Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2023 16:02 Sumir eru stórtækari en aðrir þegar kemur að því að undirbúa sig undir verkfallið. Vísir Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. Verkfallið hefst á hádegi á morgun og munu þá allir bílstjórar Olíudreifingar á Stór-Reykjarvíkursvæðinu leggja niður störf. Það gerir það meðal annars að verkum að ekki verður unnt að fylla á bensínstöðvar. Starfsmenn bensínstöðvanna hafa nýtt síðustu daga til að undirbúa verkfallið. Gengur hratt á tanka stöðvanna „Það eru allir að leggjast á eitt, sama hvort það sé starfsfólk N1 eða starfsfólk Olíudreifingar að sjá til þess að allir tankar á okkar stöðvum sé fullir. Það gengur hratt á þá jafnóðum. Það er nú líklegt að einstaklingar fari að finna fyrir þessu verkfalli annað kvöld eða á fimmtudaginn,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 í samtali við Vísi. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.N1 Neytendur sem óttast áhrif verkfallsins hafa enda verið duglegir við að fylla á tanka bílanna, og gott betur. Sumir eru nefnilega stórtækari en aðrir, eins og myndin efst í fréttinni ber með sér merki. „Ég er búinn að vera duglegur að keyra á milli stöðvana okkar í gær og í dag. Ég sá í gærkvöldi fólk vera að fylla á gamlar smurolíutunnur. Það er alls konar. Búið að vera mikil sala á alls konar brúsum og ílátum,“ segir Hinrik Örn. Þetta skilar sér í margfaldri sölu í dag og í gær, sem er þó skammgóður vermir. „Við erum að horfa á margföld dagsviðskipti en þetta er hlýtt og gott í skamman tíma. Við seljum mikið í gær og í dag en svo bara slökknar á þessu,“ segir Hinrik Örn. Mikið hefur verið að gera við það að fylla á tanka í tæka tíð fyrir verkfallið.Vísir/Vilhelm Varað hefur við því að hamstra eldsneyti, sérstaklega með tilliti til þess að hætta getur skapast vegna eldsneytis sem geymt er á stöðum sem ekki eru endilega ætlaðir eldsneyti. Ferðaþjónustan áhyggjufull N1 heldur úti skjali á vefsíðu fyrirtækisins þar sem almenningur getur nálgast má upplýsingar um hvaða stöðvar eru opnar og hverjar eru lokaðar vegna verkfallsins. „Þetta er ekki síður fyrir ferðaþjónustuna. Þeir aðilar hafa miklar áhyggjur af því að rúturnar þeirra fari að stranda á Gullfoss-Geysis rúntinum eða viðskiptavinir bílaleiga komist ekki aftur út á flugvöll. Þannig að þetta er upplýsingatæki, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Þetta mun örugglega verða mjög virkt skjal. Við erum búin að þurfa að hræra í því einu sinni í morgun þegar ein stöðin okkar í Hafnarfirði var tóm strax í morgun. Við erum búin að fylla á hana aftur.“ Efling hefur opnað fyrir umsóknir um undanþágubeiðnir frá verkfallinu. Undanþágunum er ætlað til að tryggja almannaöryggi og má ætla að slökkvilið, lögregla og fleiri stofnanir í þeim dúr fái slíka undanþágu. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvernig slíkar undanþágur verða framkvæmdar. N1 hefur þegar sótt um undanþágu til að geta sinnt þeim aðilum sem fá undanþágu. „Við höfum túlkað þetta þannig og vilja hafa vaðið fyrir neðan okkur að við höfum sótt um undanþágu til að geta meðal annars sinnt lögreglu og slökkviliði og björgunarsveitum og mögulega Vegagerðinni eða þeim aðilum sem Efling gefur undanþágur,“ segir Hinrik Örn. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Neytendur Bensín og olía Tengdar fréttir Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40 Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verkfalla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. 14. febrúar 2023 12:31 SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2023 12:26 Undanþágunefnd átt óformleg samtöl við lögreglu, slökkvilið og Vegagerðina Undanþágunefnd Eflingar hefur átt óformleg samtöl við fulltrúa lögreglu, slökkviliðs og Vegagerðar vegna boðaðra verkfallsaðgerða í olíudreifingu. Formaður nefndarinnar er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 14. febrúar 2023 11:12 Áhrif verkfallsins einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið Verkfall olíubílstjóra hefst á hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri Olís segir áhrif verkfallsins ekki bara einskorðast við höfuðborgarsvæðið. Þá taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. 14. febrúar 2023 09:53 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Verkfallið hefst á hádegi á morgun og munu þá allir bílstjórar Olíudreifingar á Stór-Reykjarvíkursvæðinu leggja niður störf. Það gerir það meðal annars að verkum að ekki verður unnt að fylla á bensínstöðvar. Starfsmenn bensínstöðvanna hafa nýtt síðustu daga til að undirbúa verkfallið. Gengur hratt á tanka stöðvanna „Það eru allir að leggjast á eitt, sama hvort það sé starfsfólk N1 eða starfsfólk Olíudreifingar að sjá til þess að allir tankar á okkar stöðvum sé fullir. Það gengur hratt á þá jafnóðum. Það er nú líklegt að einstaklingar fari að finna fyrir þessu verkfalli annað kvöld eða á fimmtudaginn,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 í samtali við Vísi. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.N1 Neytendur sem óttast áhrif verkfallsins hafa enda verið duglegir við að fylla á tanka bílanna, og gott betur. Sumir eru nefnilega stórtækari en aðrir, eins og myndin efst í fréttinni ber með sér merki. „Ég er búinn að vera duglegur að keyra á milli stöðvana okkar í gær og í dag. Ég sá í gærkvöldi fólk vera að fylla á gamlar smurolíutunnur. Það er alls konar. Búið að vera mikil sala á alls konar brúsum og ílátum,“ segir Hinrik Örn. Þetta skilar sér í margfaldri sölu í dag og í gær, sem er þó skammgóður vermir. „Við erum að horfa á margföld dagsviðskipti en þetta er hlýtt og gott í skamman tíma. Við seljum mikið í gær og í dag en svo bara slökknar á þessu,“ segir Hinrik Örn. Mikið hefur verið að gera við það að fylla á tanka í tæka tíð fyrir verkfallið.Vísir/Vilhelm Varað hefur við því að hamstra eldsneyti, sérstaklega með tilliti til þess að hætta getur skapast vegna eldsneytis sem geymt er á stöðum sem ekki eru endilega ætlaðir eldsneyti. Ferðaþjónustan áhyggjufull N1 heldur úti skjali á vefsíðu fyrirtækisins þar sem almenningur getur nálgast má upplýsingar um hvaða stöðvar eru opnar og hverjar eru lokaðar vegna verkfallsins. „Þetta er ekki síður fyrir ferðaþjónustuna. Þeir aðilar hafa miklar áhyggjur af því að rúturnar þeirra fari að stranda á Gullfoss-Geysis rúntinum eða viðskiptavinir bílaleiga komist ekki aftur út á flugvöll. Þannig að þetta er upplýsingatæki, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Þetta mun örugglega verða mjög virkt skjal. Við erum búin að þurfa að hræra í því einu sinni í morgun þegar ein stöðin okkar í Hafnarfirði var tóm strax í morgun. Við erum búin að fylla á hana aftur.“ Efling hefur opnað fyrir umsóknir um undanþágubeiðnir frá verkfallinu. Undanþágunum er ætlað til að tryggja almannaöryggi og má ætla að slökkvilið, lögregla og fleiri stofnanir í þeim dúr fái slíka undanþágu. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvernig slíkar undanþágur verða framkvæmdar. N1 hefur þegar sótt um undanþágu til að geta sinnt þeim aðilum sem fá undanþágu. „Við höfum túlkað þetta þannig og vilja hafa vaðið fyrir neðan okkur að við höfum sótt um undanþágu til að geta meðal annars sinnt lögreglu og slökkviliði og björgunarsveitum og mögulega Vegagerðinni eða þeim aðilum sem Efling gefur undanþágur,“ segir Hinrik Örn.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Neytendur Bensín og olía Tengdar fréttir Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40 Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verkfalla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. 14. febrúar 2023 12:31 SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2023 12:26 Undanþágunefnd átt óformleg samtöl við lögreglu, slökkvilið og Vegagerðina Undanþágunefnd Eflingar hefur átt óformleg samtöl við fulltrúa lögreglu, slökkviliðs og Vegagerðar vegna boðaðra verkfallsaðgerða í olíudreifingu. Formaður nefndarinnar er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 14. febrúar 2023 11:12 Áhrif verkfallsins einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið Verkfall olíubílstjóra hefst á hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri Olís segir áhrif verkfallsins ekki bara einskorðast við höfuðborgarsvæðið. Þá taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. 14. febrúar 2023 09:53 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40
Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verkfalla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. 14. febrúar 2023 12:31
SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2023 12:26
Undanþágunefnd átt óformleg samtöl við lögreglu, slökkvilið og Vegagerðina Undanþágunefnd Eflingar hefur átt óformleg samtöl við fulltrúa lögreglu, slökkviliðs og Vegagerðar vegna boðaðra verkfallsaðgerða í olíudreifingu. Formaður nefndarinnar er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 14. febrúar 2023 11:12
Áhrif verkfallsins einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið Verkfall olíubílstjóra hefst á hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri Olís segir áhrif verkfallsins ekki bara einskorðast við höfuðborgarsvæðið. Þá taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. 14. febrúar 2023 09:53