„Axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 18:22 Vísir „Á meðan það er verið að tala saman þá er það gott mál,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað með Ástráði Haraldssyni settum sáttasemjara frá því klukkan níu í morgun. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. „Ég vil segja það eitt, og hitt er það líka, við erum loksins farin að ræða þá hluti sem voru lagðir á borð í janúar. Við hefðum gjarnan vilja ræða nánar um þá við Eflingu,“ segir Eyjólfur Árni í samtali við fréttastofu. Aðspurður um innkomu nýs ríkissáttasemjara segir Eyjólfur gott að vinna með Ástráði. Hann sé „hreinn og beinn“ í sínu starfi. Finnið þið fyrir aukinni pressu vegna verkfallsaðgerða sem eru hafnar og farnar að hafa ákveðin áhrif? „Ég vil ekki orða það þannig að það sé auka pressa. Við erum bara að horfa fram á það að allt samfélagið verður fyrir tjóni á hverjum einasta degi núna og það er bara að fara að aukast með þeim verkföllum sem hófust í dag. Og það viljum við sem samfélag stöðva sem allra fyrst, það er enginn sem græðir á þeim til lengri tíma litið.“ Eyjólfur bætir því við að verið sé að leggja af stað inn í þennan dag með von um það að geta fundið grunn til að ræða mögulegan kjarasamning í framhaldinu. Þá vill hann ekkert gefa upp um hvort viðræður muni halda áfram á morgun eða hvort hann telji þokast nær í átt að grundvelli að frekara samtali. Aðspurður um hvort mögulegt sé að grafa stríðsöxina eftir yfirlýsingar undanfarinna vikna kveðst Eyjólfur engar áhyggjur hafa. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem setið er við kjarasamningsborð. Þannig að axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar.“ Þá sagði hann að fyrri yfirlýsingar, um að ekki yrði brotinn trúnaður við þá aðila sem búið er að semja við, myndu standa. „Sú yfirlýsing sem var sögð áður stendur enn þá. Við munum ekki gera það. Við stöndum ætíð við okkar samninga.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað með Ástráði Haraldssyni settum sáttasemjara frá því klukkan níu í morgun. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. „Ég vil segja það eitt, og hitt er það líka, við erum loksins farin að ræða þá hluti sem voru lagðir á borð í janúar. Við hefðum gjarnan vilja ræða nánar um þá við Eflingu,“ segir Eyjólfur Árni í samtali við fréttastofu. Aðspurður um innkomu nýs ríkissáttasemjara segir Eyjólfur gott að vinna með Ástráði. Hann sé „hreinn og beinn“ í sínu starfi. Finnið þið fyrir aukinni pressu vegna verkfallsaðgerða sem eru hafnar og farnar að hafa ákveðin áhrif? „Ég vil ekki orða það þannig að það sé auka pressa. Við erum bara að horfa fram á það að allt samfélagið verður fyrir tjóni á hverjum einasta degi núna og það er bara að fara að aukast með þeim verkföllum sem hófust í dag. Og það viljum við sem samfélag stöðva sem allra fyrst, það er enginn sem græðir á þeim til lengri tíma litið.“ Eyjólfur bætir því við að verið sé að leggja af stað inn í þennan dag með von um það að geta fundið grunn til að ræða mögulegan kjarasamning í framhaldinu. Þá vill hann ekkert gefa upp um hvort viðræður muni halda áfram á morgun eða hvort hann telji þokast nær í átt að grundvelli að frekara samtali. Aðspurður um hvort mögulegt sé að grafa stríðsöxina eftir yfirlýsingar undanfarinna vikna kveðst Eyjólfur engar áhyggjur hafa. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem setið er við kjarasamningsborð. Þannig að axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar.“ Þá sagði hann að fyrri yfirlýsingar, um að ekki yrði brotinn trúnaður við þá aðila sem búið er að semja við, myndu standa. „Sú yfirlýsing sem var sögð áður stendur enn þá. Við munum ekki gera það. Við stöndum ætíð við okkar samninga.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16
„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07
Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37