greidd innan úr þessum iðnaði sjálfum. Svo sýnir þessi skýrsla það sem bent hefur verið á í langa tíð af okkar samtökum og fleirum, stofnanirnar eru illa undir þetta búnar, lagaumgjörðin er slæm og við þurfum að gera miklu miklu betur. Við erum með gríðarlega mikil verðmæti undir, sem eru í náttúrunni, villtum stofnum og lögin eru ekki að tryggja vernd þessara ómetanlegu verðmæta þjóðarinnar.“ Segir andstæðinga eldisins brengla umræðuna Daníel var þá spurður um þann þátt gagnrýninnar að eldið væri nátengt þeim eftirlitsstofnunum sem bæri að hafa auga með starfseminni, hvort starfsemin hefði allt of sterka stöðu gagnvart þeim? „Ég held að þessi ræða Jóns sé einmitt vandamálið í umræðunni. Ég var með gesti hérna í gær í heimsókn sem sögðu að þau vissu ekkert hvað þeim ætti að finnast um fiskeldi. Þau væru einhvern veginn alltaf sammála síðasta ræðumanni. Vandamálið í umræðunni er að það er endalaust verið að halda á lofti einhverjum röngum fullyrðingum,“ sagði Daníel og gefur sig hvergi. Daníel Jakobsson sagði íbúa á Vestfjörðum hina miklu sigurvegara þessara miklu umsvifa og uppbyggingar sem rekja megi til greinarinnar.vísir/stöð2 Hann benti á að Jón hafi haldið því fram að fallið hafi verið frá löngu boðaðri hækkun á sköttunum. Og að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem var í viðtali fyrr í þættinum, hafi orðað það þannig að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi gefið eftir og ekki sett á auðlindagjald í sjókvíaeldi. „Staðreyndin er að árið 2019 var sett á auðlindagjald í sjókvíaeldi. Á þessu ári skilar það 800 milljónum í ríkissjóð. Frá þessari nýsköpunargrein! Þessi hækkun sem Svandís boðaði í desember kom öllum að óvörum. Hún var sett fram í tekjubandormi, ekki inni í lögunum um sjókvíaeldi og átti að fara einhverja bakdyraleið yfir því. Og svo að lokum var ekki stuðningur við það.“ Hver er að greiða hverjum hvað? Daníels sagði að það væri algjör firra að halda því fram að ekki væru gjöld á sjókvíaeldi. „Vandamálið er miklu frekar það að sveitarfélögin til dæmis eru að keppast sín á milli hver fær aflagjöldin af slátruninni hjá okkur. Hún rennur auðvitað bara til sveitafélagsins þar sem slátrunin fer fram. Nú var það svoleiðis í febrúar, að við erum að slátra í Ísafirði og það eru 30 milljónir beint í kassann fyrir Ísafjarðarbæ. Sveitafélögin eru svo í keppni við ríkisvaldið um þessi 3,5 prósent þar sem þar sem einn þriðji af því gjaldi rennur til sveitarfélaganna og það er nú bara verið að úthluta úr þeim sjóði núna og hefur verið úthlutað. Svo eru stofnanirnar fúlar út í ríkið eins og Hafró að þurfa eðlilega að sækja um fyrir lögbundin verkefni í sjókvíaeldi. það er enginn skortur á tekjum í greininni eða af greininni.“ Enn gefur Jón lítið fyrir orð Daníels. „Það segir beinlínis berum orðum í skýrslu ríkisendurskoðanda að Matvælastofnun þarf að borga með vinnunni við leyfisveitingar til þessara fyrirtækja. Matvælastofnun þarf að borga með eftirlitinu sem er frekar takmarkað af þeirra hálfu. Þeir hafa ekki búnað eða mannskap til að fara á staðinn.“ Þá vatt Jón kvæði sínu í kross og taldi það fínt hjá Daníel að rifja upp hvað fólk segir og hafi sagt. „Mig langar rifja upp og setja í tímalínu. Árið 2017 er Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, spurður um eldi mögulegt í Jökulfjörðum. Þá segir hann: Mér finnst ekki koma til greina að reisa stóriðju inni í friðlandi. Bara engan veginn. Árið 2019 fer Daníel Jakobsson að vinna hjá norsku sjókvíaeldisfyrirtæki. Hann er að vinna núna hjá norsku sjókvíaeldisfyrirtæki. Árið 2020 er Daníel Jakobsson farinn að tala um að það þurfi að burðarþolsmeta og gera áhættumat fyrir Jökulfirði.“ Lobbíismi og sjókvíaeldi Að mati Jóns segir þessi breyting á afstöðu sína söguna um hvernig að málum er staðið. „Svona vinna alltof margir sem hafa verið í stjórnmálum; komnir í vinnu fyrir eldið og farnir að lobbía inní þetta. Um tíma voru formenn eða forsetar bæjarráða alls staðar á Vestfjörðum að vinna fyrir eldisfyrirtækin. Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis, var að lobbía fyrir þennan iðnað, við sáum sama vera að gerast fyrir austan. Þannig að, Daníel, hvað breyttist? Af hverju vildirðu allt í einu fá stóriðju í Jökulfirðina, af hverju viltu hafa stóriðju í Dýrafjörð? Útskýrðu það aðeins fyrir okkur.“ Daníel segist ekki alveg vita hvað Jón eigi við með tali um stóriðju í Dýrafirði? „En ég held að það sé mikilvægt í umræðunni að halda því til haga að það að kalla eftir burðarþolsmati er ekki það sama og að óska eftir því að farið verði í fiskeldi í Jökulfjörðum. Ég hef aldrei haldið því fram að við eigum að fara í fiskeldi í Jökulfjörðum.“ Jón heldur áfram að sækja að Daníel: „Þú kallaðir sjókvíaeldi stóriðju, Daníel, er það ekki líka í Dýrafirði rétt eins og við vorum að tala um í Jökulfjörðum? Þetta er stóriðja. Þetta eru norsk stóriðjufyrirtæki sem eru að læðast inn í firði landsins sem einhvers konar nýsköpunarfyrirtæki. Hafa fengið stjórnmálamenn á svæðinu í vinnu til sín við það verkefni. Og það er ótrúlega sorglegt að horfa uppá þetta, Daníel. Þetta er bara ekki boðlegt.“ „Ég verð nú að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því hvað orðið stóriðja hefur með þetta að gera.“ „Þín orð, Daníel.“ Bullandi uppgangur á Vestfjörðum Ljóst er að Kristjáni, stjórnanda þáttarins, þykir þarna farið að verða full heitt í kolum þannig að hann grípur inní og spyr Daníel um lobbíismann sem ýmsir hafa bent á, að Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi forseti Alþingis, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi farið beint í það vera talsmaður Landssambands fiskeldisfyrirtækja, auk fjölmargra sveitarstjórnarmanna fyrir austan og vestan sem hafa starfað fyrir fiskeldisfyrirtækin sjálf. Daníel vill heldur ræða um uppganginn sem fylgt hefur starfseminni. „Það má alveg kalla þetta stóriðju. Enda höfum við skapað gríðarlega mörg störf. Svo dæmi sé tekið með Dýrafjörð, það er nú kannski það sem við erum stoltastir af. Dýrafjörður, eða Þingeyri, sem fór inn í brothættar byggðir hjá Byggðastofnun árið 2017. Ætli Dýrafjörður sé ekki það samfélag á Íslandi sem skilar mestum verðmætum í þjóðarbúið á hvern haus. Það er löngu komið út úr brothættum byggðum, við erum með 32 starfsmenn í vinnu í Dýrafirði þannig að ég get ekki annað en verið stoltur af þeirri starfsemi sem við erum með í Dýrafirði.“ Daníel segir að það sé þetta sem alltaf sé verið að afvegaleiða umræðuna með. „Staðreyndin er sú að hjá Arnarlax, Artic Fish, Hábrún á Háafelli og Ís 47 á Vestfjörðum starfa nú með beinum hætti yfir 300 manns. Þegar ég kem hingað vestur 2010 þá er fólk hér í vistaböndum, getur ekki selt húsin sín hérna. Í þessum mánuði eru að flytja fjórar fjölskyldur til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Það er bullandi uppgangur. Ég get ekki annað en haldið því fram og sagt það nógu oft hvað ég er stoltur af því.“ Segir eldið leggja til fé í eftirlit Þáttastjórnandi segir það ekki breyta því að það standi uppá eldismenn að sannfæra landsmenn um að þeir standi undir þeim kröfum sem gera verði til starfsemi af þessu tagi, slysasleppingum og öðru og að geirinn borgi þá fyrir eftirlit með slíku? „Punkturinn hjá mér er sá að við erum að borga til hins opinbera gríðarlega mikið. Það hvernig svo hið opinbera raðar niður tekjunum á Matvælastofnun, Hafrannsóknarstofnun, sveitarfélögin og svo framvegis er þeirra mál.“ Daníel segir að það séu ekki þeir hjá eldisfyrirtækjunum sem standi í vegi. „Ég held nú að reikningarnar sem eru að koma frá Matvælastofnun núna eru orðnir það háir að þeir standi á þessu ári og því síðasta, eftir gjaldskrárbreytingar hjá þeim, alveg undir þeim kostnaði sem þeir verða fyrir. Það er ekkert því til fyrirstöðu að borga fyrir það.“ Sárnar hvernig talað er til sín sem umhverfissóða Daníel víkur næst sinni ræðu að náttúruverndinni, og ekki er frítt við að tilfinningasemi gæti í rödd hans. Hann segir eldisfyrirtækin vera þar með náttúruverndarsinnum í liði. „Það stendur ekki til að vera að eyðileggja hérna villta laxastofna, það stendur ekki til að eyðileggja botninn. Ef við tökum bara sem dæmi: Mowi, sem á 51 prósent í Artic Fish sem ég vinn hjá, það er stærsta sjóeldisfyrirtæki í heimi. Það er til vottunarstofnun sem heitir Collin Fare sem gefur út skýrslur fyrir banka, svo þeir viti hverjir eru sjálfbærir og hverjir ekki. Hvaða fyrirtæki í heiminum skyldi vera þar í efsta sæti af próteinframleiðendum í iðnaðarframleiðslu? Það er Mowi.“ Daníel segir þá að á lista yfir tíu stærstu fyrirtækin séu fjögur norsk eldisfyrirtæki. „Kaupendurnir okkar af þessum laxi, þetta eru kröfuhörðustu kaupendur í heimi, og þeir eru ekkert að fara að kaupa einhverja vöru þar sem menn eru með allt niður um sig. Og svo til viðbótar, mér finnst alltaf verið að tala niður til mín sem íbúa, hér höfum við byggt tilveru okkar á þessum fjörðum og náttúrunni í hundruð ára. Haldið þið í alvörunni að við sem búum hér ætlum að vera sú kynslóð sem eyðileggur allt umhverfið hérna? Það er af og frá. Það eftirlit sem farið er í hjá okkur staðfestir þetta að umhverfisþættirnar eru í lagi. Og til viðbótar, ef þeir eru ekki í lagi fáum við ekkert að fara af stað aftur með næstu útsetningu. Það er bara þannig.“ Það er ykkur er í hag að standa ykkur vel, það er það sem þú ert að segja? „Já, og við viljum standa okkur vel. Og teljum okkur gera það.“ Ýmsu til tjaldað í nafni atvinnusköpunar Þetta var orðin allöng og tilfinningaþrungin ræða Daníels en hún virtist ekki snerta mikið við Jóni, ekki þannig að hann yrði vænni við viðmælanda sinn. „Það má rifja upp að það eru ekki mörg ár síðan heimafólk í Arnarfirði vildi fá olíuhreinsistöðvar. Það er oft ýmsu tjaldað til nafni atvinnusköpunar.“ Jón hafnar því spurður að kerfi vottunar og eftirlits sé fullnægjandi. „Við sjáum að mikið af þessum vottunum þessara fyrirtækja hvílir á starfi innra eftirlits eldisfyrirtækjanna sjálfra. Arnarlax er til dæmis með á sér 120 milljóna króna sekt því það tilkynnti ekki um 80 þúsund fiska sem það missti út úr kví. Það leið ár þar til kom í ljós hvað virkilega hafði gerst. Það var engin ástæða fyrir því að fara í felur með þetta nema af því að fyrirtækið missir vottanir og viðskiptasamninga ef þeir tilkynna þetta fyrr. Þeir ætluðu að reyna að leyna þessu.“ Og Jón telur tal Daníels um atvinnusköpunina vafasamt og ávinning fyrir íslenskt samfélag í heild varla standast skoðun. „Förum svo aðeins yfir þessa meintu atvinnusköpun. Í fyrsta lagi hefur sjókvíaeldi verið við Ísland meira og minna í 40 ár í ýmsum myndum. Þetta er þriðja bylgja núna. Fyrirtæki Daníels, Arnarlax og Artic Fish hefur aldrei greitt hér tekjuskatt. Arnarlax hefur verið starfandi frá 2007 og þetta fyrirtæki hefur aldrei greitt tekjuskatt. Í staðgreiðsluskrám er hægt að skoða raunverulegan fjölda starfa í þessum geira. Í nýjustu aðgengilegu skjölum þar þá eru þetta 560 manns sem störfuðu við sjókvíaeldi á Íslandi. Ársverkin voru 260.“ Jón segir að þetta verði að setja í samhengi. „Við erum með pizza-fyrirtæki í Reykjavík sem heitir Dominos sem er með miklu fleira fólk í vinnu. Og borgar hér tekjuskatt og er ekki að skaða náttúruna og lífríkið. Setjum hlutina í rétt samhengi. Og þessi viðhorfsbreyting Daníels hvað er stóriðja og hvar á að stunda hana … maðurinn kemur frá því að vera stjórnmálamaður yfir í að vinna fyrir laxeldisfyrirtæki – kúvendir. Það er ekki hægt að horfa uppá þetta hvernig stjórnmálamennirnir sem eiga að vera fulltrúar almennings eru síðan farnir að vinna fyrir sjálfan sig, og enda í vinnu hjá þessum fyrirtækjum sem eru síðan að lobbía kerfið. Það er ótrúlegt að horfa uppá þetta.“ Segir lobbíistann Jón verða að gæta orða sinna Þegar hér var komið sögu voru báðir viðmælendur orðnir vel heitir. Daníel taldi vert að hnýta lausa hnúta. Hann sagðist ekki skilja af hverju Jón væri að leggja sér þau orð í munn að hann hafi einhvern tíma verið á móti fiskeldi. Hann er þar væntanlega að vísa til þess þegar Jón benti á að hann sem bæjarstjóri á Ísafirði hafi ekki talið vert að burðarþolsmeta Jökulfirðina. Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. Daníel hafnar alfarið ávirðingum Jóns þess efnis að hann sé hræsnari, hann hafi verið eindreginn stuðningsmaður sjókvíaeldis allar götur frá því hann kom fyrst vestur.vísir/einar „Ég hef verið frá því að fiskeldi kom á Vestfirði, helsti stuðningsmaður fiskeldis. Ég hef sett spurningarmerki við fiskeldi í Jökulfjörðum og ég er enn með spurningarmerki við fiskeldi í Jökulfjörðum. Ég held að það sé ekki tímabært að fara þangað. Varðandi tilkynningar, og þetta er enn og aftur að Jón sem hagsmunaaðili og lobbíisti í þessari grein sem fær greitt fyrir að vinna gegn fiskeldi. Hann verður að vanda málflutning sinn og hann getur ekki endalaust verið að fara með rangt mál.“ Daníel segir það ekki sitt að vernda Arnarlax en segir mikilvægt að rétt sé rétt: „Arnarlax tilkynnti þessa sleppingu á fiskunum. Hann gerði það hratt og vel. Hins vegar, þegar er slátrað upp úr kvínni, þegar fiskurinn klárast í kvínni einu og hálfu ári síðar, þá kemur í raun í ljós að það vantar fleiri fiska heldur en þeir gerðu ráð fyrir. Það var enginn skortur á tilkynningum.“ Jón greip inn í: „Þeir tilkynntu gat á kví. Ekki þessa risasleppingu. Þú veist þetta vel. Þú þekkir muninn á því?“ Daníel sagði að sá fjöldi kæmi „auðvitað ekki í ljós fyrr en þú slátrar upp úr kvínni. Þú getur ekki talið fiskana í kvínni fyrr en þú veist það.“ Jón spurði á móti: „En er ekki eftirlitsbúnaður, með fóðrun og öðru. Sektin hvílir á því, Daníel. Þeir sinntu ekki sínu innra eftirliti. En Daníel vildi halda sig við það að umrætt slepping hafi verið tilkynnt. Einbýlishúsin fyrir vestan kosta nú 100 milljónir Daníel vill jafnframt halda rækilega til haga því að mikill uppgangur sé á Vestfjörðum og Jón verði bara að mæta vestur og sjá umsvifin með eigin augum. „Sjá allt þetta fólk sem er að vinna hérna í þessum blómlegu byggðum fyrir vestan. Sem dæmi um verðmætasköpunina sendi Artic Fish frá sér fisk fyrir fjögur hundruð milljónir á föstudaginn. Við erum að senda frá okkur aftur fisk á mánudaginn fyrir 400 milljónir. Í febrúar einum er ég búinn að borga 47 milljónir í flutning út af Vestfjörðum. Umsvif út um allt. Við vorum að byggja sláturhús úti í Bolungarvík fyrir fjóra milljarða sem mun skapa gríðarleg verðmæti. Við erum að byggja seyðaeldastöð í Tálknafirði og það er fólk út um alla Vestfirði að vinna og einbýlishúsin eru farin að kosta hérna 90 til 100 milljónir.“ Þannig segir Daníel samfélagið allt á Vestfjörðum hinn stóra sigurvegara í þessari miklu uppbyggingu fiskeldis. „Og það er í raun og veru magnað að sjá hvað okkur fiskeldisfyrirtækjum og samfélagið hérna hefur tekist að gera saman. Og það er bara svo gaman að taka þátt í þessu, að vera í þessum flotta bisness og nýta firðina okkar og sjá framan í fólk sem aftur er orðið stolt af því að búa hérna fyrir vestan og eru sigurvegarar í lífinu.“ Hefur enga trú á að stjórnmálamenn muni gera eitthvað í málum Undir lok þáttar voru þeir Jón og Daníel spurðir hvernig þeir sæju framhaldið fyrir sér, hvort skýrslan muni hafa einhver áhrif. Jón var fyrr til svara: „Fortíðin fyllir mann ekki bjartsýni á hvað gerist í framtíðinni; hvernig verður staðið að verkum. Ég bind miklu meiri vonir við það að spádómar innan úr sjókvíaeldinu sjálfu, um að þessi tækni, opnar sjókvíar, muni heyra sögunni til eftir fimm til sex ár. Stjórnarformaður stærsta sjókvíaeldisfyrirtækis heims hefur sagt þetta, vegna umhverfisáhrifanna.“ Jón vill þannig meina að virk neytendavitund muni spila inn í framvindu máls. „Neytendur vilja ekki greiða fyrir vöru, neyta vöru sem framleidd er með svo skaðlegum hætti. Ég held að það muni hjálpa okkur fyrr en að stjórnmálamennirnir taki alvöru ábyrgð á þessu. Svo hef ég fulla trú á að líffræðin, áhættumat erfðablöndunar Hafró verði endurskoðað á þessu ári. Og varðandi stóru sleppingarnar, að miklu meiri erfðablöndun sem er verið að staðfesta heldur en fyrir nokkrum árum, vernd minni stofnana á suðurfjörðunum … ég held að allt þetta muni koma inn í áhættumatið þannig að heimildir fyrir sjókvíaeldi verði minnkaðar. Ég hef miklu meiri trú á þessum þáttum heldur en að það gerist nokkurn tíma eitthvað að viti í eftirlitinu eða að hálfu fyrirtækjanna sjálfra.“ Harðar skeytasendingar í kveðjuskini Jón bætti við þökkum til Daníels en þær þakkir miðuðu ekki að því að þeir skildu skiptum í vinsemd í þáttarlok. „Ég vil þakka Daníel fyrir að vekja athygli á því að ég er lobbíisti, ég er hagsmunagæslumaður fyrir íslenskt umhverfi, íslenskt lífríki, það er það sem rekur mig áfram.“ Þáttastjórnandi sagði fyrirliggjandi hver greiddi Daníel launin, en hver borgar Jóni? „Það hefur komið fram. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn.“ Og hver á hann? „Þetta er sjálfseignastofnun, góðgerðastofnun. Sem hefur þegið framlög frá tugum einstaklinga og fyrirtækja. Ætli stærsta framlag sem við höfum fengið hafi ekki komið frá útivistarframleiðandanum Patagonia sem styrkti okkur fyrir þremur árum um tíu þúsund dollara. En við þiggjum enga stóra styrki. Þetta eru fjöldasamtök, gríðarlega margir sem leggja hönd á plóg,“ sagði Jón. Daníel var ekki til í að leggja blessun sína yfir þessi orð Jóns: „Ég held nú reyndar að það þurfi meira en einhverja marga smáa styrki til að borga Jóni þessar hundrað milljónir sem hann er búinn að fá frá 2017, eða hvað það nú er.“ Jón hló við og Daníel beindi tali sínu að óbilandi trú sem hann bæri í brjósti á fiskeldinu. „Gríðarlega mikla trú. Og ég held að þessi skýrsla, og ég bind vonir við það, að hún sé einhvers konar núllpunktur. Og að bæði stjórnmálamenn, fjölmiðlar og við öll, förum að geta rætt þessa grein með einhverjum vitibornum hætti. Mér finnst mikilvægt að það sé kristalskýrt að hér er búið að koma á skattakerfi, í sjókvíaeldi, sem tryggir hinu opinbera hærra hlutfall af veltu greinarinnar en þekkist bæði í Noregi og Færeyjum. Í það minnsta jafn hátt. Það er enginn vafi um það að hér hafa skapast gríðarlega mörg störf og við eigum alveg að geta gert þetta án þess að náttúran skaðist. Og öllum til sóma.“ Umhverfismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjókvíaeldi Fiskeldi Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Kolsvört skýrsla ríkisendurskoðanda hefur galopnað umræðu um sjókvíaeldi. Ýmsir fjölmiðlar hafa fjallað um ýmsa þætti þessarar starfsemi árum saman en án merkjanlegra viðbragða stjórnvalda. Það er ekki fyrr en nú með skýrslunni að málið er komið á dagskrá svo um munar. Kristján Kristjánsson, umsjónarmaður útvarpsþáttar Bylgjunnar Sprengisands, tefldi saman þeim Jóni og Daníel þar sem farið var ítarlega yfir ýmis álitaefni. Greinilegt er að það er farið að sjóða á öllum keipum í málinu því umræðan var á köflum persónuleg og einkenndist af miklum skilmingum. Hér fer samantekt á því hvað þeim Jóni og Daníel fór á milli en slagsmál þeirra mega heita afar upplýsandi um hvar ágreiningurinn liggur. Inn í þessa ritun á viðtali við þá „félaga“ er svo fleygað greinum Vísis sem tengjast umfjöllunarefninu með beinum og óbeinum hætti. Telur stofnanir dragbíta á greinina Daníel var spurður út í það atriði sem frá eldismönnum sjálfum hefur komið, að þeir telji skýrsluna í góða fyrir sinn hatt og staðfesti það sem þeir sjálfir hafi talað um; ekki að um sé að ræða áfellisdóm yfir eldinu sjálfu. Daníel segist geta tekið undir það. „Við höfum kallað eftir því að gerð sé bragarbót í stofnunum og umhverfi sjókvíaeldisins. Ljóst að þar eru miklar brotalamir og stofnununum ekki tryggt það fjármagn sem þarf til. Við getum til dæmis horft á ný leyfi, hvernig það er afgreitt. Við erum til dæmis með umsókn um leyfi í Ísafjarðardjúpi. Þar lauk umhverfiseftirlitinu fyrir tveimur árum síðan. Alla jafna á maður þá að fá leyfi innan eins til tveggja mánaða. En við eru enn á þeim stað að leyfið hefur ekki verið gefið út.“ Daníel hélt áfram máli sínu og sagði að nánast öll leyfi sem gefin eru út, þeim sé þeim breytt og þau eru yfirleitt alltaf kærð. „Og í þeim úrskurði sem gefin hafa verið út af úrskurðarnefnd auðlindamála uppá síðkastið þar hefur í rauninni oft og tíðum einhver handvömm leitt til þess að við höfum verið að missa leyfi. Eða missa breytingar á leyfum þannig að það er ljóst í mínum hug að stofnanirnar hafa ekki náð að fylgja okkur eftir.“ Telur málflutning eldismanna einkennast af hræsni Daníel telur þetta vera vegna skorts á pólitískri forystu í þessu máli. „Að stofnunum sé gert kleift að fylgja okkur eftir. Þetta hefur verið heit kartafla. Bara þessi þáttur hér í dag er staðfesting í því. Stjórnmálamenn hafa ekki treyst sér til að taka ákvörðun með eða móti, sem er ákvörðun í sjálfu sér. Og einhvern veginn hefur allt apparatið, stofnanaveldið flotið og það fengið það vanþakkláta hendur að finna bara út úr þessu. Oft í óskýru regluverki.“ Strax í upphafi þáttar var ljóst að Jón var ekki mættur til leiks með silkihanskana á sér. Hann gaf þá þegar lítið fyrir orð Daníels. „Mér finnst kómískt að heyra Daníel lýsa þessum mikla stuðningi við skýrsluna og skilningi á skorti á fjármagni. Því núna í desember var efnahagsnefnd þingsins að falla frá löngu boðaðri 400 milljóna gjaldtöku á þessu ári á eldið vegna þrýstings frá SFS sem hans fyrirtæki er aðili er að. Þetta hljómar sem hræsni að þykjast hafa skilning á þessu en á sama tíma neita að borga fyrir eftirlitið, rannsóknirnar og stjórnsýsluna í þessari grein,“ segir Jón sem telur að greinin hljóti að sjálfsögðu að greiða fyrir rannsóknir og eftirlit. Jón Kaldal. Það lá fyrir, strax í upphafi þáttar, að hann ætlaði ekki að leyfa Daníel Jakobssyni að komast létt frá þessari umræðu.vísir/vilhelm „Það er grundvallaratriði að þessi vöktun sem þarf að kosta til vegna þessarar starfsemi að hún sé greidd innan úr þessum iðnaði sjálfum. Svo sýnir þessi skýrsla það sem bent hefur verið á í langa tíð af okkar samtökum og fleirum, stofnanirnar eru illa undir þetta búnar, lagaumgjörðin er slæm og við þurfum að gera miklu miklu betur. Við erum með gríðarlega mikil verðmæti undir, sem eru í náttúrunni, villtum stofnum og lögin eru ekki að tryggja vernd þessara ómetanlegu verðmæta þjóðarinnar.“ Segir andstæðinga eldisins brengla umræðuna Daníel var þá spurður um þann þátt gagnrýninnar að eldið væri nátengt þeim eftirlitsstofnunum sem bæri að hafa auga með starfseminni, hvort starfsemin hefði allt of sterka stöðu gagnvart þeim? „Ég held að þessi ræða Jóns sé einmitt vandamálið í umræðunni. Ég var með gesti hérna í gær í heimsókn sem sögðu að þau vissu ekkert hvað þeim ætti að finnast um fiskeldi. Þau væru einhvern veginn alltaf sammála síðasta ræðumanni. Vandamálið í umræðunni er að það er endalaust verið að halda á lofti einhverjum röngum fullyrðingum,“ sagði Daníel og gefur sig hvergi. Daníel Jakobsson sagði íbúa á Vestfjörðum hina miklu sigurvegara þessara miklu umsvifa og uppbyggingar sem rekja megi til greinarinnar.vísir/stöð2 Hann benti á að Jón hafi haldið því fram að fallið hafi verið frá löngu boðaðri hækkun á sköttunum. Og að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem var í viðtali fyrr í þættinum, hafi orðað það þannig að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi gefið eftir og ekki sett á auðlindagjald í sjókvíaeldi. „Staðreyndin er að árið 2019 var sett á auðlindagjald í sjókvíaeldi. Á þessu ári skilar það 800 milljónum í ríkissjóð. Frá þessari nýsköpunargrein! Þessi hækkun sem Svandís boðaði í desember kom öllum að óvörum. Hún var sett fram í tekjubandormi, ekki inni í lögunum um sjókvíaeldi og átti að fara einhverja bakdyraleið yfir því. Og svo að lokum var ekki stuðningur við það.“ Hver er að greiða hverjum hvað? Daníels sagði að það væri algjör firra að halda því fram að ekki væru gjöld á sjókvíaeldi. „Vandamálið er miklu frekar það að sveitarfélögin til dæmis eru að keppast sín á milli hver fær aflagjöldin af slátruninni hjá okkur. Hún rennur auðvitað bara til sveitafélagsins þar sem slátrunin fer fram. Nú var það svoleiðis í febrúar, að við erum að slátra í Ísafirði og það eru 30 milljónir beint í kassann fyrir Ísafjarðarbæ. Sveitafélögin eru svo í keppni við ríkisvaldið um þessi 3,5 prósent þar sem þar sem einn þriðji af því gjaldi rennur til sveitarfélaganna og það er nú bara verið að úthluta úr þeim sjóði núna og hefur verið úthlutað. Svo eru stofnanirnar fúlar út í ríkið eins og Hafró að þurfa eðlilega að sækja um fyrir lögbundin verkefni í sjókvíaeldi. það er enginn skortur á tekjum í greininni eða af greininni.“ Enn gefur Jón lítið fyrir orð Daníels. „Það segir beinlínis berum orðum í skýrslu ríkisendurskoðanda að Matvælastofnun þarf að borga með vinnunni við leyfisveitingar til þessara fyrirtækja. Matvælastofnun þarf að borga með eftirlitinu sem er frekar takmarkað af þeirra hálfu. Þeir hafa ekki búnað eða mannskap til að fara á staðinn.“ Þá vatt Jón kvæði sínu í kross og taldi það fínt hjá Daníel að rifja upp hvað fólk segir og hafi sagt. „Mig langar rifja upp og setja í tímalínu. Árið 2017 er Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, spurður um eldi mögulegt í Jökulfjörðum. Þá segir hann: Mér finnst ekki koma til greina að reisa stóriðju inni í friðlandi. Bara engan veginn. Árið 2019 fer Daníel Jakobsson að vinna hjá norsku sjókvíaeldisfyrirtæki. Hann er að vinna núna hjá norsku sjókvíaeldisfyrirtæki. Árið 2020 er Daníel Jakobsson farinn að tala um að það þurfi að burðarþolsmeta og gera áhættumat fyrir Jökulfirði.“ Lobbíismi og sjókvíaeldi Að mati Jóns segir þessi breyting á afstöðu sína söguna um hvernig að málum er staðið. „Svona vinna alltof margir sem hafa verið í stjórnmálum; komnir í vinnu fyrir eldið og farnir að lobbía inní þetta. Um tíma voru formenn eða forsetar bæjarráða alls staðar á Vestfjörðum að vinna fyrir eldisfyrirtækin. Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis, var að lobbía fyrir þennan iðnað, við sáum sama vera að gerast fyrir austan. Þannig að, Daníel, hvað breyttist? Af hverju vildirðu allt í einu fá stóriðju í Jökulfirðina, af hverju viltu hafa stóriðju í Dýrafjörð? Útskýrðu það aðeins fyrir okkur.“ Daníel segist ekki alveg vita hvað Jón eigi við með tali um stóriðju í Dýrafirði? „En ég held að það sé mikilvægt í umræðunni að halda því til haga að það að kalla eftir burðarþolsmati er ekki það sama og að óska eftir því að farið verði í fiskeldi í Jökulfjörðum. Ég hef aldrei haldið því fram að við eigum að fara í fiskeldi í Jökulfjörðum.“ Jón heldur áfram að sækja að Daníel: „Þú kallaðir sjókvíaeldi stóriðju, Daníel, er það ekki líka í Dýrafirði rétt eins og við vorum að tala um í Jökulfjörðum? Þetta er stóriðja. Þetta eru norsk stóriðjufyrirtæki sem eru að læðast inn í firði landsins sem einhvers konar nýsköpunarfyrirtæki. Hafa fengið stjórnmálamenn á svæðinu í vinnu til sín við það verkefni. Og það er ótrúlega sorglegt að horfa uppá þetta, Daníel. Þetta er bara ekki boðlegt.“ „Ég verð nú að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því hvað orðið stóriðja hefur með þetta að gera.“ „Þín orð, Daníel.“ Bullandi uppgangur á Vestfjörðum Ljóst er að Kristjáni, stjórnanda þáttarins, þykir þarna farið að verða full heitt í kolum þannig að hann grípur inní og spyr Daníel um lobbíismann sem ýmsir hafa bent á, að Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi forseti Alþingis, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi farið beint í það vera talsmaður Landssambands fiskeldisfyrirtækja, auk fjölmargra sveitarstjórnarmanna fyrir austan og vestan sem hafa starfað fyrir fiskeldisfyrirtækin sjálf. Daníel vill heldur ræða um uppganginn sem fylgt hefur starfseminni. „Það má alveg kalla þetta stóriðju. Enda höfum við skapað gríðarlega mörg störf. Svo dæmi sé tekið með Dýrafjörð, það er nú kannski það sem við erum stoltastir af. Dýrafjörður, eða Þingeyri, sem fór inn í brothættar byggðir hjá Byggðastofnun árið 2017. Ætli Dýrafjörður sé ekki það samfélag á Íslandi sem skilar mestum verðmætum í þjóðarbúið á hvern haus. Það er löngu komið út úr brothættum byggðum, við erum með 32 starfsmenn í vinnu í Dýrafirði þannig að ég get ekki annað en verið stoltur af þeirri starfsemi sem við erum með í Dýrafirði.“ Daníel segir að það sé þetta sem alltaf sé verið að afvegaleiða umræðuna með. „Staðreyndin er sú að hjá Arnarlax, Artic Fish, Hábrún á Háafelli og Ís 47 á Vestfjörðum starfa nú með beinum hætti yfir 300 manns. Þegar ég kem hingað vestur 2010 þá er fólk hér í vistaböndum, getur ekki selt húsin sín hérna. Í þessum mánuði eru að flytja fjórar fjölskyldur til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Það er bullandi uppgangur. Ég get ekki annað en haldið því fram og sagt það nógu oft hvað ég er stoltur af því.“ Segir eldið leggja til fé í eftirlit Þáttastjórnandi segir það ekki breyta því að það standi uppá eldismenn að sannfæra landsmenn um að þeir standi undir þeim kröfum sem gera verði til starfsemi af þessu tagi, slysasleppingum og öðru og að geirinn borgi þá fyrir eftirlit með slíku? „Punkturinn hjá mér er sá að við erum að borga til hins opinbera gríðarlega mikið. Það hvernig svo hið opinbera raðar niður tekjunum á Matvælastofnun, Hafrannsóknarstofnun, sveitarfélögin og svo framvegis er þeirra mál.“ Daníel segir að það séu ekki þeir hjá eldisfyrirtækjunum sem standi í vegi. „Ég held nú að reikningarnar sem eru að koma frá Matvælastofnun núna eru orðnir það háir að þeir standi á þessu ári og því síðasta, eftir gjaldskrárbreytingar hjá þeim, alveg undir þeim kostnaði sem þeir verða fyrir. Það er ekkert því til fyrirstöðu að borga fyrir það.“ Sárnar hvernig talað er til sín sem umhverfissóða Daníel víkur næst sinni ræðu að náttúruverndinni, og ekki er frítt við að tilfinningasemi gæti í rödd hans. Hann segir eldisfyrirtækin vera þar með náttúruverndarsinnum í liði. „Það stendur ekki til að vera að eyðileggja hérna villta laxastofna, það stendur ekki til að eyðileggja botninn. Ef við tökum bara sem dæmi: Mowi, sem á 51 prósent í Artic Fish sem ég vinn hjá, það er stærsta sjóeldisfyrirtæki í heimi. Það er til vottunarstofnun sem heitir Collin Fare sem gefur út skýrslur fyrir banka, svo þeir viti hverjir eru sjálfbærir og hverjir ekki. Hvaða fyrirtæki í heiminum skyldi vera þar í efsta sæti af próteinframleiðendum í iðnaðarframleiðslu? Það er Mowi.“ Daníel segir þá að á lista yfir tíu stærstu fyrirtækin séu fjögur norsk eldisfyrirtæki. „Kaupendurnir okkar af þessum laxi, þetta eru kröfuhörðustu kaupendur í heimi, og þeir eru ekkert að fara að kaupa einhverja vöru þar sem menn eru með allt niður um sig. Og svo til viðbótar, mér finnst alltaf verið að tala niður til mín sem íbúa, hér höfum við byggt tilveru okkar á þessum fjörðum og náttúrunni í hundruð ára. Haldið þið í alvörunni að við sem búum hér ætlum að vera sú kynslóð sem eyðileggur allt umhverfið hérna? Það er af og frá. Það eftirlit sem farið er í hjá okkur staðfestir þetta að umhverfisþættirnar eru í lagi. Og til viðbótar, ef þeir eru ekki í lagi fáum við ekkert að fara af stað aftur með næstu útsetningu. Það er bara þannig.“ Það er ykkur er í hag að standa ykkur vel, það er það sem þú ert að segja? „Já, og við viljum standa okkur vel. Og teljum okkur gera það.“ Ýmsu til tjaldað í nafni atvinnusköpunar Þetta var orðin allöng og tilfinningaþrungin ræða Daníels en hún virtist ekki snerta mikið við Jóni, ekki þannig að hann yrði vænni við viðmælanda sinn. „Það má rifja upp að það eru ekki mörg ár síðan heimafólk í Arnarfirði vildi fá olíuhreinsistöðvar. Það er oft ýmsu tjaldað til nafni atvinnusköpunar.“ Jón hafnar því spurður að kerfi vottunar og eftirlits sé fullnægjandi. „Við sjáum að mikið af þessum vottunum þessara fyrirtækja hvílir á starfi innra eftirlits eldisfyrirtækjanna sjálfra. Arnarlax er til dæmis með á sér 120 milljóna króna sekt því það tilkynnti ekki um 80 þúsund fiska sem það missti út úr kví. Það leið ár þar til kom í ljós hvað virkilega hafði gerst. Það var engin ástæða fyrir því að fara í felur með þetta nema af því að fyrirtækið missir vottanir og viðskiptasamninga ef þeir tilkynna þetta fyrr. Þeir ætluðu að reyna að leyna þessu.“ Og Jón telur tal Daníels um atvinnusköpunina vafasamt og ávinning fyrir íslenskt samfélag í heild varla standast skoðun. „Förum svo aðeins yfir þessa meintu atvinnusköpun. Í fyrsta lagi hefur sjókvíaeldi verið við Ísland meira og minna í 40 ár í ýmsum myndum. Þetta er þriðja bylgja núna. Fyrirtæki Daníels, Arnarlax og Artic Fish hefur aldrei greitt hér tekjuskatt. Arnarlax hefur verið starfandi frá 2007 og þetta fyrirtæki hefur aldrei greitt tekjuskatt. Í staðgreiðsluskrám er hægt að skoða raunverulegan fjölda starfa í þessum geira. Í nýjustu aðgengilegu skjölum þar þá eru þetta 560 manns sem störfuðu við sjókvíaeldi á Íslandi. Ársverkin voru 260.“ Jón segir að þetta verði að setja í samhengi. „Við erum með pizza-fyrirtæki í Reykjavík sem heitir Dominos sem er með miklu fleira fólk í vinnu. Og borgar hér tekjuskatt og er ekki að skaða náttúruna og lífríkið. Setjum hlutina í rétt samhengi. Og þessi viðhorfsbreyting Daníels hvað er stóriðja og hvar á að stunda hana … maðurinn kemur frá því að vera stjórnmálamaður yfir í að vinna fyrir laxeldisfyrirtæki – kúvendir. Það er ekki hægt að horfa uppá þetta hvernig stjórnmálamennirnir sem eiga að vera fulltrúar almennings eru síðan farnir að vinna fyrir sjálfan sig, og enda í vinnu hjá þessum fyrirtækjum sem eru síðan að lobbía kerfið. Það er ótrúlegt að horfa uppá þetta.“ Segir lobbíistann Jón verða að gæta orða sinna Þegar hér var komið sögu voru báðir viðmælendur orðnir vel heitir. Daníel taldi vert að hnýta lausa hnúta. Hann sagðist ekki skilja af hverju Jón væri að leggja sér þau orð í munn að hann hafi einhvern tíma verið á móti fiskeldi. Hann er þar væntanlega að vísa til þess þegar Jón benti á að hann sem bæjarstjóri á Ísafirði hafi ekki talið vert að burðarþolsmeta Jökulfirðina. Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. Daníel hafnar alfarið ávirðingum Jóns þess efnis að hann sé hræsnari, hann hafi verið eindreginn stuðningsmaður sjókvíaeldis allar götur frá því hann kom fyrst vestur.vísir/einar „Ég hef verið frá því að fiskeldi kom á Vestfirði, helsti stuðningsmaður fiskeldis. Ég hef sett spurningarmerki við fiskeldi í Jökulfjörðum og ég er enn með spurningarmerki við fiskeldi í Jökulfjörðum. Ég held að það sé ekki tímabært að fara þangað. Varðandi tilkynningar, og þetta er enn og aftur að Jón sem hagsmunaaðili og lobbíisti í þessari grein sem fær greitt fyrir að vinna gegn fiskeldi. Hann verður að vanda málflutning sinn og hann getur ekki endalaust verið að fara með rangt mál.“ Daníel segir það ekki sitt að vernda Arnarlax en segir mikilvægt að rétt sé rétt: „Arnarlax tilkynnti þessa sleppingu á fiskunum. Hann gerði það hratt og vel. Hins vegar, þegar er slátrað upp úr kvínni, þegar fiskurinn klárast í kvínni einu og hálfu ári síðar, þá kemur í raun í ljós að það vantar fleiri fiska heldur en þeir gerðu ráð fyrir. Það var enginn skortur á tilkynningum.“ Jón greip inn í: „Þeir tilkynntu gat á kví. Ekki þessa risasleppingu. Þú veist þetta vel. Þú þekkir muninn á því?“ Daníel sagði að sá fjöldi kæmi „auðvitað ekki í ljós fyrr en þú slátrar upp úr kvínni. Þú getur ekki talið fiskana í kvínni fyrr en þú veist það.“ Jón spurði á móti: „En er ekki eftirlitsbúnaður, með fóðrun og öðru. Sektin hvílir á því, Daníel. Þeir sinntu ekki sínu innra eftirliti. En Daníel vildi halda sig við það að umrætt slepping hafi verið tilkynnt. Einbýlishúsin fyrir vestan kosta nú 100 milljónir Daníel vill jafnframt halda rækilega til haga því að mikill uppgangur sé á Vestfjörðum og Jón verði bara að mæta vestur og sjá umsvifin með eigin augum. „Sjá allt þetta fólk sem er að vinna hérna í þessum blómlegu byggðum fyrir vestan. Sem dæmi um verðmætasköpunina sendi Artic Fish frá sér fisk fyrir fjögur hundruð milljónir á föstudaginn. Við erum að senda frá okkur aftur fisk á mánudaginn fyrir 400 milljónir. Í febrúar einum er ég búinn að borga 47 milljónir í flutning út af Vestfjörðum. Umsvif út um allt. Við vorum að byggja sláturhús úti í Bolungarvík fyrir fjóra milljarða sem mun skapa gríðarleg verðmæti. Við erum að byggja seyðaeldastöð í Tálknafirði og það er fólk út um alla Vestfirði að vinna og einbýlishúsin eru farin að kosta hérna 90 til 100 milljónir.“ Þannig segir Daníel samfélagið allt á Vestfjörðum hinn stóra sigurvegara í þessari miklu uppbyggingu fiskeldis. „Og það er í raun og veru magnað að sjá hvað okkur fiskeldisfyrirtækjum og samfélagið hérna hefur tekist að gera saman. Og það er bara svo gaman að taka þátt í þessu, að vera í þessum flotta bisness og nýta firðina okkar og sjá framan í fólk sem aftur er orðið stolt af því að búa hérna fyrir vestan og eru sigurvegarar í lífinu.“ Hefur enga trú á að stjórnmálamenn muni gera eitthvað í málum Undir lok þáttar voru þeir Jón og Daníel spurðir hvernig þeir sæju framhaldið fyrir sér, hvort skýrslan muni hafa einhver áhrif. Jón var fyrr til svara: „Fortíðin fyllir mann ekki bjartsýni á hvað gerist í framtíðinni; hvernig verður staðið að verkum. Ég bind miklu meiri vonir við það að spádómar innan úr sjókvíaeldinu sjálfu, um að þessi tækni, opnar sjókvíar, muni heyra sögunni til eftir fimm til sex ár. Stjórnarformaður stærsta sjókvíaeldisfyrirtækis heims hefur sagt þetta, vegna umhverfisáhrifanna.“ Jón vill þannig meina að virk neytendavitund muni spila inn í framvindu máls. „Neytendur vilja ekki greiða fyrir vöru, neyta vöru sem framleidd er með svo skaðlegum hætti. Ég held að það muni hjálpa okkur fyrr en að stjórnmálamennirnir taki alvöru ábyrgð á þessu. Svo hef ég fulla trú á að líffræðin, áhættumat erfðablöndunar Hafró verði endurskoðað á þessu ári. Og varðandi stóru sleppingarnar, að miklu meiri erfðablöndun sem er verið að staðfesta heldur en fyrir nokkrum árum, vernd minni stofnana á suðurfjörðunum … ég held að allt þetta muni koma inn í áhættumatið þannig að heimildir fyrir sjókvíaeldi verði minnkaðar. Ég hef miklu meiri trú á þessum þáttum heldur en að það gerist nokkurn tíma eitthvað að viti í eftirlitinu eða að hálfu fyrirtækjanna sjálfra.“ Harðar skeytasendingar í kveðjuskini Jón bætti við þökkum til Daníels en þær þakkir miðuðu ekki að því að þeir skildu skiptum í vinsemd í þáttarlok. „Ég vil þakka Daníel fyrir að vekja athygli á því að ég er lobbíisti, ég er hagsmunagæslumaður fyrir íslenskt umhverfi, íslenskt lífríki, það er það sem rekur mig áfram.“ Þáttastjórnandi sagði fyrirliggjandi hver greiddi Daníel launin, en hver borgar Jóni? „Það hefur komið fram. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn.“ Og hver á hann? „Þetta er sjálfseignastofnun, góðgerðastofnun. Sem hefur þegið framlög frá tugum einstaklinga og fyrirtækja. Ætli stærsta framlag sem við höfum fengið hafi ekki komið frá útivistarframleiðandanum Patagonia sem styrkti okkur fyrir þremur árum um tíu þúsund dollara. En við þiggjum enga stóra styrki. Þetta eru fjöldasamtök, gríðarlega margir sem leggja hönd á plóg,“ sagði Jón. Daníel var ekki til í að leggja blessun sína yfir þessi orð Jóns: „Ég held nú reyndar að það þurfi meira en einhverja marga smáa styrki til að borga Jóni þessar hundrað milljónir sem hann er búinn að fá frá 2017, eða hvað það nú er.“ Jón hló við og Daníel beindi tali sínu að óbilandi trú sem hann bæri í brjósti á fiskeldinu. „Gríðarlega mikla trú. Og ég held að þessi skýrsla, og ég bind vonir við það, að hún sé einhvers konar núllpunktur. Og að bæði stjórnmálamenn, fjölmiðlar og við öll, förum að geta rætt þessa grein með einhverjum vitibornum hætti. Mér finnst mikilvægt að það sé kristalskýrt að hér er búið að koma á skattakerfi, í sjókvíaeldi, sem tryggir hinu opinbera hærra hlutfall af veltu greinarinnar en þekkist bæði í Noregi og Færeyjum. Í það minnsta jafn hátt. Það er enginn vafi um það að hér hafa skapast gríðarlega mörg störf og við eigum alveg að geta gert þetta án þess að náttúran skaðist. Og öllum til sóma.“
Umhverfismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjókvíaeldi Fiskeldi Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira