Fram kemur að maðurinn hafi í tíu skipti sett sig í samband við konuna með því að hringja í hana úr fangelsinu á Hólmsheiði, þar sem hann sætti gæsluvarðhaldi og afplánaði dóma vegna brota.
Í ákæru segir maðurinn hafi í símtölunum beitt hana andlegu ofbeldi, hótunum og viðhaft stórfelldar ærumeiðingar í hennar garð – auk þess að hafa móðgað, smánað og vanvirt hana og aðila henni nákominni. Brotin framdi maðurinn á um sex vikna tímabili í júlí og til loka ágúst síðastliðinn.
Maðurinn játaði afdráttarlaust sök í málinu. Hann var síðasta sumar dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir brot gegn nálgunarbanni og svo tveggja ára fangelsi fyrir ofbeldisbrot í nóvember.
Dómari þótti hæfileg refsing nú vera þriggja mánaða fangelsi og er um hegningarauka að ræða. Þá var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda, samtals um 750 þúsund krónur.