Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2023 08:05 Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. egill aðalsteinsson Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað og nú síðast gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsmönnum til að mæla lífmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 en starfar nú á alþjóðamarkaði og er leiðandi á sviði lækningatækja í svefni. Svefnrannsóknir eru ýmist framkvæmdar á spítala eða heima hjá viðkomandi þar sem áhersla er lögð á greiningu ýmissa kvilla á borð við kæfisvefn sem er mjög algengur svefnsjúkdómur en þá hættir fólk að anda í svefni, insomniu þegar fólk einfaldlega sefur ekki - og fleiri röskunum. „Þegar maður fer í svefnmælingu, eins og við sjáum á gínunni, þá eru ýmsir nemar settir á fólk og það er mælt heilarit, rafvirkni í heilanum, við mælum öndun í nefni, öndunarhreyfingu, súrefnismettun í blóði og fleira,“ segir Jón Skírnir Ágústsson sem leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. Þurftu sjálf að finna upp hjólið Sérþjálfað fólk sér svo um að greina merkin og flokka þau t.d. í svefnstig en það getur gervigreindin einnig gert. „Og ástæðan fyrir því að við þurfum að þróa okkar eigin gervigreind en getum ekki nýtt lausnir frá öðrum er að svefnlæknisfræði er svo lítið svið að það er enginn annar að gera þetta og tólin eru ekki til þannig við þurfum að finna okkar eigin aðferðir, neyðin kennir naktri konu að spinna.“ „Svo það sem við notum gervigreindina líka í sem er miklu meira spennandi er að við getum fengið nýjar upplýsingar úr merkjunum sem fólk er yfirleitt ekki að greina sjálft og þá erum við ekki bara að sjálfvirknivæða vinnu hjá fólki heldur líka að fá fleiri upplýsingar úr mælingunni sem er framkvæmd yfir nóttina.“ Ráðlagt frá því að auglýsa gervigreindina Fyrirtækið byrjaði að notast við gervigreind árið 2016 og segir Jón Skírnir segir að því hafi verið ráðlagt gegn því að tala um að gervigreind væri í vörum þess ellegar myndi enginn læknir treysta þeim, svo byltingarkennt þótti að nýta gervigreind í læknisfræðinni. Hann segir að fordómar geti verið fyrir tækninni innan heilbrigðisgeirans. „Ímyndaðu þér að þú farir til læknis og það er tekin læknisfræðileg ákvörðun sem mun jafnvel hafa áhrif á restina af lífi þínu og þú spyrð lækninn: Hvernig komstu að þessari niðurstöðu? Og hann segir: Tölvan sagði mér það. Það er náttúrulega rosalega stórt skref þannig því fylgir mjög mikil ábyrgð að þróa gervigreind fyrir læknavísindi. Gervigreindin sem við þróum tekur ekki svona ákvarðanir, hún kemur bara með viðbót við þetta.“ Ókannað svið Með gervigreind sé því hægt að sjálfvirknivæða vinnu fólks í heilbrigðiskerfinu. „Þannig að í rauninni er ekki verið að finna upp nýja læknisfræði eða svoleiðis heldur er bara verið að hjálpa fólki að vinna vinnuna sína miklu hraðar og það gengur rosalega vel. Mjög mikið eftir þar. En svo er þetta svolítið ókannað, hvaða fleiri upplýsingar eru í merkjunum sem við erum að mæla og hversu langt getum við farið með þær.“ „Maður getur ímyndað sér að ef maður mælir heilarit, hjartarit og öndun hjá manneskju í átta klukkutíma yfir nóttina, þá eru miklu fleiri upplýsingar í þeim gögnum heldur en bara hvernig fólkið svaf af því að hjartað okkar slær og það hefur áhrif um allan líkama. Heilinn og ég tala nú ekki um ef við getum framkvæmd fleiri en eina mælingu og fylgst með þróuninni hjá fólki. Þá eru miklir möguleikar að nýta í rauninni þessi merki í eitthvað miklu meira en að mæla hvort fólk sé með kæfisvefn eða ekki.“ Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitinni að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað og nú síðast gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsmönnum til að mæla lífmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 en starfar nú á alþjóðamarkaði og er leiðandi á sviði lækningatækja í svefni. Svefnrannsóknir eru ýmist framkvæmdar á spítala eða heima hjá viðkomandi þar sem áhersla er lögð á greiningu ýmissa kvilla á borð við kæfisvefn sem er mjög algengur svefnsjúkdómur en þá hættir fólk að anda í svefni, insomniu þegar fólk einfaldlega sefur ekki - og fleiri röskunum. „Þegar maður fer í svefnmælingu, eins og við sjáum á gínunni, þá eru ýmsir nemar settir á fólk og það er mælt heilarit, rafvirkni í heilanum, við mælum öndun í nefni, öndunarhreyfingu, súrefnismettun í blóði og fleira,“ segir Jón Skírnir Ágústsson sem leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. Þurftu sjálf að finna upp hjólið Sérþjálfað fólk sér svo um að greina merkin og flokka þau t.d. í svefnstig en það getur gervigreindin einnig gert. „Og ástæðan fyrir því að við þurfum að þróa okkar eigin gervigreind en getum ekki nýtt lausnir frá öðrum er að svefnlæknisfræði er svo lítið svið að það er enginn annar að gera þetta og tólin eru ekki til þannig við þurfum að finna okkar eigin aðferðir, neyðin kennir naktri konu að spinna.“ „Svo það sem við notum gervigreindina líka í sem er miklu meira spennandi er að við getum fengið nýjar upplýsingar úr merkjunum sem fólk er yfirleitt ekki að greina sjálft og þá erum við ekki bara að sjálfvirknivæða vinnu hjá fólki heldur líka að fá fleiri upplýsingar úr mælingunni sem er framkvæmd yfir nóttina.“ Ráðlagt frá því að auglýsa gervigreindina Fyrirtækið byrjaði að notast við gervigreind árið 2016 og segir Jón Skírnir segir að því hafi verið ráðlagt gegn því að tala um að gervigreind væri í vörum þess ellegar myndi enginn læknir treysta þeim, svo byltingarkennt þótti að nýta gervigreind í læknisfræðinni. Hann segir að fordómar geti verið fyrir tækninni innan heilbrigðisgeirans. „Ímyndaðu þér að þú farir til læknis og það er tekin læknisfræðileg ákvörðun sem mun jafnvel hafa áhrif á restina af lífi þínu og þú spyrð lækninn: Hvernig komstu að þessari niðurstöðu? Og hann segir: Tölvan sagði mér það. Það er náttúrulega rosalega stórt skref þannig því fylgir mjög mikil ábyrgð að þróa gervigreind fyrir læknavísindi. Gervigreindin sem við þróum tekur ekki svona ákvarðanir, hún kemur bara með viðbót við þetta.“ Ókannað svið Með gervigreind sé því hægt að sjálfvirknivæða vinnu fólks í heilbrigðiskerfinu. „Þannig að í rauninni er ekki verið að finna upp nýja læknisfræði eða svoleiðis heldur er bara verið að hjálpa fólki að vinna vinnuna sína miklu hraðar og það gengur rosalega vel. Mjög mikið eftir þar. En svo er þetta svolítið ókannað, hvaða fleiri upplýsingar eru í merkjunum sem við erum að mæla og hversu langt getum við farið með þær.“ „Maður getur ímyndað sér að ef maður mælir heilarit, hjartarit og öndun hjá manneskju í átta klukkutíma yfir nóttina, þá eru miklu fleiri upplýsingar í þeim gögnum heldur en bara hvernig fólkið svaf af því að hjartað okkar slær og það hefur áhrif um allan líkama. Heilinn og ég tala nú ekki um ef við getum framkvæmd fleiri en eina mælingu og fylgst með þróuninni hjá fólki. Þá eru miklir möguleikar að nýta í rauninni þessi merki í eitthvað miklu meira en að mæla hvort fólk sé með kæfisvefn eða ekki.“
Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitinni að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“