Karólína Lea: Það var ömurlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 10:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir síðasta landsleik sinn sem var á móti Frakklandi í júlí í fyrra. Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er mætt á ný í íslenska kvennalandsliðið og mun í dag spila sinn fyrsta leik með íslenska landsliðinu síðan á Evrópumótinu síðasta sumar. „Tilfinningin er bara geggjuð. Ekkert smá gaman að vera komin aftur loksins. Það er svo gaman að hitta stelpurnar og vera komin í þetta umhverfi sem manni líður svo rosalega vel í. Bara mjög jákvætt,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í samtali við KSÍ TV. Karólína Lea var meidd seinni hluta ársins í fyrra og missti þar af leiðandi af mikilvægum landsleikjum. Hversu erfitt var það? „Það var ömurlegt og sérstaklega þegar þessir leikir voru í gangi. Endurhæfingin var að ganga upp og niður og það var því mjög erfitt að vera fyrir utan en ég svo sem treysti þeim alveg fyrir þessu. Það bara gekk ekki í þetta skiptið,“ sagði Karólína Lea. KSÍ TV ræddi við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir æfingu dagsins hér á Spáni. Ísland - Skotland í beinni útsendingu á KSÍ TV á morgun, miðvikudag, kl. 14:00.#dottir pic.twitter.com/elDmDNZPSW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 14, 2023 „Vonandi notum við þessa glugga sem eru að koma núna til að verða betra lið,“ sagði Karólína. Hún fór ekki í aðgerð vegna meiðslanna en þurfti að ganga í gegnum stranga endurhæfingu. „Ég var sett svona á núllpunkt og var alveg frá í tvær vikur eins og ég hefði farið í aðgerð. Svo var byrjað að byggja mig upp skref fyrir skref. Þetta tók einhverja fjóra mánuði sirka þannig að ég ætti að vera orðin góð núna,“ sagði Karólína en er hún orðin hundrað prósent. „Já ég er að komast nær og nær því. Þetta gekk bara mjög vel og ég náði einum leik fyrir áramót. Ég er síðan að komast meira og meira inn í þetta og ná mínu besta formi aftur,“ sagði Karólína. Fyrsti leikur íslenska liðsins á Pinatar mótinu er í dag. Hvernig leggst hann í Karólínu. „Bara mjög vel. Skotland er með hörku lið og ég er bara mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Karólína. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
„Tilfinningin er bara geggjuð. Ekkert smá gaman að vera komin aftur loksins. Það er svo gaman að hitta stelpurnar og vera komin í þetta umhverfi sem manni líður svo rosalega vel í. Bara mjög jákvætt,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í samtali við KSÍ TV. Karólína Lea var meidd seinni hluta ársins í fyrra og missti þar af leiðandi af mikilvægum landsleikjum. Hversu erfitt var það? „Það var ömurlegt og sérstaklega þegar þessir leikir voru í gangi. Endurhæfingin var að ganga upp og niður og það var því mjög erfitt að vera fyrir utan en ég svo sem treysti þeim alveg fyrir þessu. Það bara gekk ekki í þetta skiptið,“ sagði Karólína Lea. KSÍ TV ræddi við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir æfingu dagsins hér á Spáni. Ísland - Skotland í beinni útsendingu á KSÍ TV á morgun, miðvikudag, kl. 14:00.#dottir pic.twitter.com/elDmDNZPSW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 14, 2023 „Vonandi notum við þessa glugga sem eru að koma núna til að verða betra lið,“ sagði Karólína. Hún fór ekki í aðgerð vegna meiðslanna en þurfti að ganga í gegnum stranga endurhæfingu. „Ég var sett svona á núllpunkt og var alveg frá í tvær vikur eins og ég hefði farið í aðgerð. Svo var byrjað að byggja mig upp skref fyrir skref. Þetta tók einhverja fjóra mánuði sirka þannig að ég ætti að vera orðin góð núna,“ sagði Karólína en er hún orðin hundrað prósent. „Já ég er að komast nær og nær því. Þetta gekk bara mjög vel og ég náði einum leik fyrir áramót. Ég er síðan að komast meira og meira inn í þetta og ná mínu besta formi aftur,“ sagði Karólína. Fyrsti leikur íslenska liðsins á Pinatar mótinu er í dag. Hvernig leggst hann í Karólínu. „Bara mjög vel. Skotland er með hörku lið og ég er bara mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Karólína.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira